Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2022 15:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann sagði stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita héraðssaksóknara til að klára málið eins fljótt og hægt er. „Fráleitt“ að veita aukið fjámagn „Það að ekki sé verið að standa með fullnægjandi hætti að rannsókn á mögulegu risastóru alþjóðlegu mútubroti getur þannig haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum mörkuðum,“ skrifar Helga Vala í færslu sinni á Facebook. Hún segir Samfylkinguna hafa rætt alvarlega stöðuna í þinginu eftir að Samherjamálið var afhjúpað og lagt til að aukið fjarmagn yrði veitt til embættanna. „Það þótti fjármálaráðherra alveg fráleitt og sagði að ef þessi embætti þyrftu frekari fjármuni þyrftu þau bara að koma til sín með slíka bón.“ Hún segir töf á auknu fjámagni geta slík töf valdið réttarspjöllum „ofan á þá orðsporsáhættu sem augljós er.“ „Þetta er staðan og hún er í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar allrar,“ skrifaði Helga að lokum. Spillt stjórnkerfi sé undirrótin Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Kos sagði þessu ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum,“ sagði Drago Kos. Samherjaskjölin Skattar og tollar Sjávarútvegur Namibía Samfylkingin Alþingi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann sagði stjórnvöld verða að finna fjármagn og veita héraðssaksóknara til að klára málið eins fljótt og hægt er. „Fráleitt“ að veita aukið fjámagn „Það að ekki sé verið að standa með fullnægjandi hætti að rannsókn á mögulegu risastóru alþjóðlegu mútubroti getur þannig haft veruleg áhrif á samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum mörkuðum,“ skrifar Helga Vala í færslu sinni á Facebook. Hún segir Samfylkinguna hafa rætt alvarlega stöðuna í þinginu eftir að Samherjamálið var afhjúpað og lagt til að aukið fjarmagn yrði veitt til embættanna. „Það þótti fjármálaráðherra alveg fráleitt og sagði að ef þessi embætti þyrftu frekari fjármuni þyrftu þau bara að koma til sín með slíka bón.“ Hún segir töf á auknu fjámagni geta slík töf valdið réttarspjöllum „ofan á þá orðsporsáhættu sem augljós er.“ „Þetta er staðan og hún er í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar allrar,“ skrifaði Helga að lokum. Spillt stjórnkerfi sé undirrótin Eftir að Kveiksþátturinn birtist um Samherjaskjölin í nóvember 2019 var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra inntur eftir viðbrögðum. Hann sagði í samtali við fréttastofu: „Auðvitað er rót vandans kannski í þessu tiltekna máli veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu [Namibíu]. Það virðist vera undirrót alls þess sem við sjáum flett ofan af.“ Kos sagði þessu ummæli fjármálaráðherra vera röng sé litið til fræðanna. Sá sem býður mútur er jafn ábyrgur og sá sem þiggur þær. „Það er mér ofarlega í huga að Ísland býr að miklum heilindum en þetta er aum tilraun til að varpa ábyrgðinni frá íslenska fyrirtækinu og einstaklingunum,“ sagði Drago Kos.
Samherjaskjölin Skattar og tollar Sjávarútvegur Namibía Samfylkingin Alþingi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira