Björn lagði ríkið og fær milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2022 18:18 Björn Þorláksson stefndi íslenska ríkinu og hafði betur. Vísir/Aðsend Íslenska ríkið þarf að greiða Birni Þorlákssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar tæpar sjö milljónir vegna uppsagnar hans á síðasta ári, þar af þrjár milljónir í miskabætur. Björn stefndi ríkinu á síðasta ári á þeim grundvelli að ólöglega hafi verið staðið að því þegar staða hans hjá Umhverfisstofnun var lögð niður. Fyrirvaralaust kallaður á fund Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans. Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar síðasta ári var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að af verkefnalýsingu þess starfs sé ljóst að um sé að ræða verkefni sem Björn hafi sem upplýsingafulltrúi sinnt áður. Þurfti að flytja til Reykjavíkur til að fá vinnu við hæfi Kemur þarf fram að íslenska ríkinu, fyrir hönd Umhverfisstofnunar, hafi ekki tekist að sýna fram á með áherslubreytingum sem gera átti á starfinu, aukið námskeiðahald um fjarfundabúnað og fjölbreyttari notkun samfélagsins, að ekki mætti gera ráð fyrir því að Björn gæti fullnægt þeim breyttu kröfum sem hið nýja starf fól í sér. Björn starfaði sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Vísir/Vilhelm Taldi dómurinn að forstöðumaður Umhverfisstofnunar hefði brotið gegn Birni og þar með bakað íslenska ríkinu bótaskyldu. Féllst dómurinn á það að þessi framganga hafi verið meiðandi fyrir Björn og skaðað faglegt orðspor hans. Að auki hafi hún verið til þess fallinn að valda verulegri röskun á stöðu og högum Birns. Fram hefur komið að Björn var búsettur á Akureyri á meðan hann starfaði fyrir Umhverfisstofnun. Í dóminum kemur fram að hann hafi ekki fundið vinnu við hæfi þar eftir að hann lét af störfum hjá Umhverfisstofnun. Hann hafi neyðst til þess að flytja til Reykjavíkur þar sem hann hóf störf sem blaðamaður á Fréttablaðinu síðastliðið haust. Þarf íslenska ríkið að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir í miskabætur. Ríkið þarf að auki að greiða Birni 2,5 milljónir króna vegna málskostnaðar. Fjölmiðlar Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59 Björn Þorláksson ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sótti 81 um. 25. janúar 2017 11:21 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Björn stefndi ríkinu á síðasta ári á þeim grundvelli að ólöglega hafi verið staðið að því þegar staða hans hjá Umhverfisstofnun var lögð niður. Fyrirvaralaust kallaður á fund Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans. Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar síðasta ári var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að af verkefnalýsingu þess starfs sé ljóst að um sé að ræða verkefni sem Björn hafi sem upplýsingafulltrúi sinnt áður. Þurfti að flytja til Reykjavíkur til að fá vinnu við hæfi Kemur þarf fram að íslenska ríkinu, fyrir hönd Umhverfisstofnunar, hafi ekki tekist að sýna fram á með áherslubreytingum sem gera átti á starfinu, aukið námskeiðahald um fjarfundabúnað og fjölbreyttari notkun samfélagsins, að ekki mætti gera ráð fyrir því að Björn gæti fullnægt þeim breyttu kröfum sem hið nýja starf fól í sér. Björn starfaði sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Vísir/Vilhelm Taldi dómurinn að forstöðumaður Umhverfisstofnunar hefði brotið gegn Birni og þar með bakað íslenska ríkinu bótaskyldu. Féllst dómurinn á það að þessi framganga hafi verið meiðandi fyrir Björn og skaðað faglegt orðspor hans. Að auki hafi hún verið til þess fallinn að valda verulegri röskun á stöðu og högum Birns. Fram hefur komið að Björn var búsettur á Akureyri á meðan hann starfaði fyrir Umhverfisstofnun. Í dóminum kemur fram að hann hafi ekki fundið vinnu við hæfi þar eftir að hann lét af störfum hjá Umhverfisstofnun. Hann hafi neyðst til þess að flytja til Reykjavíkur þar sem hann hóf störf sem blaðamaður á Fréttablaðinu síðastliðið haust. Þarf íslenska ríkið að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir í miskabætur. Ríkið þarf að auki að greiða Birni 2,5 milljónir króna vegna málskostnaðar.
Fjölmiðlar Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59 Björn Þorláksson ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sótti 81 um. 25. janúar 2017 11:21 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41
Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59
Björn Þorláksson ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sótti 81 um. 25. janúar 2017 11:21