Frægur veitingastaður sökk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2022 22:52 Veitingastaðurinn frægi var staðsettur við Hong Kong höfn. AP Photo/Kin Cheung Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong. Veitingastaðurinn var ein af helstu táknmyndum borgarinnar, hafandi verið starfræktur í nærri hálfa öld og brugðið fyrir í ýmsum kvikmyndum. Kórónuveirufaraldurinn lék veitingastaðinn hins vegar grátt og var honum lokað í mars 2020. Ekki reyndist unnt að opna hann aftur. Var þá ákveðið að flytja hann á ónefndan stað. Veitingastaðurinn var dreginn í burtu í síðustu viku. Það heppnaðist þó ekki betur en svo að veitingastaðurinn sökk í Suður-Kínahafi. Draga átti veitngastaðinn á ótilgreinda staðsetningu.AP Photo/Kin Cheung Eigendur veitingastaðarins segja veitingastaðinn hafa sokkið á um eitt þúsund metra dýpi og því sé ógerlegt að reyna björgunaraðgerðir. Fyrir flutninginn höfðu verkfræðingar skoðað veitingastaðinn og gefið grænt ljós á flutninginn. Á leiðinni versnuðu veðuraðstæður og veitingastaðurinn tók á sig vatn, með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að yfir þrjár milljónir manna hafi snætt á veitingastaðnum á þeirri hálfri öld sem hann var starfræktur. Má þar nefna Elísabet II Bretlandsdrottningu, leikarann Tom Cruise og auðkýfinginn Richard Branson. VIDEO: Hong Kong's Jumbo Floating Restaurant is towed out of the city after years of revitalisation efforts went nowhere pic.twitter.com/q5Ho3VmAkP— AFP News Agency (@AFP) June 14, 2022 Kína Suður-Kínahaf Hong Kong Tímamót Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Veitingastaðurinn var ein af helstu táknmyndum borgarinnar, hafandi verið starfræktur í nærri hálfa öld og brugðið fyrir í ýmsum kvikmyndum. Kórónuveirufaraldurinn lék veitingastaðinn hins vegar grátt og var honum lokað í mars 2020. Ekki reyndist unnt að opna hann aftur. Var þá ákveðið að flytja hann á ónefndan stað. Veitingastaðurinn var dreginn í burtu í síðustu viku. Það heppnaðist þó ekki betur en svo að veitingastaðurinn sökk í Suður-Kínahafi. Draga átti veitngastaðinn á ótilgreinda staðsetningu.AP Photo/Kin Cheung Eigendur veitingastaðarins segja veitingastaðinn hafa sokkið á um eitt þúsund metra dýpi og því sé ógerlegt að reyna björgunaraðgerðir. Fyrir flutninginn höfðu verkfræðingar skoðað veitingastaðinn og gefið grænt ljós á flutninginn. Á leiðinni versnuðu veðuraðstæður og veitingastaðurinn tók á sig vatn, með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að yfir þrjár milljónir manna hafi snætt á veitingastaðnum á þeirri hálfri öld sem hann var starfræktur. Má þar nefna Elísabet II Bretlandsdrottningu, leikarann Tom Cruise og auðkýfinginn Richard Branson. VIDEO: Hong Kong's Jumbo Floating Restaurant is towed out of the city after years of revitalisation efforts went nowhere pic.twitter.com/q5Ho3VmAkP— AFP News Agency (@AFP) June 14, 2022
Kína Suður-Kínahaf Hong Kong Tímamót Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira