Brýnt að standa gegn kröfum hagsmunaaðila Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júní 2022 11:38 Fundurinn fór fram í Húsi verslunarinnar í gær. Vísir/Vilhelm Á aðalfundi Íslensk-evrópska verslunarráðsins (ÍEV), var skrifað undir ályktun þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að draga úr fríverslun með búvörur. Þá hvetur ráðið stjórnvöld til að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi við Evrópusambandið. Fundurinn fór fram í dag og var Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður endurkjörinn formaður ráðsins. María Bragadóttir kemur ný inn í stjórn félagsins og var Arnar Atlason endurkjörinn meðstjórnandi. ÍEV skora á stjórnvöld til þess að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í fríverslun milli Íslands og ESB, og tryggja enn víðtækari viðskipti með búvörur og sjávarafurðir í viðræðum við ESB. Páll Rúnar M. Kristjánsson var endurkjörinn formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins á fundinum.Aðsend „Mikið er til vinnandi að bæta aðgang íslenskra sjávarafurða að markaði Evrópusambandsins, en vegna hækkandi hlutfalls laxaafurða í útflutningi hefur hlutfall íslenskra sjávarafurða sem ekki bera tolla í ESB lækkað töluvert frá því að EES-samningurinn var gerður,“ segir í ályktun ráðsins. Ráðið telur það brýnt að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að dregið verði úr fríverslun með búvörur samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB. Að sögn ráðsins hefur samningurinn stuðlað að auknu samkeppnisaðhaldi við íslenskan landbúnað, lægra verði og stórauknu vöruúrvali fyrir íslenska neytendur, um leið og hann skapi íslenskum landbúnaði tækifæri til útflutnings. „Íslensk matvöruverslun og íslenskir neytendur geta ekki átt að líða fyrir að landbúnaðurinn hafi ekki gripið þau tækifæri að fullu,“ segir í ályktuninni. Þá hvetur ÍEV íslensk stjórnvöld til að fara í vinnu við að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi og í ESB. Ráðið fullyrðir að upp hafi komið mál þar sem íslensk tollayfirvöld tollflokka vörur, sem fluttar eru inn frá ESB, með öðrum hætti en þær eru tollflokkaðar innan sambandsins. „Þetta býr til augljóst óhagræði, skort á fyrirsjáanleika og hindranir í viðskiptum á milli Íslands og Evrópusambandsins. Að tollflokka vöru með öðrum hætti en gert er á stærsta markaðssvæði íslenskra fyrirtækja getur auk þess búið til skálkaskjól fyrir íslensk stjórnvöld til að fara ekki að skuldbindingum sínum um tollfrjáls viðskipti samkvæmt EES-samningnum eða tvíhliða samningum við ESB.“ Evrópusambandið Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fundurinn fór fram í dag og var Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður endurkjörinn formaður ráðsins. María Bragadóttir kemur ný inn í stjórn félagsins og var Arnar Atlason endurkjörinn meðstjórnandi. ÍEV skora á stjórnvöld til þess að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í fríverslun milli Íslands og ESB, og tryggja enn víðtækari viðskipti með búvörur og sjávarafurðir í viðræðum við ESB. Páll Rúnar M. Kristjánsson var endurkjörinn formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins á fundinum.Aðsend „Mikið er til vinnandi að bæta aðgang íslenskra sjávarafurða að markaði Evrópusambandsins, en vegna hækkandi hlutfalls laxaafurða í útflutningi hefur hlutfall íslenskra sjávarafurða sem ekki bera tolla í ESB lækkað töluvert frá því að EES-samningurinn var gerður,“ segir í ályktun ráðsins. Ráðið telur það brýnt að standa gegn kröfum hagsmunaaðila í landbúnaði um að dregið verði úr fríverslun með búvörur samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB. Að sögn ráðsins hefur samningurinn stuðlað að auknu samkeppnisaðhaldi við íslenskan landbúnað, lægra verði og stórauknu vöruúrvali fyrir íslenska neytendur, um leið og hann skapi íslenskum landbúnaði tækifæri til útflutnings. „Íslensk matvöruverslun og íslenskir neytendur geta ekki átt að líða fyrir að landbúnaðurinn hafi ekki gripið þau tækifæri að fullu,“ segir í ályktuninni. Þá hvetur ÍEV íslensk stjórnvöld til að fara í vinnu við að samræma tollskrá og tollflokkun á Íslandi og í ESB. Ráðið fullyrðir að upp hafi komið mál þar sem íslensk tollayfirvöld tollflokka vörur, sem fluttar eru inn frá ESB, með öðrum hætti en þær eru tollflokkaðar innan sambandsins. „Þetta býr til augljóst óhagræði, skort á fyrirsjáanleika og hindranir í viðskiptum á milli Íslands og Evrópusambandsins. Að tollflokka vöru með öðrum hætti en gert er á stærsta markaðssvæði íslenskra fyrirtækja getur auk þess búið til skálkaskjól fyrir íslensk stjórnvöld til að fara ekki að skuldbindingum sínum um tollfrjáls viðskipti samkvæmt EES-samningnum eða tvíhliða samningum við ESB.“
Evrópusambandið Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira