Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 13:56 Ummerki eftir gróðurelda í Zamora-héraði á norðvestanverðum spáni. Eldarnir eru sagðir þeir umfangsmestu á Spáni í áratugi. Vísir/EPA Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega. Hitinn náði víða nokkuð yfir fjörutíu gráður á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi um helgina. Hann orsakaðist af hitastrók yfir eyðimörkum Norður-Afríku og lágþrýstisvæðis undan vesturströnd Evrópu sem sogaði heitt loft norður yfir meginlandið, að sögn Washington Post. Litla kælingu var að fá úr Miðjarðarhafinu þar sem yfirborðssjór er um fimm gráðum hlýrri en að meðaltali á þessum tíma árs. Bylgjan hófst á Íberíuskaga í síðustu viku en spænskir veðurfræðingar segja að hún sé sú öflugasta svo snemma sumars sem sögur fara af. Þrúgandi hitabylgja hafði þegar leikið Spánverja grátt í maí. Þar hafa geisað skæðir skógareldar, sérstaklega á norðanverðum Spáni. Hámarki var náð um helgina en þá sátu veðurfræðingar sveittir við hitamæla að skrásetja ný met, jafnt mánaðarleg og allsherjarmet. Another historic day of heat in Europe. I can't believe it is only the 19th of June. Unprecedented to witness this level of heat so early in the year.Many June records broken by large margins. Some June national records equaled or broken. pic.twitter.com/cpDySkCxhV— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) June 19, 2022 Í Frakklandi voru á annan tuga meta yfir hæsta hita sem nokkur sinni hefur mælst slegin, þar á meðal í Biarritz á suðvesturströndinni þar sem hitinn mældist 42,9°C. Í Pissos fór hitinn í 43,4°C, aðeins 0,1 gráðu frá hæsta hita sem þar hefur mælst. Til viðbótar voru að minnsta kosti tvö hundruð mánaðarmet slegin í Frakklandi um helgina. Í borginni San Sebastián (Donostia) Spánarmegin í Baskalandi fór hitinn í 43,9°C á laugardag, mun heitara en fyrra met. Sunnudagurinn var heitasti dagurinn í Þýskalandi og nágrannaríkjunum. Í Cottbus, suðaustur af Berlín, sýndi hitamælirinn 39,2°C. Hann hafði aldrei farið svo hátt þar frá því að mælingar hófust. Í Póllandi var nýtt hitamet fyrir júní slegið þegar hitinn náði 38,3°C í Slubice. Mánaðarmet var einnig set í Tékklandi, 39 gráður í Husinec. An intense, early heatwave is baking western Europe, with temperatures in many places topping 40°C on Saturday 18 June. This maps shows the land surface temperature of countries in Western Europe and Algeria https://t.co/BAAvQ2kP9B pic.twitter.com/bpaWDSfZjn— ESA EarthObservation (@ESA_EO) June 21, 2022 Greining á hitabylgjunni nú liggja enn ekki fyrir en í fyrri bylgjum hafa vísindamenn séð skýr merki þess að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi gert þær margfalt líklegri en ella. Nú þegar hefur hlýnað um 1,1 gráður á jörðinni borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa sem rekja má til stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Spánn Frakkland Veður Tengdar fréttir Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. 18. júní 2022 14:31 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Hitinn náði víða nokkuð yfir fjörutíu gráður á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi um helgina. Hann orsakaðist af hitastrók yfir eyðimörkum Norður-Afríku og lágþrýstisvæðis undan vesturströnd Evrópu sem sogaði heitt loft norður yfir meginlandið, að sögn Washington Post. Litla kælingu var að fá úr Miðjarðarhafinu þar sem yfirborðssjór er um fimm gráðum hlýrri en að meðaltali á þessum tíma árs. Bylgjan hófst á Íberíuskaga í síðustu viku en spænskir veðurfræðingar segja að hún sé sú öflugasta svo snemma sumars sem sögur fara af. Þrúgandi hitabylgja hafði þegar leikið Spánverja grátt í maí. Þar hafa geisað skæðir skógareldar, sérstaklega á norðanverðum Spáni. Hámarki var náð um helgina en þá sátu veðurfræðingar sveittir við hitamæla að skrásetja ný met, jafnt mánaðarleg og allsherjarmet. Another historic day of heat in Europe. I can't believe it is only the 19th of June. Unprecedented to witness this level of heat so early in the year.Many June records broken by large margins. Some June national records equaled or broken. pic.twitter.com/cpDySkCxhV— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) June 19, 2022 Í Frakklandi voru á annan tuga meta yfir hæsta hita sem nokkur sinni hefur mælst slegin, þar á meðal í Biarritz á suðvesturströndinni þar sem hitinn mældist 42,9°C. Í Pissos fór hitinn í 43,4°C, aðeins 0,1 gráðu frá hæsta hita sem þar hefur mælst. Til viðbótar voru að minnsta kosti tvö hundruð mánaðarmet slegin í Frakklandi um helgina. Í borginni San Sebastián (Donostia) Spánarmegin í Baskalandi fór hitinn í 43,9°C á laugardag, mun heitara en fyrra met. Sunnudagurinn var heitasti dagurinn í Þýskalandi og nágrannaríkjunum. Í Cottbus, suðaustur af Berlín, sýndi hitamælirinn 39,2°C. Hann hafði aldrei farið svo hátt þar frá því að mælingar hófust. Í Póllandi var nýtt hitamet fyrir júní slegið þegar hitinn náði 38,3°C í Slubice. Mánaðarmet var einnig set í Tékklandi, 39 gráður í Husinec. An intense, early heatwave is baking western Europe, with temperatures in many places topping 40°C on Saturday 18 June. This maps shows the land surface temperature of countries in Western Europe and Algeria https://t.co/BAAvQ2kP9B pic.twitter.com/bpaWDSfZjn— ESA EarthObservation (@ESA_EO) June 21, 2022 Greining á hitabylgjunni nú liggja enn ekki fyrir en í fyrri bylgjum hafa vísindamenn séð skýr merki þess að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi gert þær margfalt líklegri en ella. Nú þegar hefur hlýnað um 1,1 gráður á jörðinni borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa sem rekja má til stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Spánn Frakkland Veður Tengdar fréttir Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. 18. júní 2022 14:31 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. 18. júní 2022 14:31