Árni var mikið í fréttum undanfarin ár en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2017 fyrir tilraun til manndráps. Hann var svo sýknaður í Landsrétti í mars á síðasta ári og var skaðabótamál í undirbúningi vegna máls hans.
Árni var sakaður um að hafa stungið annan mann með hnífi í höfuðið í átökum á milli þeirra í Leifasjoppu í Breiðholti í Reykjavík í mars 2017, en maðurinn fékk gat í höfuðkúpuna.
Hjalti Úrsus Árnason, faðir Árna, sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni að Árni hefði aldrei fengið neina afsökunarbeiðni eftir niðurstöðu dómsmáls hans í Landsrétti og það hafi alltaf legið þungt á honum.
Hægt verður að fylgjast með útförinni í spilaranum að neðan.