Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. júní 2022 23:52 Farþegar Icelandair hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli. „Tengdapabbi minn var að bjóða allri stórfjölskyldunni í þetta frí, við erum alveg tíu eða ellefu saman,“ segir Ásgeir Stefánsson, einn farþega úr fluginu. Ásgeir segir engan hafa fengið töskurnar sínar. „Við höfum engar fréttir enn þá fengið hvar töskurnar eru niður komnar eða hvenær við fáum þær.“ „Það er náttúrulega enginn með sundföt eða snyrtivörur eða neitt þannig við bara fórum og keyptum okkur helstu nauðsynjar og vonum bara að okkar ferðatryggingar eða Icelandair borgi okkur einhvern hluta af skaðanum af því við náttúrulega viljum ekki að þetta eyðileggi fríið,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir alla hafa verið þreytta og pirraða en vonar að þau geti nú farið að njóta eftir að hafa keypt sér helstu nauðsynjar. Hópurinn keypti föt til skiptanna í Primark.Aðsent Það er þó ekki einungis fatnaður eða snyrtivörur sem fjölskyldan saknar. „Við lásum einhvers staðar að það væri ekki æskilegt að hafa mikið af lyfjum í handfarangri og að nálar væru ekki leyfðar en þetta kennir manni að vera við öllu viðbúinn og taka allt með í vélina sem þarf að nota. Sonur okkar er með slæmt exem og getur fengið slæm kláðaköst og er bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Maður er ekki viss hvað má taka með sér og hvað ekki en lærir af þessu.“ Smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita „Maður var sjálfur búinn að vera að sjá fréttir á erlendum fréttamiðlum að ástandið á Schiphol væri slæmt, væru einhver verkföll og það væri farangur að hlaðast upp og svona vesen sko, þess vegna er maður smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita að ástandið væri svona.“ Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ „Við höfum ekki fengið neinn tölvupóst eða hringingu frá Icelandair.“ Holland Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
„Tengdapabbi minn var að bjóða allri stórfjölskyldunni í þetta frí, við erum alveg tíu eða ellefu saman,“ segir Ásgeir Stefánsson, einn farþega úr fluginu. Ásgeir segir engan hafa fengið töskurnar sínar. „Við höfum engar fréttir enn þá fengið hvar töskurnar eru niður komnar eða hvenær við fáum þær.“ „Það er náttúrulega enginn með sundföt eða snyrtivörur eða neitt þannig við bara fórum og keyptum okkur helstu nauðsynjar og vonum bara að okkar ferðatryggingar eða Icelandair borgi okkur einhvern hluta af skaðanum af því við náttúrulega viljum ekki að þetta eyðileggi fríið,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir alla hafa verið þreytta og pirraða en vonar að þau geti nú farið að njóta eftir að hafa keypt sér helstu nauðsynjar. Hópurinn keypti föt til skiptanna í Primark.Aðsent Það er þó ekki einungis fatnaður eða snyrtivörur sem fjölskyldan saknar. „Við lásum einhvers staðar að það væri ekki æskilegt að hafa mikið af lyfjum í handfarangri og að nálar væru ekki leyfðar en þetta kennir manni að vera við öllu viðbúinn og taka allt með í vélina sem þarf að nota. Sonur okkar er með slæmt exem og getur fengið slæm kláðaköst og er bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Maður er ekki viss hvað má taka með sér og hvað ekki en lærir af þessu.“ Smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita „Maður var sjálfur búinn að vera að sjá fréttir á erlendum fréttamiðlum að ástandið á Schiphol væri slæmt, væru einhver verkföll og það væri farangur að hlaðast upp og svona vesen sko, þess vegna er maður smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita að ástandið væri svona.“ Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ „Við höfum ekki fengið neinn tölvupóst eða hringingu frá Icelandair.“
Holland Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira