Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Kjartan Kjartansson, Atli Ísleifsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 12:36 Sérsveitarmaður miðar byssu sinni við Miðvang í Hafnarfirði. FJölmennt lið sérsveitarmanna var á vettvangi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. Umsátrið hófst eftir að tilkynning barst um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Íbúi í blokk við Miðvang 41 var grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl á bílastæði gegnt leikskólanum Víðivöllum. Lögreglan segir nú að maðurinn hafi skotið á tvo bíla. Fjölmennt lið sérsveitarmanna var sent á staðinn ásamt dróna og vélmenni sem var notað við aðgerð lögreglu. Lögreglumenn voru í símasambandi við manninn frá því um átta leytið en í millitíðinni var íbúum í blokkinni og nærliggjandi húsum bannað að yfirgefa heimili sín. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi sjálfviljugur gefið sig fram um klukkan 12:20. „Samningaviðræðurnar tókust. Hann var handtekinn í framhaldinu og er verið að flytja hann á lögreglustöð.“ Skúli segir að nú taki við rannsóknarvinna á vettvangi. „Búið er að taka lokunina af hérna í Miðvanginum og vettvangsvinna að hefjast.“ Hann segir að aðgerðin hafi í tekist vel. „Þetta tekur sinn tíma, svona samningaviðræður. Maður er bara guðslifandi feginn að enginn hafi slasast í þessu útkalli.“ Ekki er vitað til þess að nokkur tengsl séu á milli byssumannsins og bílsins sem hann skaut á. Fréttin hefur verið uppfærð.
Umsátrið hófst eftir að tilkynning barst um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Íbúi í blokk við Miðvang 41 var grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl á bílastæði gegnt leikskólanum Víðivöllum. Lögreglan segir nú að maðurinn hafi skotið á tvo bíla. Fjölmennt lið sérsveitarmanna var sent á staðinn ásamt dróna og vélmenni sem var notað við aðgerð lögreglu. Lögreglumenn voru í símasambandi við manninn frá því um átta leytið en í millitíðinni var íbúum í blokkinni og nærliggjandi húsum bannað að yfirgefa heimili sín. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi sjálfviljugur gefið sig fram um klukkan 12:20. „Samningaviðræðurnar tókust. Hann var handtekinn í framhaldinu og er verið að flytja hann á lögreglustöð.“ Skúli segir að nú taki við rannsóknarvinna á vettvangi. „Búið er að taka lokunina af hérna í Miðvanginum og vettvangsvinna að hefjast.“ Hann segir að aðgerðin hafi í tekist vel. „Þetta tekur sinn tíma, svona samningaviðræður. Maður er bara guðslifandi feginn að enginn hafi slasast í þessu útkalli.“ Ekki er vitað til þess að nokkur tengsl séu á milli byssumannsins og bílsins sem hann skaut á. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira