„Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 14:35 Íris Guðnadóttir er einn landeigenda við Reynisfjöru. Vísir/Vilhelm/Einar Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir það hafa komið skýrt fram á fundinum í gær að það hafi komið skýrt fram að það væri vilji allra hlutaðeigandi að bæta öryggi í fjörunni. „Ég var með stutt erindi og lagði áherslu á þá skoðun mína að aðgerðaleysi væri ekki valkostur, við þyrftum að koma okkur saman um aðgerðir. Það var vel tekið undir það,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segir hún að landeigendur við Reynisfjöru beri ekki ábyrgð fólkinu sem sækir fjörunu en þeir beiri hins vegar ábyrgð á umhverfinu og náttúrunni og að gera aðkomu að fjörunni sem besta. Það feli í sér að þeir þurfi að byggja upp innviði á svæðinu, koma upp bílastæðum, klósettum, lýsingu, merkingum, göngustígum, ruslatunnum og veita fræðslu. Eðlilegt að rukkað verði fyrir þjónustu Íris segir að landeigendur við Reynisfjöru hafi aldrei notið arðs eða hlunninda af gestum sem koma í Reynisfjöru, því sé eðlilegt að aðstöðugjald verði tekið fyrir innviðauppbyggingu. Hún segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum í gær sem snúa að tæknilegri útfærslu á uppbyggingu innviða eða hvernig hún verður fjármögnuð. „En það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa,“ segir Írís. Aðgerðir hefjast fyrir 30. september Komist var að þeirri niðurstöðu í gær að tímasettri aðgerðaáætlun verði skilað til Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, fyrir 30. september. Íris segir þó að aðgerðir hefjist á allra næstu dögum. Strax á föstudag verður haldinn fundur hlutaðeigandi þar sem farið verður yfir fyrstu skref. Auk innviðauppbyggingar vilja landeigendur að skoðað verði hvort gæslumenn geti verið á svæðinu þegar aðstæður eru sérlega viðsjárverðar. Þannig vilja þeir að viðvörunarkerfi verði komið upp sem byggt verður á sjávarfallaspá Veðurstofu Íslands og upplýsingum úr myndavélum sem komið verður upp á svæðinu. Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir það hafa komið skýrt fram á fundinum í gær að það hafi komið skýrt fram að það væri vilji allra hlutaðeigandi að bæta öryggi í fjörunni. „Ég var með stutt erindi og lagði áherslu á þá skoðun mína að aðgerðaleysi væri ekki valkostur, við þyrftum að koma okkur saman um aðgerðir. Það var vel tekið undir það,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segir hún að landeigendur við Reynisfjöru beri ekki ábyrgð fólkinu sem sækir fjörunu en þeir beiri hins vegar ábyrgð á umhverfinu og náttúrunni og að gera aðkomu að fjörunni sem besta. Það feli í sér að þeir þurfi að byggja upp innviði á svæðinu, koma upp bílastæðum, klósettum, lýsingu, merkingum, göngustígum, ruslatunnum og veita fræðslu. Eðlilegt að rukkað verði fyrir þjónustu Íris segir að landeigendur við Reynisfjöru hafi aldrei notið arðs eða hlunninda af gestum sem koma í Reynisfjöru, því sé eðlilegt að aðstöðugjald verði tekið fyrir innviðauppbyggingu. Hún segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum í gær sem snúa að tæknilegri útfærslu á uppbyggingu innviða eða hvernig hún verður fjármögnuð. „En það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa,“ segir Írís. Aðgerðir hefjast fyrir 30. september Komist var að þeirri niðurstöðu í gær að tímasettri aðgerðaáætlun verði skilað til Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, fyrir 30. september. Íris segir þó að aðgerðir hefjist á allra næstu dögum. Strax á föstudag verður haldinn fundur hlutaðeigandi þar sem farið verður yfir fyrstu skref. Auk innviðauppbyggingar vilja landeigendur að skoðað verði hvort gæslumenn geti verið á svæðinu þegar aðstæður eru sérlega viðsjárverðar. Þannig vilja þeir að viðvörunarkerfi verði komið upp sem byggt verður á sjávarfallaspá Veðurstofu Íslands og upplýsingum úr myndavélum sem komið verður upp á svæðinu.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00
„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47