Vopnaðir sérsveitarmenn sátu um blokk að Miðvangi 41 í norðurbæ Hafnarfjarðar í tæpa fjóra tíma í morgun eftir að tilkynning barst um að maður hefði skotið á bíla á milli blokkarinnar og leikskólans Víðivalla á áttunda tímanum.
Maðurinn gafst upp og var handtekinn um 12:20 í dag. Ríkisútvarpið hefur eftir Margeiri Sveinssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að skotárásin verði rannsökuð sem tilraun til manndráps í ljósi þess að maður var inni í annarri bifreiðinni.
Sá sem var inni í bílnum þegar byssukúlurnar hæfðu hann er ómeiddur. Þegar fréttastofa ræddi við hann í dag vildi hann ekki koma í viðtal en sagðist vera brugðið.