„Ég var mjög hrædd og óttaslegin“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 15:45 Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41, var mjög óttaslegin þegar hún sá hvað var um að vera á bílastæðinu fyrir framan blokkina. Vísir/Ívar Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu. Berglind sem býr á áttundu hæð á Miðvangi 41, blokkinni við bílastæðið þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, var enn skjálfandi þegar fréttamaður náði tali af henni skömmu eftir að búið var að handtaka skotmanninn. Berglind sagði í viðtalinu hafa fengið hringingu frá syni sínum í morgun þegar hann var á leið í vinnuna. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann tjáði henni að sérsveitin væri mætt fyrir utan blokkina hennar. Þegar hún fór svo út á svalir sá hún alla bílana fyrir utan og skildi ekkert hvað var að gerast. „Ég var mjög hrædd og óttaslegin,“ sagði hún aðspurð hvernig henni hefði liðið í morgun. „Og er enn skjálfandi af hræðslu af því maður veit ekkert. Maður verður svo rosalega óöruggur. Og fær ekkert að vita neitt.“ Skortur á upplýsingum Berglind fékk engar upplýsingar um hvað væri í gangi frá lögreglumönnunum sem voru á stigaganginum í blokkinni. Hún uppgötvaði ekki hvað væri að gerast fyrr en hún kveikti á útvarpinu. Þar að auki fór hún reglulega út í glugga til að athuga hvað væri í gangi en þorði ekki að fara niður til að kanna málið. „Klukkan rúmlega tíu fer ég til að athuga hvort ég megi fara út af því ég ætlaði að fara að líta á foreldra mína,“ segir Berglind. En þá var henni meinað að fara út og var sagt að fara aftur upp. Henni var samt ekkert sagt hvað væri um að vera og fannst óþægilegt að fá ekkert að vita nema að heyra það í útvarpinu. „Og ég vissi ekkert og fékk engar upplýsingar um hvað væri um að vera nema að kveikja á útvarpinu.“ Hún fylgdist grannt með út um gluggann og af svölunum og sá þegar lögreglan handtók manninn. Sjálf sagðist hún ekkert vita hvaða maður þetta væri. Skotárás við Miðvang Lögreglumál Hafnarfjörður Skotvopn Tengdar fréttir Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53 Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Berglind sem býr á áttundu hæð á Miðvangi 41, blokkinni við bílastæðið þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, var enn skjálfandi þegar fréttamaður náði tali af henni skömmu eftir að búið var að handtaka skotmanninn. Berglind sagði í viðtalinu hafa fengið hringingu frá syni sínum í morgun þegar hann var á leið í vinnuna. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann tjáði henni að sérsveitin væri mætt fyrir utan blokkina hennar. Þegar hún fór svo út á svalir sá hún alla bílana fyrir utan og skildi ekkert hvað var að gerast. „Ég var mjög hrædd og óttaslegin,“ sagði hún aðspurð hvernig henni hefði liðið í morgun. „Og er enn skjálfandi af hræðslu af því maður veit ekkert. Maður verður svo rosalega óöruggur. Og fær ekkert að vita neitt.“ Skortur á upplýsingum Berglind fékk engar upplýsingar um hvað væri í gangi frá lögreglumönnunum sem voru á stigaganginum í blokkinni. Hún uppgötvaði ekki hvað væri að gerast fyrr en hún kveikti á útvarpinu. Þar að auki fór hún reglulega út í glugga til að athuga hvað væri í gangi en þorði ekki að fara niður til að kanna málið. „Klukkan rúmlega tíu fer ég til að athuga hvort ég megi fara út af því ég ætlaði að fara að líta á foreldra mína,“ segir Berglind. En þá var henni meinað að fara út og var sagt að fara aftur upp. Henni var samt ekkert sagt hvað væri um að vera og fannst óþægilegt að fá ekkert að vita nema að heyra það í útvarpinu. „Og ég vissi ekkert og fékk engar upplýsingar um hvað væri um að vera nema að kveikja á útvarpinu.“ Hún fylgdist grannt með út um gluggann og af svölunum og sá þegar lögreglan handtók manninn. Sjálf sagðist hún ekkert vita hvaða maður þetta væri.
Skotárás við Miðvang Lögreglumál Hafnarfjörður Skotvopn Tengdar fréttir Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53 Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25
Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53
Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36