„Ég var mjög hrædd og óttaslegin“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 15:45 Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41, var mjög óttaslegin þegar hún sá hvað var um að vera á bílastæðinu fyrir framan blokkina. Vísir/Ívar Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu. Berglind sem býr á áttundu hæð á Miðvangi 41, blokkinni við bílastæðið þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, var enn skjálfandi þegar fréttamaður náði tali af henni skömmu eftir að búið var að handtaka skotmanninn. Berglind sagði í viðtalinu hafa fengið hringingu frá syni sínum í morgun þegar hann var á leið í vinnuna. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann tjáði henni að sérsveitin væri mætt fyrir utan blokkina hennar. Þegar hún fór svo út á svalir sá hún alla bílana fyrir utan og skildi ekkert hvað var að gerast. „Ég var mjög hrædd og óttaslegin,“ sagði hún aðspurð hvernig henni hefði liðið í morgun. „Og er enn skjálfandi af hræðslu af því maður veit ekkert. Maður verður svo rosalega óöruggur. Og fær ekkert að vita neitt.“ Skortur á upplýsingum Berglind fékk engar upplýsingar um hvað væri í gangi frá lögreglumönnunum sem voru á stigaganginum í blokkinni. Hún uppgötvaði ekki hvað væri að gerast fyrr en hún kveikti á útvarpinu. Þar að auki fór hún reglulega út í glugga til að athuga hvað væri í gangi en þorði ekki að fara niður til að kanna málið. „Klukkan rúmlega tíu fer ég til að athuga hvort ég megi fara út af því ég ætlaði að fara að líta á foreldra mína,“ segir Berglind. En þá var henni meinað að fara út og var sagt að fara aftur upp. Henni var samt ekkert sagt hvað væri um að vera og fannst óþægilegt að fá ekkert að vita nema að heyra það í útvarpinu. „Og ég vissi ekkert og fékk engar upplýsingar um hvað væri um að vera nema að kveikja á útvarpinu.“ Hún fylgdist grannt með út um gluggann og af svölunum og sá þegar lögreglan handtók manninn. Sjálf sagðist hún ekkert vita hvaða maður þetta væri. Skotárás við Miðvang Lögreglumál Hafnarfjörður Skotvopn Tengdar fréttir Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53 Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Berglind sem býr á áttundu hæð á Miðvangi 41, blokkinni við bílastæðið þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, var enn skjálfandi þegar fréttamaður náði tali af henni skömmu eftir að búið var að handtaka skotmanninn. Berglind sagði í viðtalinu hafa fengið hringingu frá syni sínum í morgun þegar hann var á leið í vinnuna. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann tjáði henni að sérsveitin væri mætt fyrir utan blokkina hennar. Þegar hún fór svo út á svalir sá hún alla bílana fyrir utan og skildi ekkert hvað var að gerast. „Ég var mjög hrædd og óttaslegin,“ sagði hún aðspurð hvernig henni hefði liðið í morgun. „Og er enn skjálfandi af hræðslu af því maður veit ekkert. Maður verður svo rosalega óöruggur. Og fær ekkert að vita neitt.“ Skortur á upplýsingum Berglind fékk engar upplýsingar um hvað væri í gangi frá lögreglumönnunum sem voru á stigaganginum í blokkinni. Hún uppgötvaði ekki hvað væri að gerast fyrr en hún kveikti á útvarpinu. Þar að auki fór hún reglulega út í glugga til að athuga hvað væri í gangi en þorði ekki að fara niður til að kanna málið. „Klukkan rúmlega tíu fer ég til að athuga hvort ég megi fara út af því ég ætlaði að fara að líta á foreldra mína,“ segir Berglind. En þá var henni meinað að fara út og var sagt að fara aftur upp. Henni var samt ekkert sagt hvað væri um að vera og fannst óþægilegt að fá ekkert að vita nema að heyra það í útvarpinu. „Og ég vissi ekkert og fékk engar upplýsingar um hvað væri um að vera nema að kveikja á útvarpinu.“ Hún fylgdist grannt með út um gluggann og af svölunum og sá þegar lögreglan handtók manninn. Sjálf sagðist hún ekkert vita hvaða maður þetta væri.
Skotárás við Miðvang Lögreglumál Hafnarfjörður Skotvopn Tengdar fréttir Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25 Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53 Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Var með barnið í bílnum þegar skotið var á hann Faðir og sex ára gamall sonur hans voru í öðrum bílanna sem skotið var á við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Lögreglan rannsakar skothríð sjötugs karlmanns á bílana sem tilraun til manndráps. 22. júní 2022 15:25
Maður í bílnum sem skotið var á Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann. 22. júní 2022 14:53
Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi. 22. júní 2022 12:36