Þjálfari bjargaði lífi sundkonu eftir að hún féll í yfirlið og sökk til botns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2022 10:31 Anita Alvarez var hætt komin á heimsmeistaramótinu í fimmtíu metra laug í Búdapest í gær. getty/Dean Mouhtaropoulos Þjálfari bandarísku sundkonunnar Anitu Alvarez bjargaði henni frá drukknun á heimsmeistaramótinu í fimmtíu metra laug í Búdapest í gær. Eftir að hafa lokið sér af í úrslitum í frjálsum æfingum leið yfir hina 25 ára Alvarez og hún sökk til botns í lauginni. Þjálfari hennar, Andrea Fuentes, var fljót að hugsa, stakk sér ofan í laugina fullklædd og bjargaði Alvarez. Hún var í kjölfarið flutt burt á börum. Fuentes greindi seinna frá því að líðan Alvarez væri góð. „Anita er í lagi. Læknarnir könnuðu lífsmarkið og allt er í fínu lagi, hjartslátturinn, súrefnismagn, blóðþrýstingurinn og svo framvegis,“ sagði Fuentes. Hún sagðist hafa tekið til sinna ráða því sundlaugarverðirnir hafi ekki verið á tánum. Alvarez var flutt á sjúkrahús eftir að það leið yfir hana.getty/Dean Mouhtaropoulos „Mér leið eins og þetta hefði verið klukkutími. Ég sagði að eitthvað væri ekki í lagi. Ég öskraði á verðina að stökkva ofan í laugina en þeir náðu ekki því sem ég sagði eða skildu það ekki. Hún andaði ekki. Ég brást eins hratt við og ég gat, eins og þetta væru úrslit á Ólympíuleikunum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fuentes kemur Alvarez til bjargar. Á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra leið einnig yfir Alvarez og Fuentes þurfti að bjarga henni. Alvarez, sem hefur unnið til fernra verðlauna á Ólympíuleikum, fékk 87.6333 í einkunn fyrir æfingar sínar í gær og lenti í 7. sæti. Sund Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
Eftir að hafa lokið sér af í úrslitum í frjálsum æfingum leið yfir hina 25 ára Alvarez og hún sökk til botns í lauginni. Þjálfari hennar, Andrea Fuentes, var fljót að hugsa, stakk sér ofan í laugina fullklædd og bjargaði Alvarez. Hún var í kjölfarið flutt burt á börum. Fuentes greindi seinna frá því að líðan Alvarez væri góð. „Anita er í lagi. Læknarnir könnuðu lífsmarkið og allt er í fínu lagi, hjartslátturinn, súrefnismagn, blóðþrýstingurinn og svo framvegis,“ sagði Fuentes. Hún sagðist hafa tekið til sinna ráða því sundlaugarverðirnir hafi ekki verið á tánum. Alvarez var flutt á sjúkrahús eftir að það leið yfir hana.getty/Dean Mouhtaropoulos „Mér leið eins og þetta hefði verið klukkutími. Ég sagði að eitthvað væri ekki í lagi. Ég öskraði á verðina að stökkva ofan í laugina en þeir náðu ekki því sem ég sagði eða skildu það ekki. Hún andaði ekki. Ég brást eins hratt við og ég gat, eins og þetta væru úrslit á Ólympíuleikunum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fuentes kemur Alvarez til bjargar. Á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra leið einnig yfir Alvarez og Fuentes þurfti að bjarga henni. Alvarez, sem hefur unnið til fernra verðlauna á Ólympíuleikum, fékk 87.6333 í einkunn fyrir æfingar sínar í gær og lenti í 7. sæti.
Sund Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira