Alþingi tekur höfuðið upp úr sandinum Ólafur Stephensen skrifar 23. júní 2022 10:00 Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að heimila brugghúsum smásölu áfengis á framleiðslustað var samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þótt breytingin sé lítil markar hún nokkur tímamót, því að í fyrsta sinn heimilar löggjafinn að einkaaðilar hafi smásölu áfengis með höndum. Samþykkt frumvarpsins og meðferð þess á Alþingi gerir frekari breytingar á áfengislöggjöfinni óhjákvæmilegar. Félag atvinnurekenda hefur um árabil goldið varhug við því að breyta áfengismarkaðnum í smáskrefum og talað fyrir því að lögin um sölu og markaðssetningu áfengis verði tekin til heildarendurskoðunar, með viðskiptafrelsi að markmiði. Ekki verður betur séð en að þau sjónarmið eigi nú meira fylgi að fagna á Alþingi en oftast áður. Lögin búa til nýja mismunun FA taldi frumvarp dómsmálaráðherra ganga alltof skammt eins og það var lagt fram og búa til nýja mismunun og samkeppnishindranir. FA lagði því annars vegar til að heimildin til sölu á framleiðslustað næði til allra framleiðenda áfengis, ekki eingöngu þeirra sem brugguðu bjór og ekki bara þeirra sem framleiddu undir 500 þúsund lítrum á ári. Alþingi kom til móts við þá tillögu að hluta til; smáframleiðendur sterks áfengis fengu líka heimild til sölu á framleiðslustað. Hins vegar stendur það eftir að bæði í tilviki framleiðenda sterks áfengis og bjórs þýða stærðarmörk frumvarpsins að nokkrum framleiðendum er meinað að selja vöru sína á framleiðslustað, þar af a.m.k. tveimur á landsbyggðinni, en yfirlýst markmið frumvarpsins var að efla þá ferðaþjónustu sem byggzt hefur upp úti um land í kringum brugghúsin. Hins vegar benti FA þinginu á að það stæðist trauðla EES-samninginn að veita innlendum framleiðendum þannig smásöluheimild án þess að framleiðendur í öðrum ríkjum EES fengju sömu tækifæri til að koma vöru sinni á framfæri við neytendur. Slíkt var t.d. gert í Finnlandi þegar löggjafinn heimilaði brugghúsum að selja vörur sínar á framleiðslustað og leyfði um leið sölu sterks bjórs í verzlunum. Líklegt verður að telja að evrópskir framleiðendur bæði bjórs og sterks áfengis láti á þennan þátt löggjafarinnar reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Íslenzka ríkið gæti komizt upp með þessa mismunun í einhver ár, en varla til lengdar. Það gefur strax tilefni til mun víðtækari endurskoðunar á áfengislöggjöfinni. Loksins léð máls á heildarendurskoðun FA hefur ítrekað bent á að áfengislöggjöfin í heild sinni sé úrelt, taki ekki mið af tækniþróun og breyttum viðskiptaháttum og búi til óvissu og skort á fyrirsjáanleika í viðskiptum. Ákvæði hennar um einkarétt ríkisins á smásölu eru vægast sagt orðin götótt þegar stór hluti neytenda kaupir áfengi í gegnum netverzlanir, beint af framleiðendum, í gegnum smakkklúbba eða jafnvel af vegasjoppum og matvöruverzlunum með veitingaleyfi. Þá er bann löggjafarinnar við áfengisauglýsingum orðið marklaust og hlægilegt. Áfengisauglýsingar eru alls staðar í miðlaumhverfi íslenzkra neytenda; á samfélagsmiðlum og vefsíðum, í útsendingum íslenzkra fjölmiðla frá viðburðum erlendis, í erlendum blöðum og tímaritum. Þeir sem tapa á banni laganna eru einkum innlendir framleiðendur, innlendir fjölmiðlar og innlend markaðs- og auglýsingafyrirtæki. Alþingi hefur ekki haft kjark til að taka á áfengislöggjöfinni í heild sinni, en sú umfjöllun sem frumvarp dómsmálaráðherra fékk á þingi bendir til að það sé að breytast. Í áliti meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar, sem samanstendur af fulltrúum stjórnarflokkanna, auk Samfylkingar og Pírata, er vísað til sjónarmiða FA og fleiri um að mikilvægt sé að fram fari heildstæð endurskoðun á áfengislöggjöfinni í ljósi þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í samfélaginu með hliðsjón af aukinni alþjóðavæðingu, tækniframförum og á grundvelli EES-samstarfsins, svo eitthvað sé nefnt. „Nefndin er jafnframt sammála því að það sé tilefni til að endurskoða áfengislögin á grundvelli heildstæðrar stefnumótunar í málaflokknum,“ segir svo í nefndarálitinu. Auglýsingabann þjónar ekki tilgangi Í umfjöllun um annað mál á nýafstöðnu þingi, lagafrumvarp um rafrettur og nikótínvörur, komu fram athyglisverð sjónarmið varðandi auglýsingabann. Í áliti meirihluta velferðarnefndar, sem er auk stjórnarflokkanna skipaður fulltrúum Samfylkingarinnar og Flokks fólksins, segir að nefndin telji að ákvæði frumvarpsins um bann við hvers konar auglýsingum á nikótínvörum þjóni „vart tilgangi sínum lengur þar sem slíkar auglýsingar eiga eftir að berast Íslendingum í erlendum miðlum, hvort sem er í gegnum erlenda hljóð- og myndmiðla, erlenda vefi og samfélagsmiðla eða erlend blöð og tímarit.“ Nefndin lagði þó ekki til að bannið yrði tekið úr frumvarpinu, heldur hélt áfram: „Að því sögðu beinir meiri hlutinn því til ráðuneytisins að ráðist verði í heildarendurskoðun á reglum um auglýsingar er snerta nikótín-, tóbaks- og áfengisvörur hér á landi svo að heildarumgjörð og markmið laga sem um slík bönn gilda nái tilgangi sínum.“ Það er óneitanlega ný staða að fulltrúar drjúgs meirihluta Alþingis skuli annars vegar reiðubúnir að horfast í augu við að bann við auglýsingum á vörum, sem auglýstar eru með löglegum hætti í nágrannalöndunum, þjóni ekki tilgangi sínum og viðurkenni hins vegar að heildarendurskoðunar á áfengislögunum sé þörf. Það gefur vonandi fyrirheit um að þingið mæti tillögum um víðtæka endurskoðun áfengislöggjafarinnar með jákvæðara hugarfari og meiri kjarki en hingað til. Nýtt frumvarp í haust Þegar frumvarp dómsmálaráðherra hafði verið samþykkt, kvaddi hann sér hljóðs og fagnaði því hversu mikil samstaða hefði orðið um breytingarnar í þinginu, en frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust. „Það gefur auðvitað væntingar til þess að það sé orðið ljóst að það er orðið tímabært að endurskoða þá löggjöf sem við búum við í þessum málum. Hún stenst enga tímans tönn og þær breytingar sem hafa orðið í okkar samfélagi og í kringum okkur gera kröfu til þingsins um að axla þá ábyrgð að innleiða hér breytingar í takt við nýja tíma,“ sagði Jón Gunnarsson. Í viðtali við Viðskiptablaðið eftir samþykkt frumvarpsins sagði Jón að hann hygðist leggja fram nýtt frumvarp til breytinga á áfengislögum í haust, meðal annars til að eyða réttaróvissu um lögmæti netverzlana með áfengi. Hann vísaði jafnframt til þeirrar vinnu sem í gangi er í dómsmálaráðuneytinu til að skoða hvort bæði einkaréttur ríkisins á smásölu áfengis og auglýsingabannið standist Evrópulöggjöfina. „Við þurfum að kafa ofan í þetta og leggja svo fram frumvarp sem tekur á þessum málum,“ segir ráðherrann. Öll rök hníga að því að það frumvarp innihaldi ekki bara breytingar varðandi netverzlanir, heldur leyfi einkaaðilum með skýrum hætti hvers konar smásölu áfengis og heimili áfengisauglýsingar, að uppfylltum ströngum skilyrðum eins og t.d. þeim sem gilda í Svíþjóð. Þessum breytingum þarf að fylgja breyting á innheimtu áfengisgjalds, en núverandi fyrirkomulag tekur mið af hinu gamla einokunarfyrirkomulagi. Út frá lýðheilsusjónarmiðum, sem oft er haldið á lofti sem röksemdum gegn breytingum á áfengislöggjöfinni, hlýtur að vera betra að setja reglur um starfsemi sem fram fer óáreitt fyrir allra augum þótt hún sé í orði kveðnu bönnuð (eins og netverzlun með áfengi og áfengisauglýsingar) heldur en að stinga hausnum á bólakaf í sandinn og láta eins og gjörbreytt umhverfi á áfengismarkaðnum sé ekki til. Breytingarnar verða ekki umflúnar og það er gott að stjórnmálamenn séu farnir að draga höfuðið upp úr sandinum og horfast í augu við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að heimila brugghúsum smásölu áfengis á framleiðslustað var samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þótt breytingin sé lítil markar hún nokkur tímamót, því að í fyrsta sinn heimilar löggjafinn að einkaaðilar hafi smásölu áfengis með höndum. Samþykkt frumvarpsins og meðferð þess á Alþingi gerir frekari breytingar á áfengislöggjöfinni óhjákvæmilegar. Félag atvinnurekenda hefur um árabil goldið varhug við því að breyta áfengismarkaðnum í smáskrefum og talað fyrir því að lögin um sölu og markaðssetningu áfengis verði tekin til heildarendurskoðunar, með viðskiptafrelsi að markmiði. Ekki verður betur séð en að þau sjónarmið eigi nú meira fylgi að fagna á Alþingi en oftast áður. Lögin búa til nýja mismunun FA taldi frumvarp dómsmálaráðherra ganga alltof skammt eins og það var lagt fram og búa til nýja mismunun og samkeppnishindranir. FA lagði því annars vegar til að heimildin til sölu á framleiðslustað næði til allra framleiðenda áfengis, ekki eingöngu þeirra sem brugguðu bjór og ekki bara þeirra sem framleiddu undir 500 þúsund lítrum á ári. Alþingi kom til móts við þá tillögu að hluta til; smáframleiðendur sterks áfengis fengu líka heimild til sölu á framleiðslustað. Hins vegar stendur það eftir að bæði í tilviki framleiðenda sterks áfengis og bjórs þýða stærðarmörk frumvarpsins að nokkrum framleiðendum er meinað að selja vöru sína á framleiðslustað, þar af a.m.k. tveimur á landsbyggðinni, en yfirlýst markmið frumvarpsins var að efla þá ferðaþjónustu sem byggzt hefur upp úti um land í kringum brugghúsin. Hins vegar benti FA þinginu á að það stæðist trauðla EES-samninginn að veita innlendum framleiðendum þannig smásöluheimild án þess að framleiðendur í öðrum ríkjum EES fengju sömu tækifæri til að koma vöru sinni á framfæri við neytendur. Slíkt var t.d. gert í Finnlandi þegar löggjafinn heimilaði brugghúsum að selja vörur sínar á framleiðslustað og leyfði um leið sölu sterks bjórs í verzlunum. Líklegt verður að telja að evrópskir framleiðendur bæði bjórs og sterks áfengis láti á þennan þátt löggjafarinnar reyna fyrir EFTA-dómstólnum. Íslenzka ríkið gæti komizt upp með þessa mismunun í einhver ár, en varla til lengdar. Það gefur strax tilefni til mun víðtækari endurskoðunar á áfengislöggjöfinni. Loksins léð máls á heildarendurskoðun FA hefur ítrekað bent á að áfengislöggjöfin í heild sinni sé úrelt, taki ekki mið af tækniþróun og breyttum viðskiptaháttum og búi til óvissu og skort á fyrirsjáanleika í viðskiptum. Ákvæði hennar um einkarétt ríkisins á smásölu eru vægast sagt orðin götótt þegar stór hluti neytenda kaupir áfengi í gegnum netverzlanir, beint af framleiðendum, í gegnum smakkklúbba eða jafnvel af vegasjoppum og matvöruverzlunum með veitingaleyfi. Þá er bann löggjafarinnar við áfengisauglýsingum orðið marklaust og hlægilegt. Áfengisauglýsingar eru alls staðar í miðlaumhverfi íslenzkra neytenda; á samfélagsmiðlum og vefsíðum, í útsendingum íslenzkra fjölmiðla frá viðburðum erlendis, í erlendum blöðum og tímaritum. Þeir sem tapa á banni laganna eru einkum innlendir framleiðendur, innlendir fjölmiðlar og innlend markaðs- og auglýsingafyrirtæki. Alþingi hefur ekki haft kjark til að taka á áfengislöggjöfinni í heild sinni, en sú umfjöllun sem frumvarp dómsmálaráðherra fékk á þingi bendir til að það sé að breytast. Í áliti meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar, sem samanstendur af fulltrúum stjórnarflokkanna, auk Samfylkingar og Pírata, er vísað til sjónarmiða FA og fleiri um að mikilvægt sé að fram fari heildstæð endurskoðun á áfengislöggjöfinni í ljósi þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í samfélaginu með hliðsjón af aukinni alþjóðavæðingu, tækniframförum og á grundvelli EES-samstarfsins, svo eitthvað sé nefnt. „Nefndin er jafnframt sammála því að það sé tilefni til að endurskoða áfengislögin á grundvelli heildstæðrar stefnumótunar í málaflokknum,“ segir svo í nefndarálitinu. Auglýsingabann þjónar ekki tilgangi Í umfjöllun um annað mál á nýafstöðnu þingi, lagafrumvarp um rafrettur og nikótínvörur, komu fram athyglisverð sjónarmið varðandi auglýsingabann. Í áliti meirihluta velferðarnefndar, sem er auk stjórnarflokkanna skipaður fulltrúum Samfylkingarinnar og Flokks fólksins, segir að nefndin telji að ákvæði frumvarpsins um bann við hvers konar auglýsingum á nikótínvörum þjóni „vart tilgangi sínum lengur þar sem slíkar auglýsingar eiga eftir að berast Íslendingum í erlendum miðlum, hvort sem er í gegnum erlenda hljóð- og myndmiðla, erlenda vefi og samfélagsmiðla eða erlend blöð og tímarit.“ Nefndin lagði þó ekki til að bannið yrði tekið úr frumvarpinu, heldur hélt áfram: „Að því sögðu beinir meiri hlutinn því til ráðuneytisins að ráðist verði í heildarendurskoðun á reglum um auglýsingar er snerta nikótín-, tóbaks- og áfengisvörur hér á landi svo að heildarumgjörð og markmið laga sem um slík bönn gilda nái tilgangi sínum.“ Það er óneitanlega ný staða að fulltrúar drjúgs meirihluta Alþingis skuli annars vegar reiðubúnir að horfast í augu við að bann við auglýsingum á vörum, sem auglýstar eru með löglegum hætti í nágrannalöndunum, þjóni ekki tilgangi sínum og viðurkenni hins vegar að heildarendurskoðunar á áfengislögunum sé þörf. Það gefur vonandi fyrirheit um að þingið mæti tillögum um víðtæka endurskoðun áfengislöggjafarinnar með jákvæðara hugarfari og meiri kjarki en hingað til. Nýtt frumvarp í haust Þegar frumvarp dómsmálaráðherra hafði verið samþykkt, kvaddi hann sér hljóðs og fagnaði því hversu mikil samstaða hefði orðið um breytingarnar í þinginu, en frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust. „Það gefur auðvitað væntingar til þess að það sé orðið ljóst að það er orðið tímabært að endurskoða þá löggjöf sem við búum við í þessum málum. Hún stenst enga tímans tönn og þær breytingar sem hafa orðið í okkar samfélagi og í kringum okkur gera kröfu til þingsins um að axla þá ábyrgð að innleiða hér breytingar í takt við nýja tíma,“ sagði Jón Gunnarsson. Í viðtali við Viðskiptablaðið eftir samþykkt frumvarpsins sagði Jón að hann hygðist leggja fram nýtt frumvarp til breytinga á áfengislögum í haust, meðal annars til að eyða réttaróvissu um lögmæti netverzlana með áfengi. Hann vísaði jafnframt til þeirrar vinnu sem í gangi er í dómsmálaráðuneytinu til að skoða hvort bæði einkaréttur ríkisins á smásölu áfengis og auglýsingabannið standist Evrópulöggjöfina. „Við þurfum að kafa ofan í þetta og leggja svo fram frumvarp sem tekur á þessum málum,“ segir ráðherrann. Öll rök hníga að því að það frumvarp innihaldi ekki bara breytingar varðandi netverzlanir, heldur leyfi einkaaðilum með skýrum hætti hvers konar smásölu áfengis og heimili áfengisauglýsingar, að uppfylltum ströngum skilyrðum eins og t.d. þeim sem gilda í Svíþjóð. Þessum breytingum þarf að fylgja breyting á innheimtu áfengisgjalds, en núverandi fyrirkomulag tekur mið af hinu gamla einokunarfyrirkomulagi. Út frá lýðheilsusjónarmiðum, sem oft er haldið á lofti sem röksemdum gegn breytingum á áfengislöggjöfinni, hlýtur að vera betra að setja reglur um starfsemi sem fram fer óáreitt fyrir allra augum þótt hún sé í orði kveðnu bönnuð (eins og netverzlun með áfengi og áfengisauglýsingar) heldur en að stinga hausnum á bólakaf í sandinn og láta eins og gjörbreytt umhverfi á áfengismarkaðnum sé ekki til. Breytingarnar verða ekki umflúnar og það er gott að stjórnmálamenn séu farnir að draga höfuðið upp úr sandinum og horfast í augu við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun