Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2022 15:13 Tímamótadómur Hæstaréttar Bandaríkjanna um að fólk megi ganga um vopnað utan heimilisins fellur á sama tíma og kallað er eftir hertri skotvopnalöggjöf í kjölfar hrinu fjöldamorða í landinu. AP/Jose Luis Magana Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. Sex íhaldssamir dómarar réttarins töldu að lög í New York sem gera kröfu um að byssueigendur sýni fram á sérstaka þörf fyrir að þeir beri vopn sín á almannafæri stæðust ekki stjórnarskrá. Clarence Thomas, höfundur meirihlutaálitsins, sagði stjórnarskrána tryggja rétt einstaklinga til þess að bera skammbyssu til sjálfsvarnar utan veggja heimilisins. Sambærileg lög hafa verið í gildi í Kaliforníu, Havaí, Maryland, Masschusetts, New Jersey og Rhode Island sem líklegt er að verði ógilt í kjölfarið. Um fjórðungur bandarísku þjóðarinnar býr í ríkjum með slík lög, að sögn AP-fréttastofunnar. Útlit er nú fyrir að takmarkanir á hver getur gengið um vopnaðir á almannafæri verið að miklu leyti afnumdar þar, þar á meðal í milljónaborgunum New York, Los Angeles og Boston. Ríkisstjórn Joes Biden hafði hvatt dómarana til þess að staðfesta lögin. Stuðningsmenn þeirra héldu því fram að yrðu þau ógilt leiddi það til aukins vopnaburðar á götum úti og vaxandi tíðni ofbeldisglæpa. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, fer nú yfir dóm hæstaréttar. Í tísti hét hún því að gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að vernda New York-búa fyrir byssuofbeldi og verja „skynsöm“ skotvopnalög ríkisins. We are currently reviewing the decision from the Supreme Court on New York's ability to regulate who can carry firearms in public.But we will continue to do everything in our power to protect New Yorkers from gun violence and preserve our state's common sense gun laws.— NY AG James (@NewYorkStateAG) June 23, 2022 Fyrsta stóra byssumálið í áratug Byssuofbeldi hefur verið ofarlega á baugi í Bandaríkjunum undanfarnar vikur eftir hrinu mannskæðra skotárása. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas í síðasta mánuði og tíu viðskiptavinir verslunar í Buffalo nokkrum dögum fyrr. Bandaríkjaþing eru nú sagt nær því að ná samkomulagi um ný lög til að reyna að koma í veg fyrir skotárásir af þessu tagi í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Dómur hæstaréttar nú er sá þýðingarmesti í skotvopnamálum frá árinu 2010 þegar dómarar skáru úr um að allir Bandaríkjamenn hefðu rétt á að hafa skotvopn á heimili sínu til sjálfsvarnar. Málið nú snerist um hvort sá réttur næði út fyrir veggi heimilisins. Áður hefur rétturinn þó komist að þeirri niðurstöðu að það samræmist stjórnarskrá að takmarka vopnaburð á viðkvæmum stöðum, þar á meðal í stjórnarbyggingum og skólum. Þá sé í lagi að takmarka vopnaeign fanga og geðsjúkra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“. 21. júní 2022 15:42 Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Sex íhaldssamir dómarar réttarins töldu að lög í New York sem gera kröfu um að byssueigendur sýni fram á sérstaka þörf fyrir að þeir beri vopn sín á almannafæri stæðust ekki stjórnarskrá. Clarence Thomas, höfundur meirihlutaálitsins, sagði stjórnarskrána tryggja rétt einstaklinga til þess að bera skammbyssu til sjálfsvarnar utan veggja heimilisins. Sambærileg lög hafa verið í gildi í Kaliforníu, Havaí, Maryland, Masschusetts, New Jersey og Rhode Island sem líklegt er að verði ógilt í kjölfarið. Um fjórðungur bandarísku þjóðarinnar býr í ríkjum með slík lög, að sögn AP-fréttastofunnar. Útlit er nú fyrir að takmarkanir á hver getur gengið um vopnaðir á almannafæri verið að miklu leyti afnumdar þar, þar á meðal í milljónaborgunum New York, Los Angeles og Boston. Ríkisstjórn Joes Biden hafði hvatt dómarana til þess að staðfesta lögin. Stuðningsmenn þeirra héldu því fram að yrðu þau ógilt leiddi það til aukins vopnaburðar á götum úti og vaxandi tíðni ofbeldisglæpa. Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, fer nú yfir dóm hæstaréttar. Í tísti hét hún því að gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að vernda New York-búa fyrir byssuofbeldi og verja „skynsöm“ skotvopnalög ríkisins. We are currently reviewing the decision from the Supreme Court on New York's ability to regulate who can carry firearms in public.But we will continue to do everything in our power to protect New Yorkers from gun violence and preserve our state's common sense gun laws.— NY AG James (@NewYorkStateAG) June 23, 2022 Fyrsta stóra byssumálið í áratug Byssuofbeldi hefur verið ofarlega á baugi í Bandaríkjunum undanfarnar vikur eftir hrinu mannskæðra skotárása. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas í síðasta mánuði og tíu viðskiptavinir verslunar í Buffalo nokkrum dögum fyrr. Bandaríkjaþing eru nú sagt nær því að ná samkomulagi um ný lög til að reyna að koma í veg fyrir skotárásir af þessu tagi í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Dómur hæstaréttar nú er sá þýðingarmesti í skotvopnamálum frá árinu 2010 þegar dómarar skáru úr um að allir Bandaríkjamenn hefðu rétt á að hafa skotvopn á heimili sínu til sjálfsvarnar. Málið nú snerist um hvort sá réttur næði út fyrir veggi heimilisins. Áður hefur rétturinn þó komist að þeirri niðurstöðu að það samræmist stjórnarskrá að takmarka vopnaburð á viðkvæmum stöðum, þar á meðal í stjórnarbyggingum og skólum. Þá sé í lagi að takmarka vopnaeign fanga og geðsjúkra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“. 21. júní 2022 15:42 Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“. 21. júní 2022 15:42
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52