Eftir smá hikst hefur allt gengið upp síðan Brynjar Björn fór til Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 17:01 Það er gott að búa í Kópavogi. Vísir/Hulda Margrét Það fór um stuðningsfólk HK þegar Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu, hélt til Örgryte í Svíþjóð skömmu eftir að Íslandsmótið var farið af stað. Þær áhyggjur reyndust algjör óþarfi ef marka má síðustu leiki liðsins. Þegar HK féll úr efstu deild karla síðasta haust var talið að mörg Bestu deildarlið myndu kroppa í leikmenn liðsins. Þó það hafi verið reynt og leikmenn á borð við Birni Snæ Ingason, Stefan Alexander Ljubičić, Martin Rauschenberg, Ásgeir Börk Ásgeirsson og Guðmund Þór Júlíusson hafi allir horfið á braut þá er leikmannahópur liðsins samt ógnarsterkur. Arnar Freyr Ólafsson er enn í markinu, bakverðirnir Birkir Valur og Ívar Örn Jónssynir eru á sínum stað, fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er í miðverðinum. Atli Arnarson, Arnþór Ari Atlason, Ásgeir Marteinsson og Örvar Eggertsson voru allir áfram að ógleymdum Valgeiri Valgeirssyni sem var vægast sagt eftirsóttur í vetur. Þá kom Stefán Inga Sigurðarson á láni frá Breiðabliki en sá hefur heldur betur staðið sig í stykkinu. Erlendir leikmenn hafa svo styrkt hópinn enn frekar og var HK með allt til alls til að fara aftur upp í Bestu deildina. Það er þangað til Brynjar Björn fékk tilboð frá Örgryte í Svíþjóð þegar aðeins voru tveir leikir búnir í Lengjudeildinni. Brynjar Björn hafði stýrt liðinu í meira en fjögur ár og var alls óvíst hvað myndi taka við. Ekki fylltist fólk bjartsýni eftir tap HK gegn Gróttu fjórum dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf þjálfarans. Síðan þá hefur hins vegar allt leikið í lyndi. Tapinu gegn Gróttu var svarað með sigri á Gróttu í bikarnum, fjórir sigrar hafa svo unnist í röð í Lengjudeildinni. Er HK komið á topp hennar þrátt fyrir að hafa leikið leik minna en Fylkir sem situr í 2. sætinu. Hinn 35 ára gamli Ómar Ingi Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka félagsins, tók við liðinu eftir að Brynjar Björn fór til Svíþjóðar. Hann ræddi við Fótbolti.net eftir 3-1 sigur á Kórdrengjum á fimmtudag. Ómar Ingi, þjálfari HK.HK „Ég held bara áfram. Það verður bara skoðað ef einhver losnar. Ég er búinn að segja við HK að ég er alveg til í að fá inn annan mann með mér ef það finnst einhver laus. En við erum ekkert að stressa okkur á þessu,“ sagði þjálfarinn ungi eftir leik um sig og þjálfarateymi sitt. Ásamt Ómari Inga voru þeir Sandor Matus, Birkir Örn Arnarsson og Kári Jónasson titlaðir aðstoðarþjálfarar. Hann væri til í að vera áfram aðstoðarþjálfari og safna þannig reynslu áður en hann tekur við starfi til lengri tíma. Ómar Ingi segir þó gríðarlegan heiður vera fólginn í því að stýra uppeldisfélagi sínu. „Ég er bara ótrúlega stoltur og ánægður. Ég ætla bara að halda áfram að leggja mitt að mörkum svo félagið getur farið á þann stað sem það vill vera á.“ Ef marka má gengi HK að undanförnu er sá staður Besta deild karla en liðið er á fleygiferð þessa dagana. Dalvík/Reynir heimsækir Kórinn í Mjólkurbikarnum á sunnudag en svo fer HK í heimsókn til Fjölnis í Grafarvoginn. Með sigri þar nær HK fjögurra stiga forystu á Fylki sem situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn HK Lengjudeild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Þegar HK féll úr efstu deild karla síðasta haust var talið að mörg Bestu deildarlið myndu kroppa í leikmenn liðsins. Þó það hafi verið reynt og leikmenn á borð við Birni Snæ Ingason, Stefan Alexander Ljubičić, Martin Rauschenberg, Ásgeir Börk Ásgeirsson og Guðmund Þór Júlíusson hafi allir horfið á braut þá er leikmannahópur liðsins samt ógnarsterkur. Arnar Freyr Ólafsson er enn í markinu, bakverðirnir Birkir Valur og Ívar Örn Jónssynir eru á sínum stað, fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er í miðverðinum. Atli Arnarson, Arnþór Ari Atlason, Ásgeir Marteinsson og Örvar Eggertsson voru allir áfram að ógleymdum Valgeiri Valgeirssyni sem var vægast sagt eftirsóttur í vetur. Þá kom Stefán Inga Sigurðarson á láni frá Breiðabliki en sá hefur heldur betur staðið sig í stykkinu. Erlendir leikmenn hafa svo styrkt hópinn enn frekar og var HK með allt til alls til að fara aftur upp í Bestu deildina. Það er þangað til Brynjar Björn fékk tilboð frá Örgryte í Svíþjóð þegar aðeins voru tveir leikir búnir í Lengjudeildinni. Brynjar Björn hafði stýrt liðinu í meira en fjögur ár og var alls óvíst hvað myndi taka við. Ekki fylltist fólk bjartsýni eftir tap HK gegn Gróttu fjórum dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf þjálfarans. Síðan þá hefur hins vegar allt leikið í lyndi. Tapinu gegn Gróttu var svarað með sigri á Gróttu í bikarnum, fjórir sigrar hafa svo unnist í röð í Lengjudeildinni. Er HK komið á topp hennar þrátt fyrir að hafa leikið leik minna en Fylkir sem situr í 2. sætinu. Hinn 35 ára gamli Ómar Ingi Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka félagsins, tók við liðinu eftir að Brynjar Björn fór til Svíþjóðar. Hann ræddi við Fótbolti.net eftir 3-1 sigur á Kórdrengjum á fimmtudag. Ómar Ingi, þjálfari HK.HK „Ég held bara áfram. Það verður bara skoðað ef einhver losnar. Ég er búinn að segja við HK að ég er alveg til í að fá inn annan mann með mér ef það finnst einhver laus. En við erum ekkert að stressa okkur á þessu,“ sagði þjálfarinn ungi eftir leik um sig og þjálfarateymi sitt. Ásamt Ómari Inga voru þeir Sandor Matus, Birkir Örn Arnarsson og Kári Jónasson titlaðir aðstoðarþjálfarar. Hann væri til í að vera áfram aðstoðarþjálfari og safna þannig reynslu áður en hann tekur við starfi til lengri tíma. Ómar Ingi segir þó gríðarlegan heiður vera fólginn í því að stýra uppeldisfélagi sínu. „Ég er bara ótrúlega stoltur og ánægður. Ég ætla bara að halda áfram að leggja mitt að mörkum svo félagið getur farið á þann stað sem það vill vera á.“ Ef marka má gengi HK að undanförnu er sá staður Besta deild karla en liðið er á fleygiferð þessa dagana. Dalvík/Reynir heimsækir Kórinn í Mjólkurbikarnum á sunnudag en svo fer HK í heimsókn til Fjölnis í Grafarvoginn. Með sigri þar nær HK fjögurra stiga forystu á Fylki sem situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn HK Lengjudeild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira