„Pop-up verslun“ og nýr veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2022 13:35 Frá borðaklippingum í morgun. isavia Tvær nýjar verslanir og veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli í dag, en Isavia auglýsti nýverið laus svokölluð pop-up rekstrarrými til leigu á vellinum. Reiknað er með að fleiri pop-up veitingastaðir og verslanir opni á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum. Í tilkynningu frá Isavia segir að veitingastaðurinn Maika‘i og skartgripaverslunin Jens hafi opnað í pop-up rýmum sem starfrækt verða á flugvellinum í takmarkaðan tíma. Þar að auki var bókabúð Pennans Eymundsson opnuð í nýju og stærra rými eftir flutninga á einni nóttu úr eldra rými búðarinnar í flugvallarbyggingunni. Veitingastaðurinn Maika‘i opnaði í pop-up rými á vellinum í morgun.Isavia „Veitingastaðurinn Maika‘i hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en um er að ræða skyndibita í hollari kantinum, hinar svokölluðu açaí skálar. Eigendur Maika‘i, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson hófu sölu á skálunum í Mathöllinni við Höfða en opnuðu stuttu síðar fyrsta útibúið undir nafni Maika'i á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hefur Maika‘i vaxið og dafnað og hægt er að kaupa vörur þeirra í verslunum víða um land. Pennin Eymundsson opnaði í nýju rými á Keflavíkurflugvelli í morgun.Isavia Jens er fjölskyldufyrirtæki sem nú er rekið af þriðju kynslóð gullsmiða sem hafa tekið þátt í að skapa og þróa íslenska skartgripatísku í 60 ár. Verslunin Jens hefur verið starfrækt við Grandagarð í Reykjavík, í Kringlunni og Smáralind en fjölskyldan og aðrir starfsmenn Jens eru mjög spennt fyrir opnun nýrrar verslunar á Keflavíkurflugvelli. Hægt verður að panta vörur hjá gullsmiðunum og sækja í fríhöfninni,“ segir í tilkynningunni. Farþegafjöldi hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og í farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir. Er það um 79 prósent endurheimt á fjölda farþega frá 2019. Keflavíkurflugvöllur Verslun Veitingastaðir Tengdar fréttir Loksins bar, Nord og Joe and the Juice loka senn í Leifsstöð Breytingar eru framundan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð en opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri veitingastaða í flugstöðunni verður haldinn í Hörpu í dag. 30. mars 2022 07:38 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að veitingastaðurinn Maika‘i og skartgripaverslunin Jens hafi opnað í pop-up rýmum sem starfrækt verða á flugvellinum í takmarkaðan tíma. Þar að auki var bókabúð Pennans Eymundsson opnuð í nýju og stærra rými eftir flutninga á einni nóttu úr eldra rými búðarinnar í flugvallarbyggingunni. Veitingastaðurinn Maika‘i opnaði í pop-up rými á vellinum í morgun.Isavia „Veitingastaðurinn Maika‘i hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en um er að ræða skyndibita í hollari kantinum, hinar svokölluðu açaí skálar. Eigendur Maika‘i, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson hófu sölu á skálunum í Mathöllinni við Höfða en opnuðu stuttu síðar fyrsta útibúið undir nafni Maika'i á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hefur Maika‘i vaxið og dafnað og hægt er að kaupa vörur þeirra í verslunum víða um land. Pennin Eymundsson opnaði í nýju rými á Keflavíkurflugvelli í morgun.Isavia Jens er fjölskyldufyrirtæki sem nú er rekið af þriðju kynslóð gullsmiða sem hafa tekið þátt í að skapa og þróa íslenska skartgripatísku í 60 ár. Verslunin Jens hefur verið starfrækt við Grandagarð í Reykjavík, í Kringlunni og Smáralind en fjölskyldan og aðrir starfsmenn Jens eru mjög spennt fyrir opnun nýrrar verslunar á Keflavíkurflugvelli. Hægt verður að panta vörur hjá gullsmiðunum og sækja í fríhöfninni,“ segir í tilkynningunni. Farþegafjöldi hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og í farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir. Er það um 79 prósent endurheimt á fjölda farþega frá 2019.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Veitingastaðir Tengdar fréttir Loksins bar, Nord og Joe and the Juice loka senn í Leifsstöð Breytingar eru framundan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð en opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri veitingastaða í flugstöðunni verður haldinn í Hörpu í dag. 30. mars 2022 07:38 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Loksins bar, Nord og Joe and the Juice loka senn í Leifsstöð Breytingar eru framundan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð en opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri veitingastaða í flugstöðunni verður haldinn í Hörpu í dag. 30. mars 2022 07:38