Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 03:28 Tveir eru látnir og að minnsta kosti nítján særðir, þar af eru ellefu alvarlega særðir. EPA/Javad Parsa Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. To personer er bekreftet døde i skyteepisoden. Det er flere alvorlig skadde. Politiet definerte oppdraget som en PLIVO hendelse.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) June 24, 2022 Korter yfir eitt í nótt að staðartíma bárust lögreglunni í Osló ábendingar um að skotið hefði verið af byssu í miðbæ Osló. Rúmum hálftíma síðar tilkynnti lögreglan á Twitter að tveir hefðu verið skotnir og fleiri væru alvarlega særðir. Rétt fyrir klukkan tvö birtist svo tilkynning frá lögreglunni um að einn hefði verið handtekinn á vettvangi skömmu eftir árásina. Fjöldi fólks særður, þrír alvarlega Hedda Holth, upplýsingafulltrúi Háskólasjúkrahússins í Osló, staðfesti við NRK að nítján hefðu fengið aðhlynningu hjá heilbrigðisstofnunum. Þar af hefðu sjö verið lagðir inn á Ullevål-spítala, einn verið sendur til Ahus og að ellefu væru á bráðamóttökunni. Tore Barstad, talsmaður lögreglunnar og yfirmaður rannsóknarinnar á vettvangi, greindi frá því að þrír væru alvarlega særðir. Einn handtekinn Árásin virðist hafa átt sér stað á þremur stöðum, við London Pub, á skemmtistaðnum Herr Nilsen og á skyndibitastað í nágrenninu. Tore Barstad fer fyrir viðbrögðum og rannsókn lögreglunnar á staðnum.EPA/Javad Parsa Barstad sagði í viðtali við Aftenposten að vettvangur glæpsins hefði náð frá London Pub að nærliggjandi götu þar sem hinn grunaði var handtekinn nokkrum mínútum eftir að skotárásin byrjaði. Barstad sagði allt benda til að hinn grunaði hefði verið einn að verki. Fjölmargir vitni að árásinni NRK greinir frá því að Olav Rønneberg, blaðamaður fréttamiðilsins, hafi verið vitni að árásinni. Hann segist hafa séð mann koma að staðnum með poka, taka upp byssu og byrja að skjóta. Fjölmargir voru vitni að árásinni og hefur um 40 vitnum verið safnað saman á hóteli í nágrenninu fyrir skýrslutöku. Einnig hefur fjöldi fólks safnast saman fyrir utan London Pub með regnbogalitaða fána til að sýna fórnarlömbum árásarinnar og hinsegin samfélaginu stuðning. Rohan Sandemo Fernando, upplýsingafulltrúi Oslo Pride, sagði í viðtali við NRK að framkvæmdastjórn samtakanna hafi virkjað áfallateymi eftir árásina. Þá séu skipuleggjendur í virku samtali við lögregluna og aðra aðila sem koma að málinu. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
To personer er bekreftet døde i skyteepisoden. Det er flere alvorlig skadde. Politiet definerte oppdraget som en PLIVO hendelse.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) June 24, 2022 Korter yfir eitt í nótt að staðartíma bárust lögreglunni í Osló ábendingar um að skotið hefði verið af byssu í miðbæ Osló. Rúmum hálftíma síðar tilkynnti lögreglan á Twitter að tveir hefðu verið skotnir og fleiri væru alvarlega særðir. Rétt fyrir klukkan tvö birtist svo tilkynning frá lögreglunni um að einn hefði verið handtekinn á vettvangi skömmu eftir árásina. Fjöldi fólks særður, þrír alvarlega Hedda Holth, upplýsingafulltrúi Háskólasjúkrahússins í Osló, staðfesti við NRK að nítján hefðu fengið aðhlynningu hjá heilbrigðisstofnunum. Þar af hefðu sjö verið lagðir inn á Ullevål-spítala, einn verið sendur til Ahus og að ellefu væru á bráðamóttökunni. Tore Barstad, talsmaður lögreglunnar og yfirmaður rannsóknarinnar á vettvangi, greindi frá því að þrír væru alvarlega særðir. Einn handtekinn Árásin virðist hafa átt sér stað á þremur stöðum, við London Pub, á skemmtistaðnum Herr Nilsen og á skyndibitastað í nágrenninu. Tore Barstad fer fyrir viðbrögðum og rannsókn lögreglunnar á staðnum.EPA/Javad Parsa Barstad sagði í viðtali við Aftenposten að vettvangur glæpsins hefði náð frá London Pub að nærliggjandi götu þar sem hinn grunaði var handtekinn nokkrum mínútum eftir að skotárásin byrjaði. Barstad sagði allt benda til að hinn grunaði hefði verið einn að verki. Fjölmargir vitni að árásinni NRK greinir frá því að Olav Rønneberg, blaðamaður fréttamiðilsins, hafi verið vitni að árásinni. Hann segist hafa séð mann koma að staðnum með poka, taka upp byssu og byrja að skjóta. Fjölmargir voru vitni að árásinni og hefur um 40 vitnum verið safnað saman á hóteli í nágrenninu fyrir skýrslutöku. Einnig hefur fjöldi fólks safnast saman fyrir utan London Pub með regnbogalitaða fána til að sýna fórnarlömbum árásarinnar og hinsegin samfélaginu stuðning. Rohan Sandemo Fernando, upplýsingafulltrúi Oslo Pride, sagði í viðtali við NRK að framkvæmdastjórn samtakanna hafi virkjað áfallateymi eftir árásina. Þá séu skipuleggjendur í virku samtali við lögregluna og aðra aðila sem koma að málinu.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira