Hvetja Íslendinga í Osló til að láta vita af sér Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 11:43 Fólk faðmast við lögregluborða í kringum vettvang skotárásarinnar í miðborg Oslóar í morgun. Vísir/EPA Íslenska sendiráðið í Osló hvatti Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér í morgun. Tveir voru skotnir til bana í mögulegri hryðjuverkaárás í skemmtanahverfi Oslóar í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi lögreglu eftir að hann hóf skothríð fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks á öðrum tímanum að staðartíma í nótt. Tveir eru látnir og tíu særðir. Gleðigöngu sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar að ráðleggingum lögreglu. Í Facebook-færslu í morgun sagðist íslenska sendiráðið í Osló fylgjast vel með framvindu mála án þess þó að vísa sérstaklega til skotárásarinnar. Hvatti það Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér eða hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónust utanríkisráðuneytisins. Þá hvatti sendiráðið Íslendinga til þess að virða lokanir og tilmæli yfirvalda í Osló og fylgjast með staðbundnum fjölmiðlum. Benti það á að mikið álag væri á símkerfi borgarinnar og því væri best að nota samfélagsmiðla til þess að láta vita af sér. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði hug sinn hjá fórnarlömbum árásarinnar og fólki í Osló eftir tíðindi næturinnar. Sendi hann innilegar samúðarkveðjur til Raymonds Johansen, borgarstjóra Oslóar, í tísti í morgun. „Stöndum saman gegn hatri,“ tísti borgarstjóri. Skelfilegar fréttir frá Osló. Tveir látnir og fjöldi slasaðra i grimmdarlegri skotàràs kvöldið fyrir Oslo Pride. Hugurinn er hjá fórnarlömbum og öllum í Osló. Innilegar samúðarkveðjur til borgarbúa allra og @RaymondJohansen borgarstjóra frá Reykjavík. Stöndum saman gegn hatri.— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 25, 2022 Í sama streng tók Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. „Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra,“ tísti hún. Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra. My heart goes out to the people of Oslo and the queer community. We must stand together against this backlash. Hatred will not win. #Oslo #OsloPride— Alexandra Briem (@OfurAlex) June 25, 2022 Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi lögreglu eftir að hann hóf skothríð fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks á öðrum tímanum að staðartíma í nótt. Tveir eru látnir og tíu særðir. Gleðigöngu sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar að ráðleggingum lögreglu. Í Facebook-færslu í morgun sagðist íslenska sendiráðið í Osló fylgjast vel með framvindu mála án þess þó að vísa sérstaklega til skotárásarinnar. Hvatti það Íslendinga í borginni til að láta aðstandendur sína vita af sér eða hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónust utanríkisráðuneytisins. Þá hvatti sendiráðið Íslendinga til þess að virða lokanir og tilmæli yfirvalda í Osló og fylgjast með staðbundnum fjölmiðlum. Benti það á að mikið álag væri á símkerfi borgarinnar og því væri best að nota samfélagsmiðla til þess að láta vita af sér. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði hug sinn hjá fórnarlömbum árásarinnar og fólki í Osló eftir tíðindi næturinnar. Sendi hann innilegar samúðarkveðjur til Raymonds Johansen, borgarstjóra Oslóar, í tísti í morgun. „Stöndum saman gegn hatri,“ tísti borgarstjóri. Skelfilegar fréttir frá Osló. Tveir látnir og fjöldi slasaðra i grimmdarlegri skotàràs kvöldið fyrir Oslo Pride. Hugurinn er hjá fórnarlömbum og öllum í Osló. Innilegar samúðarkveðjur til borgarbúa allra og @RaymondJohansen borgarstjóra frá Reykjavík. Stöndum saman gegn hatri.— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 25, 2022 Í sama streng tók Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. „Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra,“ tísti hún. Hugur minn er í dag hjá íbúum Osló og hinsegin samfélaginu þar. Stöndum saman gegn bakslaginu. Hatrið mun ekki sigra. My heart goes out to the people of Oslo and the queer community. We must stand together against this backlash. Hatred will not win. #Oslo #OsloPride— Alexandra Briem (@OfurAlex) June 25, 2022
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent