Fornmunum Asteka bjargað á þurrt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. júní 2022 14:31 Trúarhof Asteka í Tenochtitlán. WikimediaCommons Fornleifafræðingum í Mexíkó hefur tekist að bjarga á land 2.500 fornmunum úr menningarríki Asteka sem uppi var fyrir meira en 500 árum. Allan þennan tíma hafa munirnir legið í vatni, en með hjálp nýrrar tækni þar sem gervisykur leikur stórt hlutverk er hægt að varðveita þá áfram á þurru. Tenochtitlán var höfuðborg hins forna ríkis Asteka í Mexíkó. Hún stóð á eyju í Texcocovatni og þegar mest lét bjuggu þar um 200.000 manns. Borgin var stofnuð árið 1325 og spænskir landvinningamenn undir forystu Hernán Cortés lögðu hana undir sig og jöfnuðu við jörðu 200 árum síðar. Hún er af fræðimönnum oft talin ein fallegasta borg sem mannskepnan hefur byggt. 3000 fornmunir í vatni Árum saman hafa fornleifafræðingar, forverðir og aðrir fræðimenn vitað að í vatninu liggja nær 3000 fornmunir, flestir úr tré frá stórveldistíma Astekanna. Þeir hafa legið í vatni í meira en 500 ár og allar tilraunir til að koma þeim á þurrt hafa mistekist. Það var reynt fyrir nokkrum árum og á nokkrum klukkustundum eyðilögðust trémunirnir við að komast í samband við súrefni. Þeir hreinlega urðu að dufti fyrir augunum á vísindamönnunum. Munirnir hafa lifað af í gegnum aldirnar einmitt vegna þess að þeir hafa legið í vatni og ekki komist í samband við súrefni eða mikið sólarljós. Hópur fornleifafræðinga hefur í tvo áratugi reynt að þróa aðferð til að ná mununum upp úr vatninu, til þess að komandi kynslóðir geti barið þær augum og þannig kynnst betur hinni merku menningu Asteka. Og það hefur loks tekist. Lykillinn fólst í að nota gervisykur. Án þess að fara mikið á dýpið í vísindalegum útskýringum, þá gengur aðferðin í stuttu máli út á að sykrurnar veita viðnum ákveðinn stöðugleika og viðnám gegn raka og örverum og með endalausum tilraunum hefur tekist að finna rétta jafnvægið svo munirnir geti varðveist áfram á þurru landi. Einn merkasti fornleifafundur S-Ameríku Víctor Cortés Meléndez fornleifafræðingur í Mexíkóborg, segir í samtali við El País að í ríki Asteka hafi verið litið á smiði og tréskurðarmenn sem listamenn og margar trjátegundir sem uxu í ríki Asteka hafi verið heilagar. Talið er að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu Suður-Ameríku. Nú hefur tekist að ná rúmlega 2.500 munum upp úr vatninu. Þetta eru munir af öllum gerðum; örvar og vopn, eyrnalokkar og aðrir skrautmunir, höfuðföt, eldhúsáhöld, myndir og munir sem notaðir voru við trúarathafnir og svona mætti lengi telja. Og ekki bara úr tré heldur líka úr kopar, gulli og leir. Mexíkó Fornminjar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Tenochtitlán var höfuðborg hins forna ríkis Asteka í Mexíkó. Hún stóð á eyju í Texcocovatni og þegar mest lét bjuggu þar um 200.000 manns. Borgin var stofnuð árið 1325 og spænskir landvinningamenn undir forystu Hernán Cortés lögðu hana undir sig og jöfnuðu við jörðu 200 árum síðar. Hún er af fræðimönnum oft talin ein fallegasta borg sem mannskepnan hefur byggt. 3000 fornmunir í vatni Árum saman hafa fornleifafræðingar, forverðir og aðrir fræðimenn vitað að í vatninu liggja nær 3000 fornmunir, flestir úr tré frá stórveldistíma Astekanna. Þeir hafa legið í vatni í meira en 500 ár og allar tilraunir til að koma þeim á þurrt hafa mistekist. Það var reynt fyrir nokkrum árum og á nokkrum klukkustundum eyðilögðust trémunirnir við að komast í samband við súrefni. Þeir hreinlega urðu að dufti fyrir augunum á vísindamönnunum. Munirnir hafa lifað af í gegnum aldirnar einmitt vegna þess að þeir hafa legið í vatni og ekki komist í samband við súrefni eða mikið sólarljós. Hópur fornleifafræðinga hefur í tvo áratugi reynt að þróa aðferð til að ná mununum upp úr vatninu, til þess að komandi kynslóðir geti barið þær augum og þannig kynnst betur hinni merku menningu Asteka. Og það hefur loks tekist. Lykillinn fólst í að nota gervisykur. Án þess að fara mikið á dýpið í vísindalegum útskýringum, þá gengur aðferðin í stuttu máli út á að sykrurnar veita viðnum ákveðinn stöðugleika og viðnám gegn raka og örverum og með endalausum tilraunum hefur tekist að finna rétta jafnvægið svo munirnir geti varðveist áfram á þurru landi. Einn merkasti fornleifafundur S-Ameríku Víctor Cortés Meléndez fornleifafræðingur í Mexíkóborg, segir í samtali við El País að í ríki Asteka hafi verið litið á smiði og tréskurðarmenn sem listamenn og margar trjátegundir sem uxu í ríki Asteka hafi verið heilagar. Talið er að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu Suður-Ameríku. Nú hefur tekist að ná rúmlega 2.500 munum upp úr vatninu. Þetta eru munir af öllum gerðum; örvar og vopn, eyrnalokkar og aðrir skrautmunir, höfuðföt, eldhúsáhöld, myndir og munir sem notaðir voru við trúarathafnir og svona mætti lengi telja. Og ekki bara úr tré heldur líka úr kopar, gulli og leir.
Mexíkó Fornminjar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira