Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 09:46 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. Verkefnið hefur fengið nafnið Koldís og búist er við að framkvæmdir hefjist á næsta ári og verði komið í fullan rekstur árið 2025. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að kolefnishlutleysisstefna hennar sé komin vel á veg og að kolefnisspor starfseminnar hafi lækkað um 61 prósent frá árinu 2008. Ein lykilaðgerð í þeirri vegferð sé að draga verulega úr losun vegna vinnslu raforku með jarðvarma, þar sem mikill meirihluti losunar fyrirtækisins á gróðurhúsalofttegundum sé til kominn vegna jarðvarmavinnslu. Með Koldísarverkefninu muni Landsvirkjun fanga nær allan koltvísýring og brennisteinsvetni frá Þeistareykjastöð og skila aftur í jörðu frá árinu 2025. „Koldís er mikilvægt verkefni sem við hjá Landsvirkjun tökumst á við næstu árin. Það er enn eitt dæmið um mikinn metnað okkar í loftslagsmálum þar sem við höfum sett okkur skýr markmið um kolefnishlutleysi 2025,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu. Loka hringrás koltvísýrings Í Koldísarverkefninu er unnið að hönnun og uppsetningu búnaðar til föngunar og niðurdælingar koldíoxíðs frá Þeistareykjastöð, en til stendur að fanga bæði koltvísýring og brennisteinsvetni frá stöðinni, leysa í vatni og dæla aftur niður í jörð. „Þar með er hringrás þessara gastegunda við jarðvarmavinnsluna lokað, í stað þess að hún sé rofin og þessum gastegundum veitt til andrúmslofts,“ segir í tilkynningu. Meginþættir slíks kerfis séu gasföngunarturn, lagnir frá gasföngun að niðurdælingarstað, niðurdælingarhola og vöktunarhola. Mannvit og Carbfix koma að hönnun Landsvirkjun hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit og Carbfix um ráðgjöf við verkhönnun en stefnt er að því að ljúka þeim hluta verkefnisins á þessu ári. „Þær lausnir sem horft er til byggja á aðferðafræði sem meðal annars var þróuð í samstarfi Landsvirkjunar, HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um samdrátt í losun jarðhitagasa fyrir um áratug. Gert er ráð fyrir að verkefnið nýti aðferðir sem Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sótt um einkaleyfi fyrir,“ segir í tilkynningu. Ætla að gera betur en ríkið gerir ráð fyrir Landsvirkjun segir að samdráttur í losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins muni hafa bein áhrif á skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. „Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Landsvirkjun hefur einsett sér að gera enn betur og að losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi minnki að minnsta kosti um 60% árið 2025, miðað við árið 2005,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Loftslagsmál Norðurþing Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Verkefnið hefur fengið nafnið Koldís og búist er við að framkvæmdir hefjist á næsta ári og verði komið í fullan rekstur árið 2025. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að kolefnishlutleysisstefna hennar sé komin vel á veg og að kolefnisspor starfseminnar hafi lækkað um 61 prósent frá árinu 2008. Ein lykilaðgerð í þeirri vegferð sé að draga verulega úr losun vegna vinnslu raforku með jarðvarma, þar sem mikill meirihluti losunar fyrirtækisins á gróðurhúsalofttegundum sé til kominn vegna jarðvarmavinnslu. Með Koldísarverkefninu muni Landsvirkjun fanga nær allan koltvísýring og brennisteinsvetni frá Þeistareykjastöð og skila aftur í jörðu frá árinu 2025. „Koldís er mikilvægt verkefni sem við hjá Landsvirkjun tökumst á við næstu árin. Það er enn eitt dæmið um mikinn metnað okkar í loftslagsmálum þar sem við höfum sett okkur skýr markmið um kolefnishlutleysi 2025,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu. Loka hringrás koltvísýrings Í Koldísarverkefninu er unnið að hönnun og uppsetningu búnaðar til föngunar og niðurdælingar koldíoxíðs frá Þeistareykjastöð, en til stendur að fanga bæði koltvísýring og brennisteinsvetni frá stöðinni, leysa í vatni og dæla aftur niður í jörð. „Þar með er hringrás þessara gastegunda við jarðvarmavinnsluna lokað, í stað þess að hún sé rofin og þessum gastegundum veitt til andrúmslofts,“ segir í tilkynningu. Meginþættir slíks kerfis séu gasföngunarturn, lagnir frá gasföngun að niðurdælingarstað, niðurdælingarhola og vöktunarhola. Mannvit og Carbfix koma að hönnun Landsvirkjun hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit og Carbfix um ráðgjöf við verkhönnun en stefnt er að því að ljúka þeim hluta verkefnisins á þessu ári. „Þær lausnir sem horft er til byggja á aðferðafræði sem meðal annars var þróuð í samstarfi Landsvirkjunar, HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur um samdrátt í losun jarðhitagasa fyrir um áratug. Gert er ráð fyrir að verkefnið nýti aðferðir sem Carbfix, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sótt um einkaleyfi fyrir,“ segir í tilkynningu. Ætla að gera betur en ríkið gerir ráð fyrir Landsvirkjun segir að samdráttur í losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins muni hafa bein áhrif á skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. „Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Landsvirkjun hefur einsett sér að gera enn betur og að losun frá jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi minnki að minnsta kosti um 60% árið 2025, miðað við árið 2005,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Loftslagsmál Norðurþing Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent