Með hland fyrir hjartanu Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 29. júní 2022 08:30 Árið 2018 voru gerðar breytingar á strandveiðikerfinu. Þær áttu að draga úr ólympískum veiðum og auka nýliðun. Þannig var kvóta (kallið þetta pott, þetta er bara kvóti) af fjórum svæðum breytt í landskvóta en bátarnir enn í vistarböndum á sínu svæði. Ég mótmælti þessu harðlega á þingi á sínum tíma og lagði til aðrar breytingar sem myndu uppfylla þessi markmið. Á það var ekki hlustað. Lilja Rafney hafði öll tögl og haldir á þessum tíma sem formaður Atvinnuveganefndar og meðreiðarsvein sinn Kolbein Óttar Proppé. Ég gat ekki samþykkt þetta því ég sá strax að A svæðið myndi sópa mestu upp áður en fiskgengdin næði inn á svæði B, C og D. Það kostar um 500 þús kall að flytja bát á milli svæða og ég sá í hendi mér að margir myndu nýta sér þann kost að færa hreinlega bátinn á A svæðið frekar en sjá fram á gjaldþrot. Enda hefur bátum þar fjölgað. Það átti að taka þetta nýja kerfi út eftir fyrstu vertíð. Það var ekki gert enda útséð um að niðurstöðurnar hefðu orðið algjört hneyksli. Og flestir stjórnmálamenn reyna sitt besta að forðast hneyksli til að ná endurkjöri. Það voru allir sammála um að bæta mætti við pottinn á A svæðinu. Það var greinilegt að A svæðið var ekki að fá nógu mikið af fiski miðað við fjölda báta og nálægð við miðin. En þessi útfærsla árið 2018 gerði það að verkum að A svæðið er að fá allt of mikið miðað við hin svæðin. Ég birti hér tölur frá Oddi Örvari Magnússyni með hans leyfi þar sem hann sýnir svart á hvítu hvernig skiptingin er með tölum frá Fiskistofu, í kerfi þar sem kvótinn er á landsvísu en bátarnir lokaðir á svæði. Strandveiðar 2022 - Veiði eftir svæðum. Afli samkvæmt tölum Fiskistofu.Oddur Örvar Magnússon Þetta þýðir líka að ólympísku veiðarnar eru enn við lýði, þær eru bara á landsvísu í stað innan svæða. Og ójafnræði milli svæða vegna fiskgengdar. Það er öllum augljóst. Nýliðun hefur verið sama og engin frá 2018. Hver sér framtíð í algjörri óvissu og óréttlæti? Þetta kerfi frá 2018 hefur því hvorki uppfyllt markmiðin sem lagt var upp með. Og ég hef reynst sannspá um að veruleg hætta er á að potturinn (já kvótinn) er búinn fyrir vertíðarlok.Og þá er sett stopp á allar strandveiðar. Strandveiðikerfið virkar þannig að það er aflamark ofan á sóknarmark. Sóknarmarkið er matreitt sem 48 dagar á hvern bát. En aflamarkið er ákveðið með reglugerð sem birtist oftast ekki fyrr en kortér í vertíð. Undanfarin ár hefur aflamarkið verið um 9-11þúsund tonn. Og þegar þau eru komin á land, þá eru veiðarnar stöðvaðar. Vertíðin nær frá 1.maí til loka ágústs. Fleiri takmarkanir eru á strandveiðum. Það er bannað að veiða á rauðum dögum, föstudögum. Aflamark á hverjum róðri. Tímamörk á hverjum róðri. Hver róður telur um leið og þú ferð úr höfn, sama hvort bilar, veður breytist og þú siglir beint í land aftur. Það eru fleiri takmarkanir, þetta eru aðeins nokkur dæmi. Belti, axlabönd og hengingaról. Ég ét hatt minn ef útgerðarmenn í stóra kvótakerfinu sættu sig við svona vinnubrögð, þessar takmarkanir og bönn. Þó er mun meiri ástæða til að setja takmarkanir á stóru skipin því veiðigetan er svo mikil og þau fá að toga svo nálægt landi að það er grátlegt. Og þau fá að fara yfir kvótaþakið. Og fá sex ár til að lagfæra þau lögbrot. Það er ekki sama hvort um er að ræða Jón eða Séra Jón. Stórútgerðirnar eru búnar að kaupa upp litla kvótakerfið og fá úthlutað byggðakvóta í þokkabót. Strandveiðar eru handfæraveiðar. Mjög takmörkuð veiðigeta sem ræðst af veðri og vindum. Engin hætta á ofveiði. Umhverfisvænustu veiðarnar okkar. Landssamband smábátasjómanna hefur reiknað að meðalverð afla af róðri handfærabáts er 375 þús krónur. Af þessu er greiddur skattur, útsvar, viðskipti á fiskmarkaði, afleidd störf í bæjum og byggðum landsins. Það er pláss fyrir alla, smáa sem stóra. En það verður að vera réttlát skipting. Fyrirsjáanleiki er enginn í strandveiðinni því lög og reglugerðir um strandveiðar eru aldrei tekin fyrir fyrr en í mars eða apríl. Það er með vilja gert svo enginn tími gefist til að ræða þetta, hvorki í Atvinnuveganefnd, á Alþingi eða í samfélaginu almennt. Það er augljóst að þetta er gróf mismunun, það er ráðist á þá sem minnstan skaða gera á sjávarútvegsauðlindinni. Krafa strandveiðimanna er 48 dagar á bát án stöðvunarheimildar. Þetta er hófleg krafa. Þá er kominn einhver fyrirsjáanleiki, komið í veg fyrir ólympískar veiðar og aðstæður til nýliðunar. Þegar þetta er skrifað er um 70% strandveiðiaflans þegar kominn á land og eystra B svæði og C svæði varla byrjuð að fiska. Svörtustu spár sýna að veiðarnar verða stöðvaðar um 20. júlí, þær björtustu um 10 ágúst. Og nú bíður fólk eftir því hvort bætt verði við strandveiðikvótann eður ei. Því við fáum aldrei að vita neitt fyrr en á síðustu stundu. Það er svo grátlegt að það þarf svo litlar breytingar til að allir verði sáttir. En það hentar SFS og jakkafatahernum svo vel að strandveiðifólki sé sigað hverju upp á móti öðru. Og að við séum sífellt með hland fyrir hjartanu. Höfundur er varaformaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Sjávarútvegur Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 voru gerðar breytingar á strandveiðikerfinu. Þær áttu að draga úr ólympískum veiðum og auka nýliðun. Þannig var kvóta (kallið þetta pott, þetta er bara kvóti) af fjórum svæðum breytt í landskvóta en bátarnir enn í vistarböndum á sínu svæði. Ég mótmælti þessu harðlega á þingi á sínum tíma og lagði til aðrar breytingar sem myndu uppfylla þessi markmið. Á það var ekki hlustað. Lilja Rafney hafði öll tögl og haldir á þessum tíma sem formaður Atvinnuveganefndar og meðreiðarsvein sinn Kolbein Óttar Proppé. Ég gat ekki samþykkt þetta því ég sá strax að A svæðið myndi sópa mestu upp áður en fiskgengdin næði inn á svæði B, C og D. Það kostar um 500 þús kall að flytja bát á milli svæða og ég sá í hendi mér að margir myndu nýta sér þann kost að færa hreinlega bátinn á A svæðið frekar en sjá fram á gjaldþrot. Enda hefur bátum þar fjölgað. Það átti að taka þetta nýja kerfi út eftir fyrstu vertíð. Það var ekki gert enda útséð um að niðurstöðurnar hefðu orðið algjört hneyksli. Og flestir stjórnmálamenn reyna sitt besta að forðast hneyksli til að ná endurkjöri. Það voru allir sammála um að bæta mætti við pottinn á A svæðinu. Það var greinilegt að A svæðið var ekki að fá nógu mikið af fiski miðað við fjölda báta og nálægð við miðin. En þessi útfærsla árið 2018 gerði það að verkum að A svæðið er að fá allt of mikið miðað við hin svæðin. Ég birti hér tölur frá Oddi Örvari Magnússyni með hans leyfi þar sem hann sýnir svart á hvítu hvernig skiptingin er með tölum frá Fiskistofu, í kerfi þar sem kvótinn er á landsvísu en bátarnir lokaðir á svæði. Strandveiðar 2022 - Veiði eftir svæðum. Afli samkvæmt tölum Fiskistofu.Oddur Örvar Magnússon Þetta þýðir líka að ólympísku veiðarnar eru enn við lýði, þær eru bara á landsvísu í stað innan svæða. Og ójafnræði milli svæða vegna fiskgengdar. Það er öllum augljóst. Nýliðun hefur verið sama og engin frá 2018. Hver sér framtíð í algjörri óvissu og óréttlæti? Þetta kerfi frá 2018 hefur því hvorki uppfyllt markmiðin sem lagt var upp með. Og ég hef reynst sannspá um að veruleg hætta er á að potturinn (já kvótinn) er búinn fyrir vertíðarlok.Og þá er sett stopp á allar strandveiðar. Strandveiðikerfið virkar þannig að það er aflamark ofan á sóknarmark. Sóknarmarkið er matreitt sem 48 dagar á hvern bát. En aflamarkið er ákveðið með reglugerð sem birtist oftast ekki fyrr en kortér í vertíð. Undanfarin ár hefur aflamarkið verið um 9-11þúsund tonn. Og þegar þau eru komin á land, þá eru veiðarnar stöðvaðar. Vertíðin nær frá 1.maí til loka ágústs. Fleiri takmarkanir eru á strandveiðum. Það er bannað að veiða á rauðum dögum, föstudögum. Aflamark á hverjum róðri. Tímamörk á hverjum róðri. Hver róður telur um leið og þú ferð úr höfn, sama hvort bilar, veður breytist og þú siglir beint í land aftur. Það eru fleiri takmarkanir, þetta eru aðeins nokkur dæmi. Belti, axlabönd og hengingaról. Ég ét hatt minn ef útgerðarmenn í stóra kvótakerfinu sættu sig við svona vinnubrögð, þessar takmarkanir og bönn. Þó er mun meiri ástæða til að setja takmarkanir á stóru skipin því veiðigetan er svo mikil og þau fá að toga svo nálægt landi að það er grátlegt. Og þau fá að fara yfir kvótaþakið. Og fá sex ár til að lagfæra þau lögbrot. Það er ekki sama hvort um er að ræða Jón eða Séra Jón. Stórútgerðirnar eru búnar að kaupa upp litla kvótakerfið og fá úthlutað byggðakvóta í þokkabót. Strandveiðar eru handfæraveiðar. Mjög takmörkuð veiðigeta sem ræðst af veðri og vindum. Engin hætta á ofveiði. Umhverfisvænustu veiðarnar okkar. Landssamband smábátasjómanna hefur reiknað að meðalverð afla af róðri handfærabáts er 375 þús krónur. Af þessu er greiddur skattur, útsvar, viðskipti á fiskmarkaði, afleidd störf í bæjum og byggðum landsins. Það er pláss fyrir alla, smáa sem stóra. En það verður að vera réttlát skipting. Fyrirsjáanleiki er enginn í strandveiðinni því lög og reglugerðir um strandveiðar eru aldrei tekin fyrir fyrr en í mars eða apríl. Það er með vilja gert svo enginn tími gefist til að ræða þetta, hvorki í Atvinnuveganefnd, á Alþingi eða í samfélaginu almennt. Það er augljóst að þetta er gróf mismunun, það er ráðist á þá sem minnstan skaða gera á sjávarútvegsauðlindinni. Krafa strandveiðimanna er 48 dagar á bát án stöðvunarheimildar. Þetta er hófleg krafa. Þá er kominn einhver fyrirsjáanleiki, komið í veg fyrir ólympískar veiðar og aðstæður til nýliðunar. Þegar þetta er skrifað er um 70% strandveiðiaflans þegar kominn á land og eystra B svæði og C svæði varla byrjuð að fiska. Svörtustu spár sýna að veiðarnar verða stöðvaðar um 20. júlí, þær björtustu um 10 ágúst. Og nú bíður fólk eftir því hvort bætt verði við strandveiðikvótann eður ei. Því við fáum aldrei að vita neitt fyrr en á síðustu stundu. Það er svo grátlegt að það þarf svo litlar breytingar til að allir verði sáttir. En það hentar SFS og jakkafatahernum svo vel að strandveiðifólki sé sigað hverju upp á móti öðru. Og að við séum sífellt með hland fyrir hjartanu. Höfundur er varaformaður Strandveiðifélags Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun