Carlsen verður meðal þátttakenda í HM í póker. Þetta mót er reyndar bara ígildi heimsmeistaramóts en það kallast „World Series of Poker“.
Hinn 31 árs gamli Carlsen er ríkjandi heimsmeistari í skák og hefur unnið þann titil fimm sinnum á ferlinum.
„Það verður áhugavert að prófa þetta einu sinni á ævinni. Spila á HM. Ég vonast til að vinna mér inn væna upphæð,“ Magnus Carlsen við Verdens Gang.
Carlsen setur þó ekki pressuna á sig að verða heimsmeistari en bendir á það að það sé ekki alltaf sá besti sem vinnur.
Klar for poker-VM i Las Vegas https://t.co/HZsOZtTrD9
— VG Sporten (@vgsporten) June 29, 2022