Á vef Veðurstofunnar segir að annars verði fremur hægur vindur í dag, skýjað með köflum og víða líkur á skúrum, einkum síðdegis inn til landsins.
Hiti á landinu verður á bilinu níu til sextán stig.
„Norðan og norðvestan gola eða kaldi á morgun. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en bjart með köflum á Suðurlandi. Hiti 7 til 12 stig, en að 19 stigum sunnantil á landinu. Annað kvöld bætir í vind og fer að rigna austanlands.
Á sunnudag er svo útlit fyrir ákveðna norðvestanátt með rigningu og svölu veðri á Norður- og Austurlandi, en sunnan- og vestantil á landinu verður úrkomulítið og talsvert mildara,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag: Norðan og norðvestan 8-15 m/s. Rigning á Norður- og Austurlandi og hiti 4 til 9 stig. Þurrt að kalla sunnan- og vestantil með hita 8 til 15 stig, en dálitlar skúrir syðst á landinu.
Á mánudag: Norðvestan 10-15 á norðaustanverðu landinu, en hægari í öðrum landshlutum. Bjart með köflum, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en þykknar upp með lítilsháttar vætu á vestanverðu landinu. Hiti 10 til 16 stig.
Á miðvikudag: Suðvestanátt og súld eða rigning með köflum, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag: Suðvestanátt og dálítil væta víða um land. Milt í veðri.