Ensk stórlið mokgræða á undirbúningstímabilinu: Gætu fengið 485 milljónir fyrir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2022 20:00 Liverpool fer til Singapúr. EPA-EFE/JOSE COELHO Stórlið ensku úrvalsdeildarinnar eru loks á leið í það sem mætti kalla eðlilegt undirbúningstímabil eftir að kórónufaraldurinn lék heiminn grátt. Fagna gjaldkerar liðanna eflaust hvað mest ef marka má tölur sem birtust á The Athletic. Á íþróttavefnum Athletic er farið yfir æfingaferðir stórliða ensku úrvalsdeildarinnar og hvað liðin græða fjárhagslega á því. Helmingur allra liða í ensku úrvalsdeildinni mun spila æfingaleiki utan Evrópu í von um að græða sem mest. Arsenal, Chelsea, Everton og Manchester City eru öll á leið til Bandaríkjanna á meðan Aston Villa, Crystal Palace, Leeds United og Manchester United munu öll heimsækja Ástralíu. Liverpool mun eyða í Singapúr og Tottenham Hotspur mun ferðast til Suður-Kóreu. Þá munu spænsku stórliðin Real Madríd og Barcelona spila El Clásico í Las Vegas í Bandaríkjunum. Það hljómar eflaust undarlega að eyða dýrmætum tíma af undirbúningstímabilinu í heimshornaflakk en þegar innkoma liðanna vegna þessara ferðalaga er skoðuð þá verður þetta skiljanlegra. Premier League clubs are readying themselves for their first full pre-season since COVID hit: Chance to recoup money lost due to pandemic Half of #PL participating in matches outside of Europe Europe s elite can demand fees of over £2m per game @DanSheldonSport— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 1, 2022 Stærstu knattspyrnufélögin urðu af gríðarlegum tekjum í faraldrinum og ætla að bæta það upp nú. Í frétt The Athletic er talið að stærstu félögin gætu fengið allt að fjórar milljónir punda, tæplega 650 milljónir íslenskra króna, fyrir einn vináttuleik. Kostnaður við ferðalagið og að spila leikinn gæti verið ein milljón punda sem þýðir að hagnaðurinn er þrjár milljónir punda eða 485 milljónir íslenskra króna. Eftir mögur ár eru slíkar upphæðir vel þegnar og útskýra að mörgu leyti af hverju liðin leggja slík ferðalög á sig. Þá eykst sala á varningi tengdum liðunum gríðarlega við komu þeirra til landa á borð við Ástralíu, Singapúr og Bandaríkjanna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Á íþróttavefnum Athletic er farið yfir æfingaferðir stórliða ensku úrvalsdeildarinnar og hvað liðin græða fjárhagslega á því. Helmingur allra liða í ensku úrvalsdeildinni mun spila æfingaleiki utan Evrópu í von um að græða sem mest. Arsenal, Chelsea, Everton og Manchester City eru öll á leið til Bandaríkjanna á meðan Aston Villa, Crystal Palace, Leeds United og Manchester United munu öll heimsækja Ástralíu. Liverpool mun eyða í Singapúr og Tottenham Hotspur mun ferðast til Suður-Kóreu. Þá munu spænsku stórliðin Real Madríd og Barcelona spila El Clásico í Las Vegas í Bandaríkjunum. Það hljómar eflaust undarlega að eyða dýrmætum tíma af undirbúningstímabilinu í heimshornaflakk en þegar innkoma liðanna vegna þessara ferðalaga er skoðuð þá verður þetta skiljanlegra. Premier League clubs are readying themselves for their first full pre-season since COVID hit: Chance to recoup money lost due to pandemic Half of #PL participating in matches outside of Europe Europe s elite can demand fees of over £2m per game @DanSheldonSport— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 1, 2022 Stærstu knattspyrnufélögin urðu af gríðarlegum tekjum í faraldrinum og ætla að bæta það upp nú. Í frétt The Athletic er talið að stærstu félögin gætu fengið allt að fjórar milljónir punda, tæplega 650 milljónir íslenskra króna, fyrir einn vináttuleik. Kostnaður við ferðalagið og að spila leikinn gæti verið ein milljón punda sem þýðir að hagnaðurinn er þrjár milljónir punda eða 485 milljónir íslenskra króna. Eftir mögur ár eru slíkar upphæðir vel þegnar og útskýra að mörgu leyti af hverju liðin leggja slík ferðalög á sig. Þá eykst sala á varningi tengdum liðunum gríðarlega við komu þeirra til landa á borð við Ástralíu, Singapúr og Bandaríkjanna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira