Nauðsynlegar neyðaraðgerðir í efnahagsmálum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 2. júlí 2022 09:01 Um áratugaskeið höfðu Íslendingar miklar áhyggjur af verðbólgu og ekki að ástæðulausu. Reynslan frá áttunda og níunda áratugnum og svo eftir bankahrunið lifir í minningunni. Þótt það geti verið eðlilegt að verðlag hækki smátt og smátt er mikil verðbólga til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum. Þrátt fyrir reynslu af verðbólgu og áhrifum hennar hafa stjórnvöld orðið of værukær gagnvart þessari hættu sem birtist okkur nú og ekki bara á Íslandi heldur víða um heim. Ástandið kallar á neyðaraðgerðir sem skila sér hratt til allra landsmanna. Ég hef ekki verið einn um að benda á að von væri á miklu erfiðara ástandi en stjórnvöld gerðu sér grein fyrir og enn eru áhrifin ekki komin fram nema að takmörkuðu leyti. Eftir að hagkerfi Íslands og margra annarra landa voru að verulegu leyti stöðvuð í tvö ár, en peningar prentaðir í miklum mæli til að bregðast við áhrifunum, mátti vera ljóst að það myndi skila sér í verðbólgu. Þegar Rússar gerðu svo innrás í Úkraínu blasti við að áhrifin yrðu veruleg. Enn hafa stjórnvöld þó ekki brugðist við í samræmi við tilefnið. Landbúnaður hafði staðið í baráttu upp á líf og dauða í nokkur ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda og þegar kostnaðurinn við áburð, eldsneyti og önnur aðföng jókst skyndilega til muna gekk dæmið einfaldlega ekki upp. Ríkisstjórnin brást við með því að veit bændum styrki vegna áburðarkaupa. Það dugði hins vegar skammt og talsverður hluti fjármagnsins fer beint aftur til ríkisins í formi skatta eða greiðslna til ríkisstofnana. Ástandið kallar ekki aðeins á umfangsmeiri aðgerðir til að verja innlend matvælaframleiðslu heldur einnig neyðaraðgerðir sem ná strax til samfélagsins alls, draga úr verðhækkunum, viðhalda verðmætasköpun og halda aftur af skuldaukningu. Margt þarf til en ég ætla að byrja á að nefna þrjár aðgerðir sem geta skipt sköpum. Aðgerðir sem hægt er að ráðast í strax í sumar enda stendur til að Alþingi komi saman til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu Íslandsbanka. I. Lækkun skatta á matvæli Með því að lækka neðra þrep virðisaukaskatts er hægt að lækka verð matvæla og annarra helstu nauðsynjavara sem allur almenningur þarf á að halda. Þar með yrði um leið dregið úr hækkun verðlagsvísitölu. Þessi aðgerð getur í senn dregið úr verðbólgu og bætt kjör almennings. Kjarabæturnar myndu gagnast tekjulægra fólki mest enda þurfa allir að kaupa mat og flestar þær vörur sem eru í lægra skattþrepinu. Í framhaldi af þessu þarf að fylgjast vel með verðlagsþróun svo neytendur séu upplýstir um hverjir standa við sitt og geti beint viðskiptum að þeim sem skila lækkunninni að fullu eða meira en það. II. Lækkun skatta og gjalda á eldsneyti Lækkun eldsneytisgjalda myndi skila sér hratt og vel og hafa margföldunaráhrif. Flestir þurfa að kaupa (eða a.m.k. borga) eldsneyti til að komast leiðar sinnar (nema e.t.v. þeir sem eiga Teslu en það fólk tilheyrir sjaldnast tekjulægri hópum). Áhrifin yrðu þó miklu víðtækari því eldsneyti keyrir hagkerfið áfram, það hefur áhrif á hversu mikið kostar að framleiða og flytja matvæli, hversu mikið kostar að flytja vörur milli landshluta osfrv. Lækkun eldsneytisverðs hefur líka töluverð áhrif á vísitöluna, skuldir, húsnæðis- og leiguverð osfrv. Meirihluti eldsneytisverðs er skattar og hin ýmsu refsigjöld sem hafa verið fundin upp eða hækkuð á undanförnum árum. Oft undir nafninu „grænir skattar“. Það er tiltölulega einfalt að lækka þessi gjöld, þó ekki væri nema tímabundið. III. Húsnæðismálin Skipulag húsnæðismála á Íslandi er komið í algjörar ógöngur og það birtist í húsnæðisskorti, síhækkandi húsnæðisverði (og leiguverði) og því að ungt fólk á erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn og byggja upp eign. Ég hef talað og skrifað mikið um þetta á undanförnum árum en núverandi ástand kallar á neyðaraðgerðir. Það þarf að einfalda skipulagsferlið. Í stað þess að ríkisvaldið þvælist fyrir skipulagsáformum sveitarfélaga ætti að snúa dæminu við og ríkisvaldið að gera kröfu um framboð lóða (m.t.t. eðlilegra skilyrða). Einfalda þarf byggingarreglugerð til að greiða fyrir húsbyggingum og lækka kostnað. Þetta eru ekki ný sannindi en þetta er kerfismál svo viðbrögð stjórnvalda hafa verið engin (nema að flækja málin enn). Með einfaldari og skilvirkari reglugerð mætti lækka byggingarkostnað umtalsvert og ýta undir framkvæmdir. Framhald á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda og auknir hvatar fyrir lífeyrissjóði til að ráðast í húsbyggingar, eins og ég hef nefnt oft áður, eru mikilvægur þáttur í þessu. Mikilvægast af öllu er þó að skipuleggja fallega og eftirsóknarverða byggð. Með því skilar átakið og verðmætasköpunin sér áratugi eða árhundruð fram í tímann (jafnvel þegar ráðist er í neyðaraðgerðir þarf að huga að langtímaáhrifunum). Niðurstaða Við stöndum frammi fyrir augljósri hættu á neikvæðri keðjuverkun sem getur valdið ómældu tjóni á efnahag landsins og lífsgæðum allra Íslendinga til framtíðar. Þótt stjórnvöld þurfi að huga að mörgu við slíkar aðstæður er mikilvægast að ráðast strax í aðgerðir sem geta haft áhrif fljótt og sett af stað jákvæða keðjuverkun. Aðalatriðið er að bregðast við og gera það í tæka tíð. Þetta er ekki mál sem kallar á skipun nefnda sem skila af sér vangaveltum löngu eftir að skaðinn er skeður. Þetta eru aðstæður sem kalla á að stjórnvöld fari að stjórna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Húsnæðismál Kjaramál Landbúnaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið höfðu Íslendingar miklar áhyggjur af verðbólgu og ekki að ástæðulausu. Reynslan frá áttunda og níunda áratugnum og svo eftir bankahrunið lifir í minningunni. Þótt það geti verið eðlilegt að verðlag hækki smátt og smátt er mikil verðbólga til þess fallin að skemma hagkerfið og draga úr lífsgæðum. Það á sérstaklega við um þá tekjulægri og ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum. Þrátt fyrir reynslu af verðbólgu og áhrifum hennar hafa stjórnvöld orðið of værukær gagnvart þessari hættu sem birtist okkur nú og ekki bara á Íslandi heldur víða um heim. Ástandið kallar á neyðaraðgerðir sem skila sér hratt til allra landsmanna. Ég hef ekki verið einn um að benda á að von væri á miklu erfiðara ástandi en stjórnvöld gerðu sér grein fyrir og enn eru áhrifin ekki komin fram nema að takmörkuðu leyti. Eftir að hagkerfi Íslands og margra annarra landa voru að verulegu leyti stöðvuð í tvö ár, en peningar prentaðir í miklum mæli til að bregðast við áhrifunum, mátti vera ljóst að það myndi skila sér í verðbólgu. Þegar Rússar gerðu svo innrás í Úkraínu blasti við að áhrifin yrðu veruleg. Enn hafa stjórnvöld þó ekki brugðist við í samræmi við tilefnið. Landbúnaður hafði staðið í baráttu upp á líf og dauða í nokkur ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda og þegar kostnaðurinn við áburð, eldsneyti og önnur aðföng jókst skyndilega til muna gekk dæmið einfaldlega ekki upp. Ríkisstjórnin brást við með því að veit bændum styrki vegna áburðarkaupa. Það dugði hins vegar skammt og talsverður hluti fjármagnsins fer beint aftur til ríkisins í formi skatta eða greiðslna til ríkisstofnana. Ástandið kallar ekki aðeins á umfangsmeiri aðgerðir til að verja innlend matvælaframleiðslu heldur einnig neyðaraðgerðir sem ná strax til samfélagsins alls, draga úr verðhækkunum, viðhalda verðmætasköpun og halda aftur af skuldaukningu. Margt þarf til en ég ætla að byrja á að nefna þrjár aðgerðir sem geta skipt sköpum. Aðgerðir sem hægt er að ráðast í strax í sumar enda stendur til að Alþingi komi saman til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu Íslandsbanka. I. Lækkun skatta á matvæli Með því að lækka neðra þrep virðisaukaskatts er hægt að lækka verð matvæla og annarra helstu nauðsynjavara sem allur almenningur þarf á að halda. Þar með yrði um leið dregið úr hækkun verðlagsvísitölu. Þessi aðgerð getur í senn dregið úr verðbólgu og bætt kjör almennings. Kjarabæturnar myndu gagnast tekjulægra fólki mest enda þurfa allir að kaupa mat og flestar þær vörur sem eru í lægra skattþrepinu. Í framhaldi af þessu þarf að fylgjast vel með verðlagsþróun svo neytendur séu upplýstir um hverjir standa við sitt og geti beint viðskiptum að þeim sem skila lækkunninni að fullu eða meira en það. II. Lækkun skatta og gjalda á eldsneyti Lækkun eldsneytisgjalda myndi skila sér hratt og vel og hafa margföldunaráhrif. Flestir þurfa að kaupa (eða a.m.k. borga) eldsneyti til að komast leiðar sinnar (nema e.t.v. þeir sem eiga Teslu en það fólk tilheyrir sjaldnast tekjulægri hópum). Áhrifin yrðu þó miklu víðtækari því eldsneyti keyrir hagkerfið áfram, það hefur áhrif á hversu mikið kostar að framleiða og flytja matvæli, hversu mikið kostar að flytja vörur milli landshluta osfrv. Lækkun eldsneytisverðs hefur líka töluverð áhrif á vísitöluna, skuldir, húsnæðis- og leiguverð osfrv. Meirihluti eldsneytisverðs er skattar og hin ýmsu refsigjöld sem hafa verið fundin upp eða hækkuð á undanförnum árum. Oft undir nafninu „grænir skattar“. Það er tiltölulega einfalt að lækka þessi gjöld, þó ekki væri nema tímabundið. III. Húsnæðismálin Skipulag húsnæðismála á Íslandi er komið í algjörar ógöngur og það birtist í húsnæðisskorti, síhækkandi húsnæðisverði (og leiguverði) og því að ungt fólk á erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn og byggja upp eign. Ég hef talað og skrifað mikið um þetta á undanförnum árum en núverandi ástand kallar á neyðaraðgerðir. Það þarf að einfalda skipulagsferlið. Í stað þess að ríkisvaldið þvælist fyrir skipulagsáformum sveitarfélaga ætti að snúa dæminu við og ríkisvaldið að gera kröfu um framboð lóða (m.t.t. eðlilegra skilyrða). Einfalda þarf byggingarreglugerð til að greiða fyrir húsbyggingum og lækka kostnað. Þetta eru ekki ný sannindi en þetta er kerfismál svo viðbrögð stjórnvalda hafa verið engin (nema að flækja málin enn). Með einfaldari og skilvirkari reglugerð mætti lækka byggingarkostnað umtalsvert og ýta undir framkvæmdir. Framhald á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda og auknir hvatar fyrir lífeyrissjóði til að ráðast í húsbyggingar, eins og ég hef nefnt oft áður, eru mikilvægur þáttur í þessu. Mikilvægast af öllu er þó að skipuleggja fallega og eftirsóknarverða byggð. Með því skilar átakið og verðmætasköpunin sér áratugi eða árhundruð fram í tímann (jafnvel þegar ráðist er í neyðaraðgerðir þarf að huga að langtímaáhrifunum). Niðurstaða Við stöndum frammi fyrir augljósri hættu á neikvæðri keðjuverkun sem getur valdið ómældu tjóni á efnahag landsins og lífsgæðum allra Íslendinga til framtíðar. Þótt stjórnvöld þurfi að huga að mörgu við slíkar aðstæður er mikilvægast að ráðast strax í aðgerðir sem geta haft áhrif fljótt og sett af stað jákvæða keðjuverkun. Aðalatriðið er að bregðast við og gera það í tæka tíð. Þetta er ekki mál sem kallar á skipun nefnda sem skila af sér vangaveltum löngu eftir að skaðinn er skeður. Þetta eru aðstæður sem kalla á að stjórnvöld fari að stjórna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun