Við veljum okkur vini eftir lykt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. júlí 2022 16:16 GettyImages Við veljum okkur vini sem lykta eins og við. Iðnvæðingunni er um að kenna að maðurinn er nánast eina spendýrið sem er ómeðvitað um lyktina af samborgurum sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindakönnunar. Við þekkjum það öll að spendýrin allt í kringum okkur þefa hvert af öðru til að átta sig betur á því hvort á ferðinni er vinur eða vargur. Já, eða einhver sem þau vilja geta afkvæmi sín með. Við treystum ómeðvitað á lyktarskynið Við mennirnir gerum það reyndar líka, en algerlega án þess að vita af því. Reyndar hefur það verið svo um langt skeið að margt fólk myndi raða lyktarskyninu aftast á merina þegar kemur að því að raða skilningarvitunum fimm eftir mikilvægi. Hópur vísindamanna við Weizmann vísindastofnunina í Ísrael hefur síðustu misserin kannað mikilvægi lyktar á meðal mannanna og birti niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Science Advances. Þær benda afdráttarlaust til þess að vinir lykta með svipuðum hætti og að við veljum okkur vini eftir lykt. Þar sem sú hætta er fyrir hendi að vinir fari með tíð og tíma að lykta svipað, þá voru einungis valdir vinir í tilraunina sem urðu vinir við fyrstu sýn. Prófanir á þeim sýndu að þessir innbyrðis vinir sendu frá sér svipaða lykt. Lykt sem við finnum ekki nauðsynlega meðvitað, en sem heilinn okkar skynjar. Og líkar við. Eða ekki. Annað úrtak í könnuninni var hópur fólks sem þekktist ekkert og það var látið leika svokallaða speglaleiki, þ.e.a.s herma eftir hverju öðru. Vísindamennirnir þróuðu svo rafrænt nef, létu það þefa af fólkinu og segja fyrir um hverjum yrði vel til vina. Í meira en 70 prósentum tilvika rataði hið rafræna nef á rétta vini. Viljum síður vingast við fólk sem lyktar öðruvísi Inbal Ravreby, vísindakona í rannsóknarteyminu, segir að lyktarskyn mannsins þurfi frekari rannsókna við, en hún telur miklar líkur á því að fólk sem lykti með mjög ólíkum hætti, eigi hreinlega erfitt með að tengjast sterkum tilfinningaböndum. Noam Sobel, sem leiddi rannsóknina, segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður, þá sé maðurinn langt frá því að reiða sig jafn mikið á lyktarskynið og til að mynda geitur eða snjáldurmýs, við erum háð mörgum öðrum þáttum þegar kemur að félagslegri hegðun. Engu að síður þá gegni okkar litla nef mun mikilvægara hlutverki en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir, þegar kemur að vali á vinum í lífinu. Gün R. Semin, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á tilfinningasamskiptum mannsins í gegnum aldirnar, segir að lyktarskynið hafi fyrir alvöru verið gjaldfellt við iðnvæðingu Vesturlanda. Síðustu árhundruðin hafi sjónskynið verið það skilningarvit sem mest sé talið um vert. Sem dæmi megi nefna að orðaforði vestrænna tungumála yfir þá lykt sem er af okkur mönnunum er afar fátæklegur, einfaldlega af því að við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri lykt sem af okkur leggur. Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Við þekkjum það öll að spendýrin allt í kringum okkur þefa hvert af öðru til að átta sig betur á því hvort á ferðinni er vinur eða vargur. Já, eða einhver sem þau vilja geta afkvæmi sín með. Við treystum ómeðvitað á lyktarskynið Við mennirnir gerum það reyndar líka, en algerlega án þess að vita af því. Reyndar hefur það verið svo um langt skeið að margt fólk myndi raða lyktarskyninu aftast á merina þegar kemur að því að raða skilningarvitunum fimm eftir mikilvægi. Hópur vísindamanna við Weizmann vísindastofnunina í Ísrael hefur síðustu misserin kannað mikilvægi lyktar á meðal mannanna og birti niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Science Advances. Þær benda afdráttarlaust til þess að vinir lykta með svipuðum hætti og að við veljum okkur vini eftir lykt. Þar sem sú hætta er fyrir hendi að vinir fari með tíð og tíma að lykta svipað, þá voru einungis valdir vinir í tilraunina sem urðu vinir við fyrstu sýn. Prófanir á þeim sýndu að þessir innbyrðis vinir sendu frá sér svipaða lykt. Lykt sem við finnum ekki nauðsynlega meðvitað, en sem heilinn okkar skynjar. Og líkar við. Eða ekki. Annað úrtak í könnuninni var hópur fólks sem þekktist ekkert og það var látið leika svokallaða speglaleiki, þ.e.a.s herma eftir hverju öðru. Vísindamennirnir þróuðu svo rafrænt nef, létu það þefa af fólkinu og segja fyrir um hverjum yrði vel til vina. Í meira en 70 prósentum tilvika rataði hið rafræna nef á rétta vini. Viljum síður vingast við fólk sem lyktar öðruvísi Inbal Ravreby, vísindakona í rannsóknarteyminu, segir að lyktarskyn mannsins þurfi frekari rannsókna við, en hún telur miklar líkur á því að fólk sem lykti með mjög ólíkum hætti, eigi hreinlega erfitt með að tengjast sterkum tilfinningaböndum. Noam Sobel, sem leiddi rannsóknina, segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður, þá sé maðurinn langt frá því að reiða sig jafn mikið á lyktarskynið og til að mynda geitur eða snjáldurmýs, við erum háð mörgum öðrum þáttum þegar kemur að félagslegri hegðun. Engu að síður þá gegni okkar litla nef mun mikilvægara hlutverki en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir, þegar kemur að vali á vinum í lífinu. Gün R. Semin, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á tilfinningasamskiptum mannsins í gegnum aldirnar, segir að lyktarskynið hafi fyrir alvöru verið gjaldfellt við iðnvæðingu Vesturlanda. Síðustu árhundruðin hafi sjónskynið verið það skilningarvit sem mest sé talið um vert. Sem dæmi megi nefna að orðaforði vestrænna tungumála yfir þá lykt sem er af okkur mönnunum er afar fátæklegur, einfaldlega af því að við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri lykt sem af okkur leggur.
Vísindi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira