Víkingar mæta til Malmö með sjálfstraustið í botni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 08:01 Víkingar hafa verið óstöðvandi að undanförnu. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Malmö ytra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Víkingar mæta fullir sjálfstrausts í leikinn, sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport, eftir átta sigurleiki í röð. Byrjun Víkings í Bestu deildinni var nokkuð brösug en liðið hefur heldur betur fundið taktinn að undanförnu og dansar nú sem aldrei fyrr. Eftir 0-3 tap gegn Breiðabliki þann 16. maí höfðu Íslands- og bikarmeistararnir tapað þremur af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þá hafði liðið einnig gert markalaust jafntefli gegn Leikni Reykjavík. Síðan þá hafa Víkingar verið nær óstöðvandi, raðað inn mörkum og varla fengið á sig mark, markatala liðsins í síðustu átta leikjum er 33-3. Vissulega hafa Víkingar mætt misgóðum liðum í bikar- og Evrópukeppni en síðustu tveir deildarleikir hafa verið einkar sannfærandi. Víkingar fóru til Vestmannaeyja og unnu einkar öruggan 3-0 útisigur og sömu sögu var að segja er liðið heimsótti KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Víkingar stóðu af sér storm í upphafi leiks er KR-ingar hentu öllu sem þeir áttu í gestina. Eftir að Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir með marki úr vítaspyrnu var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Staðan í deildinni er svo þannig að ef Víkingar vinna leikinn sem þeir eiga til góða á Blika þá munar aðeins sex stigum á liðunum. Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin) Á meðan Malmö, sem er ríkjandi sænskur meistari, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu hafa Víkingar verið á blússandi siglingu. Það ættu því að vera gestirnir sem mæta fullir sjálfstraust er leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Þá er vert að minnast á að Víkingar mæta þar sínum fyrrum læriföður en Miloš Milojević þjálfara Malmö í dag. Talið er að sæti hans sé orðið nokkuð heitt en sænsku meistararnir töpuðu einkar óvænt gegn Sundsvall á dögunum. Undankeppni Meistaradeildar Evrópu @malmoffen @vikingurfc Í beinni á þriðjudag kl. 16:40 pic.twitter.com/DdCJRv8ch3— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 4, 2022 Leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16.40. Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Byrjun Víkings í Bestu deildinni var nokkuð brösug en liðið hefur heldur betur fundið taktinn að undanförnu og dansar nú sem aldrei fyrr. Eftir 0-3 tap gegn Breiðabliki þann 16. maí höfðu Íslands- og bikarmeistararnir tapað þremur af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þá hafði liðið einnig gert markalaust jafntefli gegn Leikni Reykjavík. Síðan þá hafa Víkingar verið nær óstöðvandi, raðað inn mörkum og varla fengið á sig mark, markatala liðsins í síðustu átta leikjum er 33-3. Vissulega hafa Víkingar mætt misgóðum liðum í bikar- og Evrópukeppni en síðustu tveir deildarleikir hafa verið einkar sannfærandi. Víkingar fóru til Vestmannaeyja og unnu einkar öruggan 3-0 útisigur og sömu sögu var að segja er liðið heimsótti KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Víkingar stóðu af sér storm í upphafi leiks er KR-ingar hentu öllu sem þeir áttu í gestina. Eftir að Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir með marki úr vítaspyrnu var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Staðan í deildinni er svo þannig að ef Víkingar vinna leikinn sem þeir eiga til góða á Blika þá munar aðeins sex stigum á liðunum. Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin) Á meðan Malmö, sem er ríkjandi sænskur meistari, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu hafa Víkingar verið á blússandi siglingu. Það ættu því að vera gestirnir sem mæta fullir sjálfstraust er leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Þá er vert að minnast á að Víkingar mæta þar sínum fyrrum læriföður en Miloš Milojević þjálfara Malmö í dag. Talið er að sæti hans sé orðið nokkuð heitt en sænsku meistararnir töpuðu einkar óvænt gegn Sundsvall á dögunum. Undankeppni Meistaradeildar Evrópu @malmoffen @vikingurfc Í beinni á þriðjudag kl. 16:40 pic.twitter.com/DdCJRv8ch3— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 4, 2022 Leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16.40.
Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin)
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira