Sendi barnsmóður sinni ógnandi skilaboð Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2022 14:24 Maðurinn hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður, hótanir og brot í nánu sambandi með því að hafa sent henni móðgandi smáskilaboð. Brot mannsins voru framin á árunum 2018 og 2020. Brotin árið 2018 teljast til hegningarauka við dóm sem maðurinn hlaut árið 2020. Ummælin árið 2020 lét maðurinn falla skömmu eftir að sá dómur gekk en hann var fyrir ofbeldi gegn konunni. Maðurinn neitaði sök í öllum ákæruliðum en gekkst þó við því að hafa sent skilaboðin sem um ræddi í málinu. Hann bar það fyrir sig hann hefði verið beittur ofbeldi í sambandinu sem varði frá 2015 til 2018. „Þú þarft að vita vertu viss að sá sem er að ríða þér núna brjóti í þér tennurnar í minn stað,“ er meðal þess sem maðurinn sendi konunni. Mörg skilaboðanna sneru að því að konan stundaði kynlíf með öðrum mönnum. Þá hótaði hann konunni ofbeldi í mörgum skilaboðanna. Krafðist tveggja og hálfrar milljónar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að brot mannsins hafi réttilega verið heimfærð til ákvæða hegningarlaga og að hann hafi gerst sekur um alla ákæruliði. Dómur mannsins frá 2018 var dæmdur upp og refsing ákveðin í einu lagi tólf mánuðir. Níu mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur en hún hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna. Að lokum var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðra verjandasinn, alls 950 þúsund krónur og hluta þóknunar skipaðs réttargæslumanns brotaþola sem alls var ákveðin 2,2 milljónir króna en þriðjungur hennar greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Brot mannsins voru framin á árunum 2018 og 2020. Brotin árið 2018 teljast til hegningarauka við dóm sem maðurinn hlaut árið 2020. Ummælin árið 2020 lét maðurinn falla skömmu eftir að sá dómur gekk en hann var fyrir ofbeldi gegn konunni. Maðurinn neitaði sök í öllum ákæruliðum en gekkst þó við því að hafa sent skilaboðin sem um ræddi í málinu. Hann bar það fyrir sig hann hefði verið beittur ofbeldi í sambandinu sem varði frá 2015 til 2018. „Þú þarft að vita vertu viss að sá sem er að ríða þér núna brjóti í þér tennurnar í minn stað,“ er meðal þess sem maðurinn sendi konunni. Mörg skilaboðanna sneru að því að konan stundaði kynlíf með öðrum mönnum. Þá hótaði hann konunni ofbeldi í mörgum skilaboðanna. Krafðist tveggja og hálfrar milljónar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að brot mannsins hafi réttilega verið heimfærð til ákvæða hegningarlaga og að hann hafi gerst sekur um alla ákæruliði. Dómur mannsins frá 2018 var dæmdur upp og refsing ákveðin í einu lagi tólf mánuðir. Níu mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur en hún hafði farið fram á tvær og hálfa milljón króna. Að lokum var hann dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðra verjandasinn, alls 950 þúsund krónur og hluta þóknunar skipaðs réttargæslumanns brotaþola sem alls var ákveðin 2,2 milljónir króna en þriðjungur hennar greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira