Áður hafði Antonio Conte fengið Fraser Forster, Ivan Perisic, Yves Bissouma og Richarlison til liðsins. Nú virðist Lenglet vera að bætast í flóruna og er honum ætlað að styrkja varnarlínu Lundúnaliðsins.
Ef marka má orð Fabrizio Romano á Twitter þá styttist óðfluga í að samkomulag náist á milli Tottenham og Barcelona um að leikmaðurinn færi sig yfir til Englands á láni.
Clément Lenglet to Tottenham, just matter of time and then… here we go soon. Agreement’s being finalised between Barcelona and Tottenham on loan deal, working on details. 🚨⚪️ #THFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 4, 2022
Lenglet agreed personal terms with Spurs last week, matter of final steps between clubs. pic.twitter.com/6bg80EeTvD
Lenglet hefur verið í herbúðum Barcelona frá árinu 2018. Hann hefur leikið 105 deildarleiki fyrir félagið, en tækifærin hafa verið af skornum skammti undanfarið. Þá á hann einnig að baki 15 leiki fyrir franska landsliðið.