Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2022 11:57 Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu. Í tillögunni, sem var samþykkt samhljóða, segir jafnframt að einnig verði stutt við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Einnig verði horft til gildandi jafnréttisstefnu bæjarins og metið hvort og þá að hvaða leyti hún geti ýtt betur undir fjölbreytileika og styrkt stöðu hinsegin fólks og annarra hópa sem geta átt undir högg að sækja stöðu sinnar vegna. Í greinargerð með tillögunni segir að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum. „Í Garðabæ tilheyrum við öll og það er okkur, kjörnum fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn Garðabæjar, mikilvægt að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki. Þess vegna leggjum við til að gengið verði til viðræðna við Samtökin ’78 - félag hinsegin fólks á Íslandi, sem halda úti öflugu og faglegu fræðslustarfi og ráðgjöf, um samstarfssamning. Það er samfélaginu öllu mikilvægt að mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika mannlífsins sé í hávegum höfð,“ segir í greinargerð. Þá segir enn fremur að Garðabær sé barnvænt samfélag sem vinni að að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Aukin meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu sé mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Vilja stíga skrefinu lengra Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar segir um mikilvægt skref að ræða. „Það hefur verið vel haldið utan um fræðslu um hinsegin málefni í Garðabæ og starfsfólk okkar sýnt metnað í henni. En nú viljum við stíga skrefinu lengra og nýta samstarf við Samtökin´78 til að þróa fræðslu og umræðu um fjölbreytileika mannlífsins áfram. Við munum skýra nánar frá vinnu við samninginn og útfærslum á næstu vikum,“ er haft eftir Almari í fréttatilkynningu um málið. Bæjarfulltrúarnir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson eru sammála um hversu þarft það er að efla hinsegin fræðslu og meðvitund. „Garðabær er með þessari mikilvægu ákvörðun að taka stórt skref í mannréttindamálum og sýnir stuðning við hinsegin fólk í verki. Hinsegin fræðsla og aukin meðvitund um hinsegin málefni mun stuðla að opnara og frjálsara samfélagi þar sem öll fá að tilheyra,“ er haft eftir þeim í tilkynningu. Í tilefni af samþykktinni komu bæjarráðsfulltrúar saman að loknum fundi og máluðu regnbogafánann við inngang Garðatorg 7 á ný. Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Stolt út um allt í Garðabæ! Í dag er gleðidagur fyrir okkur öll sem tilheyrum hinsegin samfélaginu í Garðabæ og um leið fyrir samfélagið allt. 5. júlí 2022 07:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Í tillögunni, sem var samþykkt samhljóða, segir jafnframt að einnig verði stutt við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Einnig verði horft til gildandi jafnréttisstefnu bæjarins og metið hvort og þá að hvaða leyti hún geti ýtt betur undir fjölbreytileika og styrkt stöðu hinsegin fólks og annarra hópa sem geta átt undir högg að sækja stöðu sinnar vegna. Í greinargerð með tillögunni segir að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum. „Í Garðabæ tilheyrum við öll og það er okkur, kjörnum fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn Garðabæjar, mikilvægt að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki. Þess vegna leggjum við til að gengið verði til viðræðna við Samtökin ’78 - félag hinsegin fólks á Íslandi, sem halda úti öflugu og faglegu fræðslustarfi og ráðgjöf, um samstarfssamning. Það er samfélaginu öllu mikilvægt að mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika mannlífsins sé í hávegum höfð,“ segir í greinargerð. Þá segir enn fremur að Garðabær sé barnvænt samfélag sem vinni að að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Aukin meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu sé mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Vilja stíga skrefinu lengra Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar segir um mikilvægt skref að ræða. „Það hefur verið vel haldið utan um fræðslu um hinsegin málefni í Garðabæ og starfsfólk okkar sýnt metnað í henni. En nú viljum við stíga skrefinu lengra og nýta samstarf við Samtökin´78 til að þróa fræðslu og umræðu um fjölbreytileika mannlífsins áfram. Við munum skýra nánar frá vinnu við samninginn og útfærslum á næstu vikum,“ er haft eftir Almari í fréttatilkynningu um málið. Bæjarfulltrúarnir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson eru sammála um hversu þarft það er að efla hinsegin fræðslu og meðvitund. „Garðabær er með þessari mikilvægu ákvörðun að taka stórt skref í mannréttindamálum og sýnir stuðning við hinsegin fólk í verki. Hinsegin fræðsla og aukin meðvitund um hinsegin málefni mun stuðla að opnara og frjálsara samfélagi þar sem öll fá að tilheyra,“ er haft eftir þeim í tilkynningu. Í tilefni af samþykktinni komu bæjarráðsfulltrúar saman að loknum fundi og máluðu regnbogafánann við inngang Garðatorg 7 á ný.
Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Stolt út um allt í Garðabæ! Í dag er gleðidagur fyrir okkur öll sem tilheyrum hinsegin samfélaginu í Garðabæ og um leið fyrir samfélagið allt. 5. júlí 2022 07:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Stolt út um allt í Garðabæ! Í dag er gleðidagur fyrir okkur öll sem tilheyrum hinsegin samfélaginu í Garðabæ og um leið fyrir samfélagið allt. 5. júlí 2022 07:01