Hundrað bókanir eftir Michelin-stjörnuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júlí 2022 12:07 Frá vinstri: Agne Petkeviciute, Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson, Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur á ÓX og Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi og einn eigenda ÓX. Þeir Rúnar og Þráinn eru staddir í Stafangri. Aðsend Stofnandi Óx segir það mikinn heiður að hljóta Michelin-stjörnu eftir áralanga þróun og vinnu með veitingastaðinn. Tveir íslenskir staðir státa nú af stjörnunni eftirsóttu. Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi hlaut í gærkvöld Michelin-stjörnu á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og stofnandi segir tilfinninguna hafa verið mjög sæta. „Þetta var mikill heiður fyrir okkur. Eftir áralanga þróun og vinnu erum við komin á þennan stað sem við erum á í dag. Þetta er frábært fyrir okkur og bara fyrir íslenska veitingamarkaðinn að það séu nú komnir tveir en ekki bara einn Michelin staðir og vonandi bara fleiri í framtíðinni,“ segir Þráinn. Hinn veitingastaðurinn er Dill sem hlaut fyrstu stjörnuna 2017 og hélt henni nú. Staðurinn halut einnig svokallaða græna stjörnu sem veitt er sjálfbærum veitingahúsum. Michelin stjörnur eru gríðarlega eftirsóttar enda trekkja þær matgæðinga að - líkt og kom bersýnilega í ljós eftir athöfnina í gær. „Í framtíðarsýninni hefur þetta mikla þýðingu, staðurinn hefur sem betur fer alltaf verið fullbókaður en núna væntanlega verður það enn meira og meiri ásókn. Við sáum það strax í gær og það bókuðu sig held ég hundrað manns.“ Segja má að Óx sé nokkuð óhefðbundinn veitingastaður. Einungis er pláss fyrir ellefu gesti á kvöldi sem allir þurfa að mæta á sama tíma. Eitt verð gildir einnig fyrir alla, eða 42.900 krónur. Innifaldir eru fjölmargir réttir og vín. Staðurinn var opnaður árið 2018 en hafði verið hugarfóstur Þráins um margra ára skeið. „Þetta er þriggja tíma „show“ þar sem gestirnir sjá hvað við erum að gera og við kynnumst þeim og vitum hvaðan þeir eru. Eftir kvöldið er þetta pínu eins og þú hafir farið heim eftir matarboð hjá einhverjum sem þú kannski þekktir ekki fyrst en þekkir vel eftir kvöldið,“ segir Þráinn. Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi hlaut í gærkvöld Michelin-stjörnu á hátíðlegri athöfn í Stafangri í Noregi. Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og stofnandi segir tilfinninguna hafa verið mjög sæta. „Þetta var mikill heiður fyrir okkur. Eftir áralanga þróun og vinnu erum við komin á þennan stað sem við erum á í dag. Þetta er frábært fyrir okkur og bara fyrir íslenska veitingamarkaðinn að það séu nú komnir tveir en ekki bara einn Michelin staðir og vonandi bara fleiri í framtíðinni,“ segir Þráinn. Hinn veitingastaðurinn er Dill sem hlaut fyrstu stjörnuna 2017 og hélt henni nú. Staðurinn halut einnig svokallaða græna stjörnu sem veitt er sjálfbærum veitingahúsum. Michelin stjörnur eru gríðarlega eftirsóttar enda trekkja þær matgæðinga að - líkt og kom bersýnilega í ljós eftir athöfnina í gær. „Í framtíðarsýninni hefur þetta mikla þýðingu, staðurinn hefur sem betur fer alltaf verið fullbókaður en núna væntanlega verður það enn meira og meiri ásókn. Við sáum það strax í gær og það bókuðu sig held ég hundrað manns.“ Segja má að Óx sé nokkuð óhefðbundinn veitingastaður. Einungis er pláss fyrir ellefu gesti á kvöldi sem allir þurfa að mæta á sama tíma. Eitt verð gildir einnig fyrir alla, eða 42.900 krónur. Innifaldir eru fjölmargir réttir og vín. Staðurinn var opnaður árið 2018 en hafði verið hugarfóstur Þráins um margra ára skeið. „Þetta er þriggja tíma „show“ þar sem gestirnir sjá hvað við erum að gera og við kynnumst þeim og vitum hvaðan þeir eru. Eftir kvöldið er þetta pínu eins og þú hafir farið heim eftir matarboð hjá einhverjum sem þú kannski þekktir ekki fyrst en þekkir vel eftir kvöldið,“ segir Þráinn.
Michelin Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira