Fjögur möguleg skipti fyrir Durant sem Brooklyn Nets gæti samþykkt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 15:01 Kevin Durant spilar væntanlega ekki fleiri leiki fyrir Brooklyn Nets liðið. Getty/Al Bello Það verður frekar erfitt að átta sig á landslaginu í NBA-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð fyrr en við vitum hvar hinn frábæri Kevin Durant muni spila. Kappinn hefur beðið um að komast frá Brooklyn Nets þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum. Það vantar ekki áhugasöm lið því eftir að fréttirnar bárust að Durant vildi í burtu þá stoppaði ekki síminn hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma var það strax ljóst að forráðamenn Brooklyn liðsins ætluðu ekki að leyfa honum að fara nema að fá eitthvað svakalega mikið í staðinn. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið að velta því fyrir sér hvaða lið geti boðið best í Durant og hér fyrir neðan má sjá slíkar pælingar. Brooklyn Nets hefur gefið það út að félagið vilji fá stjörnuleikmann í skiptum fyrir Durant auk þess að fá valrétti og aðra leikmenn með í pakkanum. Það eru ekki nærri því öll félög í NBA-deildinni sem geta boðið vel en sum eru í betri stöðu en önnur eins og kemur fram í samantekt The Score. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Fjögur lið eru nefnd til leiks en það eru Phoenix Suns, Toronto Raptors, Miami Heat og Golden State Warriors. Suma rekur augun örugglega strax í nafn Golden State Warriors en NBA-meistarnir hafa áhuga á sínum gamla liðsmanni og geta boðið vel. Brooklyn fengi þá spútnikstjörnuna Andrew Wiggins, framtíðarstjörnuna James Wiseman og svo fyrsta valrétt Golden State í nýliðavalinu á næsta ári. Allt frá byrjun hafa lið Phoenix Suns og Miami Heat verið í kapphlaupinu en Durant á að hafa nefnt þau tvö sem lið sem hann vildi spila með. Miami gæti boðið Tyler Herro, Duncan Robinson og marga valrétti úr fyrstu umferð en Phoenix gæti boðið Deandre Ayton, Mikal Bridges og marga valrétti úr fyrstu umferð. Það er almennt talið að það séu mestar líkur á því að Durant endi sem leikmaður Phoenix Suns. Toronto Raptors virðist líka ætla að keppa um Durant og gætu líka boðið vel eða tvo öfluga leikmenn, OG Anunoby, Pascal Siakam sem og valrétt úr fyrstu umferð. NBA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Það vantar ekki áhugasöm lið því eftir að fréttirnar bárust að Durant vildi í burtu þá stoppaði ekki síminn hjá Brooklyn Nets. Á sama tíma var það strax ljóst að forráðamenn Brooklyn liðsins ætluðu ekki að leyfa honum að fara nema að fá eitthvað svakalega mikið í staðinn. Bandarískir fjölmiðlar hafa verið að velta því fyrir sér hvaða lið geti boðið best í Durant og hér fyrir neðan má sjá slíkar pælingar. Brooklyn Nets hefur gefið það út að félagið vilji fá stjörnuleikmann í skiptum fyrir Durant auk þess að fá valrétti og aðra leikmenn með í pakkanum. Það eru ekki nærri því öll félög í NBA-deildinni sem geta boðið vel en sum eru í betri stöðu en önnur eins og kemur fram í samantekt The Score. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Fjögur lið eru nefnd til leiks en það eru Phoenix Suns, Toronto Raptors, Miami Heat og Golden State Warriors. Suma rekur augun örugglega strax í nafn Golden State Warriors en NBA-meistarnir hafa áhuga á sínum gamla liðsmanni og geta boðið vel. Brooklyn fengi þá spútnikstjörnuna Andrew Wiggins, framtíðarstjörnuna James Wiseman og svo fyrsta valrétt Golden State í nýliðavalinu á næsta ári. Allt frá byrjun hafa lið Phoenix Suns og Miami Heat verið í kapphlaupinu en Durant á að hafa nefnt þau tvö sem lið sem hann vildi spila með. Miami gæti boðið Tyler Herro, Duncan Robinson og marga valrétti úr fyrstu umferð en Phoenix gæti boðið Deandre Ayton, Mikal Bridges og marga valrétti úr fyrstu umferð. Það er almennt talið að það séu mestar líkur á því að Durant endi sem leikmaður Phoenix Suns. Toronto Raptors virðist líka ætla að keppa um Durant og gætu líka boðið vel eða tvo öfluga leikmenn, OG Anunoby, Pascal Siakam sem og valrétt úr fyrstu umferð.
NBA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik