Starfsmaður stal 1,7 milljón króna af Bónus Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2022 14:55 Konan var starfsmaður Bónus í Holtagörðum. Vísir/Vilhelm Kona var nýverið dæmd til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa, yfir tæplega fjögurra ára tímabil, stolið um 1,7 milljón króna af vinnuveitanda sínum Högum hf. en hún starfaði í Bónus. Konan var ákærð fyrir að hafa misnotað í nokkur skipti aðstöðu sína sem starfsmaður verslunarinnar Bónus að Holtagörðum í Reykjavík, og dregið sér fjármuni með því að framkvæma tilhæfulausar mínusfærslur í kassakerfi verslunarinnar og í kjölfarið tekið samsvarandi fjárhæð úr peningaskáp verslunarinnar og nýtt í eigin þágu. Um var að ræða 71 skipti yfir tímabilið mars 2015 til nóvember 2018. Þá var hún einnig ákærð fyrir að setja tuttugu þúsund krónur inn á fyrirframgreitt Bónuskort og nýta í eigin þágu og að taka reiðufé að fjárhæð 22 þúsund krónur úr peningaskáp verslunarinnar og nýta í eigin þágu. Við rekstur málsins óskaði saksóknari eftir því að fallið yrði frá sjö liðum í fyrsta ákærulið og játaði konan brot samkvæmt eftirstandandi ákæruliðum. Með vísan til játunar og þess að konan hefði aldrei hlotið refsingu áður var refsing hennar ákveðin sextíu daga fangelsisvist skilorðsbundin til tveggja ára. Hagar mættu ekki og fá ekki krónu Hagar hf. kröfðust þess að konan greiddi um 1,6 milljón króna í skaðabætur auk vaxta og dráttarvaxta. Þar sem Hagar sóttu ekki dómþing við fyrirtöku málsins og höfðu hvorki boðað lögmæt forföll né fengið ákæruvaldið til að mæta fyrir sína hönd fellur krafan sjálfkrafa niður í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála. Dómsmál Reykjavík Verslun Efnahagsbrot Hagar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Konan var ákærð fyrir að hafa misnotað í nokkur skipti aðstöðu sína sem starfsmaður verslunarinnar Bónus að Holtagörðum í Reykjavík, og dregið sér fjármuni með því að framkvæma tilhæfulausar mínusfærslur í kassakerfi verslunarinnar og í kjölfarið tekið samsvarandi fjárhæð úr peningaskáp verslunarinnar og nýtt í eigin þágu. Um var að ræða 71 skipti yfir tímabilið mars 2015 til nóvember 2018. Þá var hún einnig ákærð fyrir að setja tuttugu þúsund krónur inn á fyrirframgreitt Bónuskort og nýta í eigin þágu og að taka reiðufé að fjárhæð 22 þúsund krónur úr peningaskáp verslunarinnar og nýta í eigin þágu. Við rekstur málsins óskaði saksóknari eftir því að fallið yrði frá sjö liðum í fyrsta ákærulið og játaði konan brot samkvæmt eftirstandandi ákæruliðum. Með vísan til játunar og þess að konan hefði aldrei hlotið refsingu áður var refsing hennar ákveðin sextíu daga fangelsisvist skilorðsbundin til tveggja ára. Hagar mættu ekki og fá ekki krónu Hagar hf. kröfðust þess að konan greiddi um 1,6 milljón króna í skaðabætur auk vaxta og dráttarvaxta. Þar sem Hagar sóttu ekki dómþing við fyrirtöku málsins og höfðu hvorki boðað lögmæt forföll né fengið ákæruvaldið til að mæta fyrir sína hönd fellur krafan sjálfkrafa niður í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála.
Dómsmál Reykjavík Verslun Efnahagsbrot Hagar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira