Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 22:15 Lindsey Graham og Rudy Giuliani voru tveir af nánustu bandamönnum Trumps. Getty Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. Hinir fimm eru Kenneth Chesebro, Cleta Mitchell, Jenna Ellis, John Eastman og Jacki Pick Deason. Samkvæmt stefnunum eiga sjömenningarnir að bera vitni fyrir svokölluðum ákærudómstól. Það er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin tengist ekki rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur einnig verið að skoða viðleitni Trumps og hans fólks til að halda völdum eftir kosningarnar. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Háttsettir embættismenn í Georgíu hafa þegar borið vitni í málinu en það gæti reynst Trump erfitt. Hann er sagður líklegur til að kynna annað forsetaframboð á næstunni fyrir kosningarnar 2024. Bað um að atkvæði yrðu fundin AP fréttaveitan að rannsóknin snúi meðal annars að símtali Trumps til Brads Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ þau atkvæði sem hann vantaði til að vinna í Georgíu. Lindsey Graham hringdi einnig tvisvar sinnum í Raffensperger en þau símtöl eru einnig til rannsóknar. Í þessum símtölum er Graham sagður hafa spurt um möguleikann á endurtalningu svo hægt væri að finna niðurstöðu sem væri „jákvæðari“ fyrir Trump. Í frétt New York Times segir að dómsgögn sýni að Fani T. Willis, saksóknari í Atlanta, sé meðal annars að íhuga ákærur fyrir samsæri og svik. Giuliani leiddi viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í nokkrum ríkjum. Þar á meðal í Georgíu þar sem Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump og bandamenn hans reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit kosninganna í fleiri ríkjum eins og Arizona og Michigan. Þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar um umfangsmikil kosningasvik og fjölmörg dómsmál og endurtalningar hafa engar trúverðugar sannanir fyrir máli þeirra fundist. Willis segir Giuliani hafa leitt viðleitni Trump-liða í Georgíu og víðar. Hann hafi meðal annars sýnt ríkisþingmönnum myndband sem hafi átt að sýna kosningastarfsmenn bera ferðatöskur fullar af atkvæðaseðlum inn á kjörstað. Fljótt reyndist ljóst að það myndband sýndi ekki það sem Giuliani sagði það gera en þrátt fyrir það hélt lögmaðurinn áfram að nota það og halda því ranglega fram að það sýndi svik. Willis segir þetta hafa verið lið í umfangsmikilli áætlun Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Hinir fimm eru Kenneth Chesebro, Cleta Mitchell, Jenna Ellis, John Eastman og Jacki Pick Deason. Samkvæmt stefnunum eiga sjömenningarnir að bera vitni fyrir svokölluðum ákærudómstól. Það er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin tengist ekki rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur einnig verið að skoða viðleitni Trumps og hans fólks til að halda völdum eftir kosningarnar. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Háttsettir embættismenn í Georgíu hafa þegar borið vitni í málinu en það gæti reynst Trump erfitt. Hann er sagður líklegur til að kynna annað forsetaframboð á næstunni fyrir kosningarnar 2024. Bað um að atkvæði yrðu fundin AP fréttaveitan að rannsóknin snúi meðal annars að símtali Trumps til Brads Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ þau atkvæði sem hann vantaði til að vinna í Georgíu. Lindsey Graham hringdi einnig tvisvar sinnum í Raffensperger en þau símtöl eru einnig til rannsóknar. Í þessum símtölum er Graham sagður hafa spurt um möguleikann á endurtalningu svo hægt væri að finna niðurstöðu sem væri „jákvæðari“ fyrir Trump. Í frétt New York Times segir að dómsgögn sýni að Fani T. Willis, saksóknari í Atlanta, sé meðal annars að íhuga ákærur fyrir samsæri og svik. Giuliani leiddi viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í nokkrum ríkjum. Þar á meðal í Georgíu þar sem Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump og bandamenn hans reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit kosninganna í fleiri ríkjum eins og Arizona og Michigan. Þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar um umfangsmikil kosningasvik og fjölmörg dómsmál og endurtalningar hafa engar trúverðugar sannanir fyrir máli þeirra fundist. Willis segir Giuliani hafa leitt viðleitni Trump-liða í Georgíu og víðar. Hann hafi meðal annars sýnt ríkisþingmönnum myndband sem hafi átt að sýna kosningastarfsmenn bera ferðatöskur fullar af atkvæðaseðlum inn á kjörstað. Fljótt reyndist ljóst að það myndband sýndi ekki það sem Giuliani sagði það gera en þrátt fyrir það hélt lögmaðurinn áfram að nota það og halda því ranglega fram að það sýndi svik. Willis segir þetta hafa verið lið í umfangsmikilli áætlun Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira