Fyrsta nautahlaup San Fermín hátíðarinnar í þrjú ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. júlí 2022 14:30 Frá nautahlaupinu í Pamplona í morgun. Burak Akbulut/GettyImages San Fermín hátíðin í Pamplóna á Spáni hófst í morgun með hinu víðfræga nautahlaupi um götur borgarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 3 ár sem hátíðin fer fram vegna Covid-farsóttarinnar. Talið er að um milljón manns sæki hátíðina í ár. Það ríkti gríðarleg eftirvænting og gleði klukkan 8 í morgun þegar nautunum 12 var hleypt af stað niður götur borgarinnar niður að nautahringnum í miðborg Pamplóna. Þetta er ekki löng leið, rétt 850 metrar og hlaupið tók nákvæmlega 2 mínútur og 35 sekúndur. Á undan nautunum hlaupa þúsundir hátíðargesta og svona hefst hver dagur á hinni 8 daga San Fermín hátíð, sem er án nokkurs vafa frægasta borgarhátíð Spánar. Öll hlaupin 8 eru sýnd í beinni útsendingu í spænska ríkissjónvarpinu og það eru hvorki fleiri né færri en 30 myndavélar sjónvarpsins sem dekka hlaupið. Hér er hægt að horfa á hlaupið í morgun. Hátíðin gefur miklar tekjur af sér Íbúar Pamplóna eru að öllu jöfnu um 200.000, en í vikunni sem San Fermín hátíðin er haldin, fer íbúafjöldinn vel yfir milljón. Hátíðin er því mikil efnahagsleg innspýting fyrir samfélagið, að öllu leyti. Bara til að nefna tvö dæmi, verð á hótelgistingu er um það bil sex sinnum hærra vikuna sem hátíðin stendur, og nóttin á góðu hóteli losar hæglega andvirði 200.000 króna. Þá leigja íbúðaeigendur við þær götur þar sem nautin hlaupa um á morgnana, út stæði á svölunum sínum. Eðlilegt verð fyrir slíkt stæði er um 140 evrur, andvirði um 20.000 króna. Slíkar svalir taka oft um 4 menn og því getur íbúðaeigandinn hagnast um rúmlega 600.000 krónur á svölunum sínum þá daga sem hlaupin fara fram. Ernest Hemingway gerði hátíðina heimsfræga Upphaf hátíðarinnar má rekja til miðalda, en það var svo í raun Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sem gerði hátíðina heimsfræga, en hún er umgjörð fyrstu skáldsögu hans, The Sun Also Rises sem kom út árið 1926. En þrátt fyrir að San Fermín hátíðin sé fyrst og fremst fræg fyrir nautahlaupin að morgni dags, þá eru þau svo miklu, miklu meira og það er fyrst og fremst þess vegna sem íbúar Pamplóna og þúsundir annarra Spánverja hlakka svo mikið til þessarar hátíðar. Alls eru rúmlega 500 atriði á dagskránni þessa 9 daga sem hátíðin stendur yfir; tónleikar, listsýningar, leiklistarsýningar, götuskemmtanir, flugeldasýningar og barna- og fjölskylduskemmtanir af öllu tagi. Í hugum Spánverja er þetta stærsta bæjar- og borgarhátíð landsins, og það mátti greina svo skýrt eftirvæntinguna í titrandi röddum fjölmiðlafólks sem lýsti herlegheitunum í morgun fyrir þeim sem heima sátu. Svona svipað kannski og við heyrum eftir tæpan mánuð þegar Vestmannaeyingar og aðrir landsmenn flykkjast í Herjólfsdal hrópandi í fögnuði sínum: „Loksins, loksins…“ Spánn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Það ríkti gríðarleg eftirvænting og gleði klukkan 8 í morgun þegar nautunum 12 var hleypt af stað niður götur borgarinnar niður að nautahringnum í miðborg Pamplóna. Þetta er ekki löng leið, rétt 850 metrar og hlaupið tók nákvæmlega 2 mínútur og 35 sekúndur. Á undan nautunum hlaupa þúsundir hátíðargesta og svona hefst hver dagur á hinni 8 daga San Fermín hátíð, sem er án nokkurs vafa frægasta borgarhátíð Spánar. Öll hlaupin 8 eru sýnd í beinni útsendingu í spænska ríkissjónvarpinu og það eru hvorki fleiri né færri en 30 myndavélar sjónvarpsins sem dekka hlaupið. Hér er hægt að horfa á hlaupið í morgun. Hátíðin gefur miklar tekjur af sér Íbúar Pamplóna eru að öllu jöfnu um 200.000, en í vikunni sem San Fermín hátíðin er haldin, fer íbúafjöldinn vel yfir milljón. Hátíðin er því mikil efnahagsleg innspýting fyrir samfélagið, að öllu leyti. Bara til að nefna tvö dæmi, verð á hótelgistingu er um það bil sex sinnum hærra vikuna sem hátíðin stendur, og nóttin á góðu hóteli losar hæglega andvirði 200.000 króna. Þá leigja íbúðaeigendur við þær götur þar sem nautin hlaupa um á morgnana, út stæði á svölunum sínum. Eðlilegt verð fyrir slíkt stæði er um 140 evrur, andvirði um 20.000 króna. Slíkar svalir taka oft um 4 menn og því getur íbúðaeigandinn hagnast um rúmlega 600.000 krónur á svölunum sínum þá daga sem hlaupin fara fram. Ernest Hemingway gerði hátíðina heimsfræga Upphaf hátíðarinnar má rekja til miðalda, en það var svo í raun Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sem gerði hátíðina heimsfræga, en hún er umgjörð fyrstu skáldsögu hans, The Sun Also Rises sem kom út árið 1926. En þrátt fyrir að San Fermín hátíðin sé fyrst og fremst fræg fyrir nautahlaupin að morgni dags, þá eru þau svo miklu, miklu meira og það er fyrst og fremst þess vegna sem íbúar Pamplóna og þúsundir annarra Spánverja hlakka svo mikið til þessarar hátíðar. Alls eru rúmlega 500 atriði á dagskránni þessa 9 daga sem hátíðin stendur yfir; tónleikar, listsýningar, leiklistarsýningar, götuskemmtanir, flugeldasýningar og barna- og fjölskylduskemmtanir af öllu tagi. Í hugum Spánverja er þetta stærsta bæjar- og borgarhátíð landsins, og það mátti greina svo skýrt eftirvæntinguna í titrandi röddum fjölmiðlafólks sem lýsti herlegheitunum í morgun fyrir þeim sem heima sátu. Svona svipað kannski og við heyrum eftir tæpan mánuð þegar Vestmannaeyingar og aðrir landsmenn flykkjast í Herjólfsdal hrópandi í fögnuði sínum: „Loksins, loksins…“
Spánn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira