Umfjöllun og Viðtöl: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Sverrir Mar Smárason skrifar 9. júlí 2022 19:45 Víkingar töpuðu óvænt 3-0 þegar þeir mættu upp á Akranes fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri. Víkingar hófu leikinn töluvert betur en gestirnir af Akranesi. ÍA náðu varla að sækja fyrstu 30 mínútur leiksins og þá voru Víkingar komnir 2-0 yfir. Logi Tómasson skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu með frábæru einstaklingsframtaki. Hann vann boltann á miðjum vellinum og tók á rás í átt að marki ÍA, klobbaði Jón Gísla Eyland og skoraði svo með frábæru skoti út við stöng. Viktor Örlygur, sem spilaði í hjarta varnarinnar og bar fyrirliðabandið í liði Víkinga, bætti við öðru marki beint úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Skot hans yfir þunnan vegg Skagamanna og datt svo niður í hornið. Skagamenn náðu loksins að koma sér inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks en tókst ekki að minnka muninn í fyrir leikhléið. Staðan þegar liðin gegnu til búningsherbergja 2-0 heimamönnum í vil. Síðari hálfleikur var töluvert opnari en sá fyrri. Skagamenn héldu áfram sínu áhlaupi og náðu að minnka muninn á 67. mínútu með marki frá varamanninum Inga Þór Sigurðssyni. Eyþór Wöhler hafði gert vel í að elta boltann uppi og keyrði inn í teiginn. Eyþór lagði boltann svo út á Inga sem skoraði snyrtilega. Nýr leikmaður ÍA, Daninn Kristian Lindberg, hafði rétt áður skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu svo mark frá Skagamönnum lá í loftinu. Það tók Víkinga aðeins 4 mínútur að koma forystunni aftur upp í 2 mörk. Logi Tómasson komst þá inn í teig Skagamanna og renndi boltanum út á Erling Agnarsson sem skoraði örugglega í fjærhornið. Víkingar komnir í 3-1. Ingi Þór Sigurðsson gaf ÍA aftur von á 87. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark í leiknum. Nú með mögnuðu skoti utan teigs. Ingi virtist leita af samherjum til þess að gefa á en þegar enginn gat fengið frá honum boltann ákvað hann að láta vaða. Skotið yfir Þórð Ingason í marki Víkinga og í samskeytin fjær. Frábært mark frá drengnum unga. Lengra náðu Skagamenn ekki og Víkingar sigldu heim þremur mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Lokatölur 3-2. Af hverju vann Víkingur? Þeir unnu vegna þess hvernig fyrstu 30 mínútur leiksins spiluðu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að þeir hafi verið heppnir með það hvernig ÍA mætti til leiks. Víkingar settu mikið púður í að komast yfir snemma og nýta sér deyfð ÍA sem skilaði sér að lokum. Hverjir voru bestir? Logi Tómasson var frábær í liði Víkinga. Spilaði á miðjunni og leysti það virkilega vel. Skoraði fyrsta markið, fékk aukaspyrnuna sem Viktor skoraði úr og lagði svo upp sigurmarkið á Erling. Ingi Þór Sigðursson var bestur hjá ÍA. Kom inn með kraft og vilja á 55. mínútu. Mætti inn í teiginn, setti pressu hátt á vellinum og sýndi ákveðið fordæmi. Hvað mætti betur fara? Eðlilega varð orkustigið hjá Víkingum lægra þegar leið á leikinn. Eru á milli erfiðra leikja gegn Malmö í Meistaradeildinni. Lítið hægt að setja út á það. Skagamenn hinsvegar eru í mjög eðlilegu prógrami og verða bara að mæta betur stemmdir til leiks ef ekki á illa að fara í ár. Þeir hafa sýnt hvað þeir geta í nokkrum leikjum en heilt yfir er alltof þungt yfir, mjög lítið sjálfstraust og trúin sem hélt þeim uppi undir lok síðasta árs virðist ekki vera til staðar í dag. Hvað gerist næst? Víkingar tilla sér í 2.sætið einir í Bestu deildinni. Þeir eiga leik við Malmö á þriðjudaginn og setja alla sína einbeitingu í hann. Það er möguleiki fyrir þá enda bara einu marki undir eftir fyrri leikinn. Skagamenn hanga enn fyrir ofan fallsæti í bili. Þeir mæta Stjörnunni á Akranesi sunnudaginn 17. júlí. Jón Þór Hauksson: Mér fannst við bara koma inn í þennan leik eins og aumingjar Jón Þór, þjálfari ÍA, var ósáttur með byrjun leiksins hjá sínu liði í dag.Vísir/Vilhelm Jón Þór, þjálfari ÍA, var ekki sáttur við upphaf leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við bara koma inn í þennan leik eins og aumingjar og það var bara hreinlega of stór biti fyrir okkur í þessum leik að gefa Víkingum eitthvað forskot. Þú hefur ekkert efni á því. Þetta var allt í hrópandi mótsögn við allt sem við erum búnir að tala um í aðdraganda þessa leiks og síðustu daga. Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig við komum inn í þennan leik bæði með boltann og mér fannst við bara vera litlir og hræddir í upphafi leiks og það er auðvitað bara gjörsamlega óþolandi,“ sagði Jón Þór um upphaf leiksins. Jón Þór hrósaði Inga og vonast til þess að hann stígi enn meira upp ásamt öðrum ungum leikmönnum. „Ingi hefur verið á frábærri uppleið og mikill stígandi hjá honum síðustu vikurnar og er að fá bara verðskuldaðar mínútur. Hann stóð sig frábærlega hérna í kvöld ásamt fleirum. Mér fannst vera kraftur í okkur í seinni hálfleiknum og við börðumst fyrir því allavega að koma til baka. Eins og þú sást að þá erum við með unga og efnilega leikmenn sem koma inn í þennan leik og sýna að þeir eigi erindi í þessa deild,“ sagði Jón Þór. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík ÍA Besta deild karla
Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri. Víkingar hófu leikinn töluvert betur en gestirnir af Akranesi. ÍA náðu varla að sækja fyrstu 30 mínútur leiksins og þá voru Víkingar komnir 2-0 yfir. Logi Tómasson skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu með frábæru einstaklingsframtaki. Hann vann boltann á miðjum vellinum og tók á rás í átt að marki ÍA, klobbaði Jón Gísla Eyland og skoraði svo með frábæru skoti út við stöng. Viktor Örlygur, sem spilaði í hjarta varnarinnar og bar fyrirliðabandið í liði Víkinga, bætti við öðru marki beint úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Skot hans yfir þunnan vegg Skagamanna og datt svo niður í hornið. Skagamenn náðu loksins að koma sér inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks en tókst ekki að minnka muninn í fyrir leikhléið. Staðan þegar liðin gegnu til búningsherbergja 2-0 heimamönnum í vil. Síðari hálfleikur var töluvert opnari en sá fyrri. Skagamenn héldu áfram sínu áhlaupi og náðu að minnka muninn á 67. mínútu með marki frá varamanninum Inga Þór Sigurðssyni. Eyþór Wöhler hafði gert vel í að elta boltann uppi og keyrði inn í teiginn. Eyþór lagði boltann svo út á Inga sem skoraði snyrtilega. Nýr leikmaður ÍA, Daninn Kristian Lindberg, hafði rétt áður skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu svo mark frá Skagamönnum lá í loftinu. Það tók Víkinga aðeins 4 mínútur að koma forystunni aftur upp í 2 mörk. Logi Tómasson komst þá inn í teig Skagamanna og renndi boltanum út á Erling Agnarsson sem skoraði örugglega í fjærhornið. Víkingar komnir í 3-1. Ingi Þór Sigurðsson gaf ÍA aftur von á 87. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark í leiknum. Nú með mögnuðu skoti utan teigs. Ingi virtist leita af samherjum til þess að gefa á en þegar enginn gat fengið frá honum boltann ákvað hann að láta vaða. Skotið yfir Þórð Ingason í marki Víkinga og í samskeytin fjær. Frábært mark frá drengnum unga. Lengra náðu Skagamenn ekki og Víkingar sigldu heim þremur mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Lokatölur 3-2. Af hverju vann Víkingur? Þeir unnu vegna þess hvernig fyrstu 30 mínútur leiksins spiluðu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að þeir hafi verið heppnir með það hvernig ÍA mætti til leiks. Víkingar settu mikið púður í að komast yfir snemma og nýta sér deyfð ÍA sem skilaði sér að lokum. Hverjir voru bestir? Logi Tómasson var frábær í liði Víkinga. Spilaði á miðjunni og leysti það virkilega vel. Skoraði fyrsta markið, fékk aukaspyrnuna sem Viktor skoraði úr og lagði svo upp sigurmarkið á Erling. Ingi Þór Sigðursson var bestur hjá ÍA. Kom inn með kraft og vilja á 55. mínútu. Mætti inn í teiginn, setti pressu hátt á vellinum og sýndi ákveðið fordæmi. Hvað mætti betur fara? Eðlilega varð orkustigið hjá Víkingum lægra þegar leið á leikinn. Eru á milli erfiðra leikja gegn Malmö í Meistaradeildinni. Lítið hægt að setja út á það. Skagamenn hinsvegar eru í mjög eðlilegu prógrami og verða bara að mæta betur stemmdir til leiks ef ekki á illa að fara í ár. Þeir hafa sýnt hvað þeir geta í nokkrum leikjum en heilt yfir er alltof þungt yfir, mjög lítið sjálfstraust og trúin sem hélt þeim uppi undir lok síðasta árs virðist ekki vera til staðar í dag. Hvað gerist næst? Víkingar tilla sér í 2.sætið einir í Bestu deildinni. Þeir eiga leik við Malmö á þriðjudaginn og setja alla sína einbeitingu í hann. Það er möguleiki fyrir þá enda bara einu marki undir eftir fyrri leikinn. Skagamenn hanga enn fyrir ofan fallsæti í bili. Þeir mæta Stjörnunni á Akranesi sunnudaginn 17. júlí. Jón Þór Hauksson: Mér fannst við bara koma inn í þennan leik eins og aumingjar Jón Þór, þjálfari ÍA, var ósáttur með byrjun leiksins hjá sínu liði í dag.Vísir/Vilhelm Jón Þór, þjálfari ÍA, var ekki sáttur við upphaf leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við bara koma inn í þennan leik eins og aumingjar og það var bara hreinlega of stór biti fyrir okkur í þessum leik að gefa Víkingum eitthvað forskot. Þú hefur ekkert efni á því. Þetta var allt í hrópandi mótsögn við allt sem við erum búnir að tala um í aðdraganda þessa leiks og síðustu daga. Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig við komum inn í þennan leik bæði með boltann og mér fannst við bara vera litlir og hræddir í upphafi leiks og það er auðvitað bara gjörsamlega óþolandi,“ sagði Jón Þór um upphaf leiksins. Jón Þór hrósaði Inga og vonast til þess að hann stígi enn meira upp ásamt öðrum ungum leikmönnum. „Ingi hefur verið á frábærri uppleið og mikill stígandi hjá honum síðustu vikurnar og er að fá bara verðskuldaðar mínútur. Hann stóð sig frábærlega hérna í kvöld ásamt fleirum. Mér fannst vera kraftur í okkur í seinni hálfleiknum og við börðumst fyrir því allavega að koma til baka. Eins og þú sást að þá erum við með unga og efnilega leikmenn sem koma inn í þennan leik og sýna að þeir eigi erindi í þessa deild,“ sagði Jón Þór. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti