Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 10:30 Frenkie de Jong virðist vera tilbúinn að skipta út Katalóníu fyrir Manchester. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. Félagaskiptasaga sumarsins er að þessu sinni Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona og hollenska landsliðsins, og Manchester United. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Man United, hefur ekkert farið í grafgötur með ást sína á Frenkie en þeir unnu saman hjá Ajax áður en Barcelona keypti hann á dágóða summu sumarið 2019. Í síðustu viku kom í ljós að De Jong á inni dágóða summu hjá Barcelona þar sem félagið gat ekki borgað öll hans laun á meðan kórónufaraldurinn geysaði sem hæst. Þá hefur sú saga gengið um netheima að Barca vilji halda leikmanninum en aðeins ef hann skrifar undir nýjan samning á lægri launum. Samkvæmt heimildum The Telegraph telur Man United sig hafa fengið staðfestingu á því að De Jong mæti til Manchester-borgar fari svo að hann fái launin sín greidd í Katalóníu. Virðist sem Ten Hag sé tilbúinn að sleppa því að fjárfesta í djúpum miðjumanni í sumar þar sem hann trúir því að Frenkie verði leikmaður liðsins áður en langt um líður. #MUFC have been given assurances Frenkie de Jong open to move if Barca pay issue can be resolved. Club hoping Christian Eriksen will become second summer signing later in week once worked through stringent medical. Ronaldo/tour situation https://t.co/kJ7H5URtV7— James Ducker (@TelegraphDucker) July 11, 2022 Man United vantar sárlega djúpan miðjumann og hefur verið orðað við Lisandro Martinez, leikmann sem Ten Hag þekkir vel en hann lék undir hans stjórn hjá Ajax. Sem stendur er vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia eini leikmaðurinn sem Man Utd hefur fengi í sínar raðir í sumar en búist er við að Christian Eriksen skrifi undir í vikunni. Danski miðjumaðurinn þarf að undirgangast töluvert strangari læknisrannsókn en aðrir leikmenn eftir atvikið á EM 2020. Gangi það ekki eftir gæti farið svo að Tyrell Malacia verði einu kaup félagsins í sumar en áður en hann var látinn fara sagði Ralf Rangnick – þjálfari Man Utd á síðustu leiktíð – að félagið þyrfti að lágmarki 4-5 nýja leikmenn í sumar. Það virðist ekki ætla að ganga eftir. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Félagaskiptasaga sumarsins er að þessu sinni Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona og hollenska landsliðsins, og Manchester United. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Man United, hefur ekkert farið í grafgötur með ást sína á Frenkie en þeir unnu saman hjá Ajax áður en Barcelona keypti hann á dágóða summu sumarið 2019. Í síðustu viku kom í ljós að De Jong á inni dágóða summu hjá Barcelona þar sem félagið gat ekki borgað öll hans laun á meðan kórónufaraldurinn geysaði sem hæst. Þá hefur sú saga gengið um netheima að Barca vilji halda leikmanninum en aðeins ef hann skrifar undir nýjan samning á lægri launum. Samkvæmt heimildum The Telegraph telur Man United sig hafa fengið staðfestingu á því að De Jong mæti til Manchester-borgar fari svo að hann fái launin sín greidd í Katalóníu. Virðist sem Ten Hag sé tilbúinn að sleppa því að fjárfesta í djúpum miðjumanni í sumar þar sem hann trúir því að Frenkie verði leikmaður liðsins áður en langt um líður. #MUFC have been given assurances Frenkie de Jong open to move if Barca pay issue can be resolved. Club hoping Christian Eriksen will become second summer signing later in week once worked through stringent medical. Ronaldo/tour situation https://t.co/kJ7H5URtV7— James Ducker (@TelegraphDucker) July 11, 2022 Man United vantar sárlega djúpan miðjumann og hefur verið orðað við Lisandro Martinez, leikmann sem Ten Hag þekkir vel en hann lék undir hans stjórn hjá Ajax. Sem stendur er vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia eini leikmaðurinn sem Man Utd hefur fengi í sínar raðir í sumar en búist er við að Christian Eriksen skrifi undir í vikunni. Danski miðjumaðurinn þarf að undirgangast töluvert strangari læknisrannsókn en aðrir leikmenn eftir atvikið á EM 2020. Gangi það ekki eftir gæti farið svo að Tyrell Malacia verði einu kaup félagsins í sumar en áður en hann var látinn fara sagði Ralf Rangnick – þjálfari Man Utd á síðustu leiktíð – að félagið þyrfti að lágmarki 4-5 nýja leikmenn í sumar. Það virðist ekki ætla að ganga eftir.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira