Starfsmaður á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar staðfestir að þyrlan hafi verið send í verkefnið í samtali við Vísi, en gat engar frekar upplýsingar veitt.
Ríkisútvarpið hefur eftir Jóni Ólafssyni, yfirlögregluþjóni á Vesturlandi, að tveir farþegar hafi verið í bílnum og að þeir hafi verið fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi. Hann gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.