Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2022 15:03 Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi. Tálknafjörður Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. Samkvæmt ráðningarsamningnum má Ólafur ekki taka að sér önnur störf án samþykkis sveitarstjórnar en honum er hins vegar heimilt að gegna áfram starfi formanns knattspyrnudeildar Reynis Sandgerðis. Bæjarins besta greina frá þessu. Ólafur var fyrst ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í febrúar 2020 og voru laun hans þá 1,4 milljón króna á mánuði. Hins vegar eru launin tengd launavísitölu og hækka hver áramót miðað við þær breytingar. Núverandi ráðningarsamningur gildir til loka maí 2026 og er gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur. Hærri laun en aðrir í svipað stórum sveitarfélögum Auk grunnlauna sem eru 1,55 milljón króna á mánuði fær Ólafur ökutækjastyrk upp á 400 kílómetra sem er andvirði 50 þúsund króna á mánuði og sveitarfélagið greiðir bæði síma og net fyrir hann. Íbúafjöldi Tálknafjarðarhrepps var 255 manns þann 1. janúar 2022 samkvæmt vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun Ólafs gera því um sex þúsund krónur á hvern íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði könnun á kjörum sveitarstjóra sveitarfélaga í mars síðastliðnum. Af 69 sveitarfélögum svöruðu 56 spurningalistanum eða um 80 prósent. Samkvæmt könnuninni eru tólf sveitarfélög með 200-499 íbúa og af þeim svöruðu níu spurningalistanum. Sveitarstjórar í sveitarfélögum með 200-499 íbúa voru með mánaðarlaun á bilinu 400 þúsund til 1,3 milljón króna. Þá voru hlunnindi sveitarstjóra, þ.e. greiðslur utan beinna launagreiðslna, á bilinu 25 til 125 þúsund. Miðað við þá könnun fær Ólafur nokkuð hærri laun en launahæsti sveitarstjórinn sem svaraði könnuninni, eða 250 þúsundum krónum meira. Ekki náðist í sveitarstjórnarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps við gerð fréttarinnar. Kjaramál Stjórnsýsla Tálknafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Samkvæmt ráðningarsamningnum má Ólafur ekki taka að sér önnur störf án samþykkis sveitarstjórnar en honum er hins vegar heimilt að gegna áfram starfi formanns knattspyrnudeildar Reynis Sandgerðis. Bæjarins besta greina frá þessu. Ólafur var fyrst ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í febrúar 2020 og voru laun hans þá 1,4 milljón króna á mánuði. Hins vegar eru launin tengd launavísitölu og hækka hver áramót miðað við þær breytingar. Núverandi ráðningarsamningur gildir til loka maí 2026 og er gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur. Hærri laun en aðrir í svipað stórum sveitarfélögum Auk grunnlauna sem eru 1,55 milljón króna á mánuði fær Ólafur ökutækjastyrk upp á 400 kílómetra sem er andvirði 50 þúsund króna á mánuði og sveitarfélagið greiðir bæði síma og net fyrir hann. Íbúafjöldi Tálknafjarðarhrepps var 255 manns þann 1. janúar 2022 samkvæmt vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun Ólafs gera því um sex þúsund krónur á hvern íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði könnun á kjörum sveitarstjóra sveitarfélaga í mars síðastliðnum. Af 69 sveitarfélögum svöruðu 56 spurningalistanum eða um 80 prósent. Samkvæmt könnuninni eru tólf sveitarfélög með 200-499 íbúa og af þeim svöruðu níu spurningalistanum. Sveitarstjórar í sveitarfélögum með 200-499 íbúa voru með mánaðarlaun á bilinu 400 þúsund til 1,3 milljón króna. Þá voru hlunnindi sveitarstjóra, þ.e. greiðslur utan beinna launagreiðslna, á bilinu 25 til 125 þúsund. Miðað við þá könnun fær Ólafur nokkuð hærri laun en launahæsti sveitarstjórinn sem svaraði könnuninni, eða 250 þúsundum krónum meira. Ekki náðist í sveitarstjórnarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps við gerð fréttarinnar.
Kjaramál Stjórnsýsla Tálknafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira