Fótbolti

Daníel Guðjohnsen að semja við Malmö

Atli Arason skrifar
Daníel Tristan Guðjohnsen í landsleik með U-17.
Daníel Tristan Guðjohnsen í landsleik með U-17. Instagram - daniel.gudjohnsenn

Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, er að ganga til liðs við Miloš Milojević og lærisveina hans hjá Malmö í sænsku úrvalsdeildinni.

Það er Fotbolti.net sem greinir frá þessu í gærkvöldi en miðillinn er með heimildir fyrir því að Daníel hafi flogið síðustu nótt til Málmeyjar í Svíþjóð til að ganga frá samningi sínum við sænska félagið.

Daníel mun þá spila gegn bræðrum sínum í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en eldri bróðir hans, Andri Lucas Guðjohnsen, er sagður vera á leið til Norrköping á meðan elsti bróðirinn, Sveinn Aron Guðjohnsen, spilar með Elfsborg.

Daníel er einungis 16 ára gamall og hefur á sínum stutta ferli leikið með bæði unglingaliðum Barcelona og Real Madrid. Síðustu fjögur ár hefur Daníel verið í herbúðum Real Madrid.

Leikmaðurinn ungi á fimm leiki að baki fyrir U-17 ára landslið Íslands þar sem hann hefur skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×