Heimir um hugarfar Valsmanna: „Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 10:01 Heimir vægast sagt ósáttur. Vísir/Tjörvi Týr Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Valur steinlá 0-3 í leik þar sem sigur hefði lyft liðinu upp í 3. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Víking í 2. sætinu. Sebastian Hedlund fékk hins vegar rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það sáu Valsmenn aldrei til sólar. „Alltaf vonbrigði að tapa á heimavelli, vorum sjálfum okkur verstir. Töluðum um það fyrir leikinn að vera með hugarfarið þyrfti að vera rétt í þessum leik, það var það ekki. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við búnir að eiga sjö til mótherja að bara út af vellinum.“ „Svo hélt þetta áfram, þrátt fyrir það fengum við möguleika. Patrick (Pedersen) fékk dauðafæri til að koma okkur í 1-0 en það gengur ekki að vera þriðja hvern leik að vera spila manni færri alltaf,“ sagði Heimir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Heimir þungt hugsi.Vísir/Tjörvi Týr Um rauða spjaldið „Ég sá það ekki en menn tala um að þetta hafi verið mögulega réttur dómur og ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég sé þetta. Ég held að miðað við hvernig menn tala að þetta hafi verið rétt.“ „Alls ekki, við fengum fullt af færum í þessum leik. Það vantaði bara betri hlaup inn í teig og meira hungur á síðasta þriðjung. Eins og er búið að vanta í allt sumar í flestum leikjum, að menn séu að ráðast á boltann.“ „Það var ekki fyrr en Frederik (Ihler, sem kom nýverið á láni frá AGF) kom inn í seinni hálfleik að þar kom leikmaður sem var að ráðast á boltann þegar fyrirgjafirnar voru að koma,“ sagði Heimir er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa haldið sig við þriggja manna vörn eftir rauða spjaldið. „Ég sé ekki eftir því, það var 1-0 og að sjálfsögðu vildum við halda áfram. Við sýndum það að voru möguleikar í stöðunni, auðvitað vorum við líka opnir til baka en við lögðum allt í þetta.“ Bugaðir Valsmenn.Vísir/Tjörvi Týr Hvað finnst Heimi vanta? „Við erum bara, eins og í þessum leik þá skiptir engu máli í fótbolta við hverja þú ert að spila. Við spilum hér á þessum velli við Breiðablik þar sem menn mæta með þvílíkt hungur og vilja sýna að það sé hægt að vinna Breiðablik og það gengur eftir, mjög sanngjarnt að mínu mati.“ „Svo er þetta bara þanngi í fótbolta, ef þú ert ekki með sama hugarfarið gegn Breiðablik og Keflavík, Leikni Reykjavík og öllum liðum sem þú mætir þá lendir þú í vandræðum og við höfum lent í þeim vandræðum að þetta er sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, að endingu. Klippa: Heimir um hugarfar Valsmanna: Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Valur steinlá 0-3 í leik þar sem sigur hefði lyft liðinu upp í 3. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Víking í 2. sætinu. Sebastian Hedlund fékk hins vegar rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það sáu Valsmenn aldrei til sólar. „Alltaf vonbrigði að tapa á heimavelli, vorum sjálfum okkur verstir. Töluðum um það fyrir leikinn að vera með hugarfarið þyrfti að vera rétt í þessum leik, það var það ekki. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við búnir að eiga sjö til mótherja að bara út af vellinum.“ „Svo hélt þetta áfram, þrátt fyrir það fengum við möguleika. Patrick (Pedersen) fékk dauðafæri til að koma okkur í 1-0 en það gengur ekki að vera þriðja hvern leik að vera spila manni færri alltaf,“ sagði Heimir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Heimir þungt hugsi.Vísir/Tjörvi Týr Um rauða spjaldið „Ég sá það ekki en menn tala um að þetta hafi verið mögulega réttur dómur og ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég sé þetta. Ég held að miðað við hvernig menn tala að þetta hafi verið rétt.“ „Alls ekki, við fengum fullt af færum í þessum leik. Það vantaði bara betri hlaup inn í teig og meira hungur á síðasta þriðjung. Eins og er búið að vanta í allt sumar í flestum leikjum, að menn séu að ráðast á boltann.“ „Það var ekki fyrr en Frederik (Ihler, sem kom nýverið á láni frá AGF) kom inn í seinni hálfleik að þar kom leikmaður sem var að ráðast á boltann þegar fyrirgjafirnar voru að koma,“ sagði Heimir er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa haldið sig við þriggja manna vörn eftir rauða spjaldið. „Ég sé ekki eftir því, það var 1-0 og að sjálfsögðu vildum við halda áfram. Við sýndum það að voru möguleikar í stöðunni, auðvitað vorum við líka opnir til baka en við lögðum allt í þetta.“ Bugaðir Valsmenn.Vísir/Tjörvi Týr Hvað finnst Heimi vanta? „Við erum bara, eins og í þessum leik þá skiptir engu máli í fótbolta við hverja þú ert að spila. Við spilum hér á þessum velli við Breiðablik þar sem menn mæta með þvílíkt hungur og vilja sýna að það sé hægt að vinna Breiðablik og það gengur eftir, mjög sanngjarnt að mínu mati.“ „Svo er þetta bara þanngi í fótbolta, ef þú ert ekki með sama hugarfarið gegn Breiðablik og Keflavík, Leikni Reykjavík og öllum liðum sem þú mætir þá lendir þú í vandræðum og við höfum lent í þeim vandræðum að þetta er sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, að endingu. Klippa: Heimir um hugarfar Valsmanna: Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira