Keflavík og Leiknir R. með óvænta en örugga sigra á meðan Fram tapar ekki í Úlfarsárdal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 11:00 Sebastian Hedlund sá rautt og Valur fékk 0 stig. Vísir/Tjörvi Týr Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Keflavík vann öruggan 3-0 útisigur á Val og sömu sögu er að segja af Leikni Reykjavík sem heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Þá vann Fram 1-0 sigur á FH. Þegar sléttur hálftími var liðinn í leik Vals og Keflavíkur átti sér stað atvik sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Sebastian Hedlund reif þá Patrik Johannesen niður í þann mund er framherjinn var að fara skófla boltanum yfir línuna. Rautt spjald fór á loft og vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Johannesen sjálfur og Keflavík var yfir í hálfleik. Í þeim síðari óðu gestirnir í færum en það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem Adam Ægir Pálsson kom Keflavík í 2-0 með snyrtilegri afgreiðslu framhjá Frederik Schram sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Vals. Rúnar Þór Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn er hann slapp í gegn á 86. mínútu og setti boltann milli fóta markvarðar Vals. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Keflavíkur og var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, allt annað en sáttur með hugarfar sinna manna að leik loknum. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-3 Keflavík Í Garðabæ var Leiknir Reykjavík í heimsókn en gestirnir lönduðu sínum fyrsta sigri í umferðinni á undan. Einn sigurleikur varð að tveimur en Leiknismenn fóru mikinn í fyrri hálfleik og gerðu svo gott sem út um leikinn. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir strax á 7. mínútu og Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna með laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik. Mikkel Dahl slapp svo í gegn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoraði í autt markið eftir að hafa farið framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar. Dahl virkaði rangstæður á því sjónarhorni sem sást í sjónvarpinu en það þýðir lítið að deila við dómarann. Staðan 0-3 í hálfleik og urðu það einnig lokatölur leiksins. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 0-3 Leiknir Reykjavík Í Úlfarsárdal í Grafarholti var FH í heimsókn. Gestirnir hafa ekki enn unnið leik síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við sem þjálfarateymi liðsins og þurfa þeir að bíða áfram. Fram vann 1-0 sigur þökk sé marki Tiago Manuel Da Silva Fernandes í upphafi síðari hálfleiks. Fram er því enn ósigrað á nýjum heimavelli í sínum og gleðin mikil í Grafarholtinu. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Fram Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Þegar sléttur hálftími var liðinn í leik Vals og Keflavíkur átti sér stað atvik sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Sebastian Hedlund reif þá Patrik Johannesen niður í þann mund er framherjinn var að fara skófla boltanum yfir línuna. Rautt spjald fór á loft og vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Johannesen sjálfur og Keflavík var yfir í hálfleik. Í þeim síðari óðu gestirnir í færum en það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem Adam Ægir Pálsson kom Keflavík í 2-0 með snyrtilegri afgreiðslu framhjá Frederik Schram sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Vals. Rúnar Þór Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn er hann slapp í gegn á 86. mínútu og setti boltann milli fóta markvarðar Vals. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Keflavíkur og var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, allt annað en sáttur með hugarfar sinna manna að leik loknum. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-3 Keflavík Í Garðabæ var Leiknir Reykjavík í heimsókn en gestirnir lönduðu sínum fyrsta sigri í umferðinni á undan. Einn sigurleikur varð að tveimur en Leiknismenn fóru mikinn í fyrri hálfleik og gerðu svo gott sem út um leikinn. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir strax á 7. mínútu og Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna með laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik. Mikkel Dahl slapp svo í gegn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoraði í autt markið eftir að hafa farið framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar. Dahl virkaði rangstæður á því sjónarhorni sem sást í sjónvarpinu en það þýðir lítið að deila við dómarann. Staðan 0-3 í hálfleik og urðu það einnig lokatölur leiksins. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 0-3 Leiknir Reykjavík Í Úlfarsárdal í Grafarholti var FH í heimsókn. Gestirnir hafa ekki enn unnið leik síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við sem þjálfarateymi liðsins og þurfa þeir að bíða áfram. Fram vann 1-0 sigur þökk sé marki Tiago Manuel Da Silva Fernandes í upphafi síðari hálfleiks. Fram er því enn ósigrað á nýjum heimavelli í sínum og gleðin mikil í Grafarholtinu. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Fram Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn