Raphinha á sex mánuði eftir af samningi sínum hjá Leeds United og hefur verið sterklega orðaður við Arsenal og Chelsea í sumar, auk Katalóníufélagsins sem virðist ætla að vinna kapphlaupið um kantmanninn.
Kaupverðið ku vera í kringum 60 milljónir evra.
Gangi félagaskiptin í gegn verður Raphinha fjórði leikmaðurinn sem Barcelona bætir við sig síðan síðasta keppnistímabili lauk.
Áður höfðu Pablo Torre, Franck Kessié og Andreas Christiensen gengið til liðs við spænska stórveldið.
Þá segir spænskir miðlar enn fremur að Robert Lewandowski sem er á förum frá Bayern München nálgist það að semja við Barcelona.