Fúll vegna spurningar blaðamanns: „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 15:00 Cameron Smith með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna breska mótið í golfi í gær. Getty/Stuart Franklin Ástralinn Cameron Smith var að mestu kampakátur, eins og gefur að skilja, eftir að hafa unnið Opna breska mótið í golfi í gær. Ein spurninganna á blaðamannafundi fór þó augljóslega í taugarnar á honum. Smith fagnaði sigri á samtals 20 höggum undir pari, einu höggi á undan Cameron Young frá Bandaríkjunum og tveimur á undan Norður-Íranum Rory McIlroy. Þetta var fyrsti sigur þessa 28 ára Ástrala á risamóti en hann hafði áður best náð 2. sæti á Masters og 4. sæti á Opna bandaríska mótinu. Smith hafði því ærna ástæðu til að gleðjast en snöggpirraðist þegar hann var spurður út í orðróma þess efnis að hann væri að ganga til liðs við hina nýju, umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. Blaðamaðurinn sem spurði Smith út í málið baðst reyndar afsökunar á spurningu sinni fyrir fram, eða réttara sagt á því að vera að spyrja um það á þessum tímapunkti, en vildi þó svar. „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta? Mér finnst það eiginlega ekki svo gott,“ sagði Smith eins og sjá má hér að neðan. Breska blaðið Telegraph hafði sagt frá því skömmu fyrir frábæran lokahring Smiths í gær að Greg Norman, framkvæmdastjóri LIV-mótaraðarinnar, vildi fá landa sína Smith og Adam Scott á mótaröðina. Smith var því beðinn aftur um að svara spurningunni um hvort hann væri að fara að spila á mótaröðinni: „Ég veit það ekki maður. Liðið mitt sér um að hafa áhyggjur af þessu öllu. Ég er bara hérna til að vinna golfmót,“ sagði Smith. Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Smith fagnaði sigri á samtals 20 höggum undir pari, einu höggi á undan Cameron Young frá Bandaríkjunum og tveimur á undan Norður-Íranum Rory McIlroy. Þetta var fyrsti sigur þessa 28 ára Ástrala á risamóti en hann hafði áður best náð 2. sæti á Masters og 4. sæti á Opna bandaríska mótinu. Smith hafði því ærna ástæðu til að gleðjast en snöggpirraðist þegar hann var spurður út í orðróma þess efnis að hann væri að ganga til liðs við hina nýju, umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. Blaðamaðurinn sem spurði Smith út í málið baðst reyndar afsökunar á spurningu sinni fyrir fram, eða réttara sagt á því að vera að spyrja um það á þessum tímapunkti, en vildi þó svar. „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta? Mér finnst það eiginlega ekki svo gott,“ sagði Smith eins og sjá má hér að neðan. Breska blaðið Telegraph hafði sagt frá því skömmu fyrir frábæran lokahring Smiths í gær að Greg Norman, framkvæmdastjóri LIV-mótaraðarinnar, vildi fá landa sína Smith og Adam Scott á mótaröðina. Smith var því beðinn aftur um að svara spurningunni um hvort hann væri að fara að spila á mótaröðinni: „Ég veit það ekki maður. Liðið mitt sér um að hafa áhyggjur af þessu öllu. Ég er bara hérna til að vinna golfmót,“ sagði Smith.
Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira