Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að undanfarna daga hefur rafleiðnin aukist og mælist nú óvenju há miðað við árstíma. Mikið vatn sé í ánni og hefur Veðurstofunni borist nokkrar tilkynningar um brennisteinslykt á svæðinu.
Þá hafa nokkrir smáskjálftar mælst í Mýrdalsjökli, innan vatnasviðs Sólheimajökuls. Það sé til merkis um að jarðhitavatn sé að leka undan jöklinum en engar vísbendingar eru um frekari vatnavexti samkvæmt Veðurstofunni.