„Búin að vera skrýtin stemning“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:01 Ólafur Jóhannesson vann tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla síðast þegar hann starfaði á Hlíðarenda. vísir/Hulda Margrét Þorkell Máni Pétursson segir Valsmenn hafa valið besta kostinn í stöðunni með því að ráða Ólaf Jóhannesson sem þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, eftir að ákveðið var að Heimir Guðjónsson myndi hætta. „Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa að þeir hafi látið Heimi fara, miðað við gengið. Þetta er heitt sæti og Valsmenn krefjast þess að fá einhvern árangur. Hann kom ekki, svo þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Máni, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Máni um þjálfaraskipti Valsmanna Ólafur er nú mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað liðið á undan Heimi í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út haustið 2019. Ólafur stýrði síðast FH en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Líkt og FH hefur Valur valdið miklum vonbrigðum í sumar en liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Segir vandamálin hafa byrjað fyrir löngu „Vandamál Valsliðsins byrjuðu fyrir löngu. Það voru mistök, þó að þeir muni seint viðurkenna það, að láta Ólaf Jóhannesson yfir höfuð fara þarna fyrst. Hann var ekki búinn að tapa neinum leikmannahóp og hafði sett þann leikmannhóp saman. Að sama skapi er Heimir mjög óheppinn að koma inn í leikmannahóp sem var ekki óánægður með þjálfarann heldur aðallega óánægður með sitt eigið gengi og hvernig þeir höfðu spilað tímabilið á undan, og vissu að þeir gátu gert betur. Menn voru ósáttir við að Óli fór og ég held að það hafi verið smáerfiðleikar, og Valsmenn ákváðu að skipta út kannski sínum helstu þjónum, sem mér fannst vera mjög furðulegt að mörgu leyti. Það er búið að gera mörg mistök þarna á leiðinni og það er skrýtinn andi yfir Hlíðarendasvæðinu, sem er skrýtið því þar er vanalega mjög góður andi og þetta er hin besta félagsmiðstöð og alltaf gott og skemmtilegt að koma þarna. Þetta er búin að vera skrýtin stemning, það er ekki hægt að segja neitt annað,“ sagði Máni. Stendur mörgum þjálfurum mun framar í vissum þáttum En telur hann að ráðningin á Ólafi hafi verið besti kosturinn? „Já, ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Valsmenn í stöðunni núna. Óli Jó kemur inn og á eftir að segja nokkra brandara og hafa þetta svolítið gaman. Valsmenn eru örugglega að horfa í það núna. Óli var mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Vals og þeir höfðu gaman af fótboltanum sem hann var að spila. Ég gef stjórn Vals það að þetta er gott „move“ hjá þeim,“ sagði Máni sem efast þó um að um framtíðarlausn sé að ræða hjá Val: „Ég held að þetta sé plástur á sárið að einhverju leyti en ekki framtíðarlausn. En Óli Jó er mjög góður í mörgum hlutum sem marga þjálfara, sem eru rosalega mikið inni í fræðunum, taktíkinni og Ipödunum sínum, skortir. Hann er rosalega mannlegur þjálfari. Hann er snillingur í að mótivera sín lið og í þeim þáttum er hann langt umfram marga aðra í fótbolta á Íslandi. Þetta snýst mikið um mannleg samskipti og Óli Jó er góður í þeim,“ sagði Máni en viðtalið við hann í heild má sjá hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa að þeir hafi látið Heimi fara, miðað við gengið. Þetta er heitt sæti og Valsmenn krefjast þess að fá einhvern árangur. Hann kom ekki, svo þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Máni, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Máni um þjálfaraskipti Valsmanna Ólafur er nú mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað liðið á undan Heimi í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út haustið 2019. Ólafur stýrði síðast FH en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Líkt og FH hefur Valur valdið miklum vonbrigðum í sumar en liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Segir vandamálin hafa byrjað fyrir löngu „Vandamál Valsliðsins byrjuðu fyrir löngu. Það voru mistök, þó að þeir muni seint viðurkenna það, að láta Ólaf Jóhannesson yfir höfuð fara þarna fyrst. Hann var ekki búinn að tapa neinum leikmannahóp og hafði sett þann leikmannhóp saman. Að sama skapi er Heimir mjög óheppinn að koma inn í leikmannahóp sem var ekki óánægður með þjálfarann heldur aðallega óánægður með sitt eigið gengi og hvernig þeir höfðu spilað tímabilið á undan, og vissu að þeir gátu gert betur. Menn voru ósáttir við að Óli fór og ég held að það hafi verið smáerfiðleikar, og Valsmenn ákváðu að skipta út kannski sínum helstu þjónum, sem mér fannst vera mjög furðulegt að mörgu leyti. Það er búið að gera mörg mistök þarna á leiðinni og það er skrýtinn andi yfir Hlíðarendasvæðinu, sem er skrýtið því þar er vanalega mjög góður andi og þetta er hin besta félagsmiðstöð og alltaf gott og skemmtilegt að koma þarna. Þetta er búin að vera skrýtin stemning, það er ekki hægt að segja neitt annað,“ sagði Máni. Stendur mörgum þjálfurum mun framar í vissum þáttum En telur hann að ráðningin á Ólafi hafi verið besti kosturinn? „Já, ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Valsmenn í stöðunni núna. Óli Jó kemur inn og á eftir að segja nokkra brandara og hafa þetta svolítið gaman. Valsmenn eru örugglega að horfa í það núna. Óli var mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Vals og þeir höfðu gaman af fótboltanum sem hann var að spila. Ég gef stjórn Vals það að þetta er gott „move“ hjá þeim,“ sagði Máni sem efast þó um að um framtíðarlausn sé að ræða hjá Val: „Ég held að þetta sé plástur á sárið að einhverju leyti en ekki framtíðarlausn. En Óli Jó er mjög góður í mörgum hlutum sem marga þjálfara, sem eru rosalega mikið inni í fræðunum, taktíkinni og Ipödunum sínum, skortir. Hann er rosalega mannlegur þjálfari. Hann er snillingur í að mótivera sín lið og í þeim þáttum er hann langt umfram marga aðra í fótbolta á Íslandi. Þetta snýst mikið um mannleg samskipti og Óli Jó er góður í þeim,“ sagði Máni en viðtalið við hann í heild má sjá hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti