Enska úrvalsdeildarfélagið er þessa dagana statt í æfingaferð í Bandaríkjunum, heimalandi Pulisic. Leikmaðurinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær þar sem blaðamönnum gafst tækifæri til að spyrja framherja bandaríska landsliðsins spjörunum úr.
Einn blaðamaður nýtti tækifærið til að spyrja Pulisic um hans skoðanir á byssulöggjöf í heimalandi sínu. Eins og áður segir setti leikmaðurinn nafn sitt við bréf þar sem bandaríska landsliðið kallar eftir hertri byssulöggjöf.
Pulisic fékk þó ekki tækifæri til að svara spurningunni þar sem fulltrúi enska úrvalsdeildarfélagssins steig inn í og bannaði honum að tala um þessi mál.
Chelsea official steps in to stop Christian Pulisic from answering question on gun control | @MikeKeegan_DM https://t.co/DbkAzeTnl0
— MailOnline Sport (@MailSport) July 19, 2022
Byssulöggjöfin í Bandaríkjunum hefur verið á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði og jafnvel undanfarin ár. Ef fyrstu sex mánuðir þessa árs eru skoðaðir má sjá að alls létust 387 manns í 337 fjöldaskotárásum í landinu.