Íslendingar að kafna í methita í Danmörku Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 21:30 Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. Hitabylgjan sem dregið hefur þúsundir til dauða, þar af um 1500 í Portúgal og Spáni, færir sig nú norður á bóginn - þó að hún muni reyndar ekki ná til Íslands. Hitinn var víða þrúgandi í Belgíu og Þýskalandi í gær og þá var gærdagurinn metdagur hjá slökkviliði Lundúnaborgar, sem ekki hefur sinnt jafnmörgum útköllum á einum degi síðan í seinni heimsstyrjöldinni, í mesta hita frá upphafi mælinga. Og loks fengu Danir sinn skerf af hitabylgjunni í dag, þar sem veðurfræðingar spáðu raunar að allsherjar hitamet gæti fallið. Svo fór þó ekki en hins vegar mældist hiti 35,9 stig í Abed á Láglandi - sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júlímánuði í Danmörku. Fyrra met var 35,3 gráður árið 1941. Þrjár viftur á fullu Þarna er þó miðað við opinberar tölur. Hitamælar Íslendinga víðsvegar um Danmörku sem fréttastofa ræddi við í dag sýndu þó margir hærra hitastig en umræddan methita eins og sjá má í meðfylgjandi kvöldfrétt. Elka Mist Káradóttir, sem býr á Láglandi þar sem júlímetið féll, segir hitann sláandi fyrir Danmörku. „Svo eru krakkarnir núna úti bara bugaðir að leika í sundlauginni með úðara og vatnið er á fullu. Systir mín liggur úti í sólbaði og er með þrjár viftur á sér, því það er eiginlega bara of heitt til að liggja í sólbaði.“ Ólíft utandyra Og Martha Sif Jónsdóttir, nýflutt til Silkeborgar, segir hafa verið ólíft í borginni í dag. „Ég hef búið á Ítalíu áður og það var aldrei svona heitt þar, allavega ekki á meðan ég bjó þar.“ Þá séu götur borgarinnar nær tómar. „Maðurinn minn fór áðan niður á göngugötu sem er vanalega alveg full af fólki og það var bara ekki sála þar. því það er eiginlega ekkert hægt að vera úti.“ Þannig að þið kannski hugsið hlýtt til 12 stiganna hérna heima? „Já, maður væri alveg til í að vera heima í dag!“ segir Martha. Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Hitabylgjan sem dregið hefur þúsundir til dauða, þar af um 1500 í Portúgal og Spáni, færir sig nú norður á bóginn - þó að hún muni reyndar ekki ná til Íslands. Hitinn var víða þrúgandi í Belgíu og Þýskalandi í gær og þá var gærdagurinn metdagur hjá slökkviliði Lundúnaborgar, sem ekki hefur sinnt jafnmörgum útköllum á einum degi síðan í seinni heimsstyrjöldinni, í mesta hita frá upphafi mælinga. Og loks fengu Danir sinn skerf af hitabylgjunni í dag, þar sem veðurfræðingar spáðu raunar að allsherjar hitamet gæti fallið. Svo fór þó ekki en hins vegar mældist hiti 35,9 stig í Abed á Láglandi - sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júlímánuði í Danmörku. Fyrra met var 35,3 gráður árið 1941. Þrjár viftur á fullu Þarna er þó miðað við opinberar tölur. Hitamælar Íslendinga víðsvegar um Danmörku sem fréttastofa ræddi við í dag sýndu þó margir hærra hitastig en umræddan methita eins og sjá má í meðfylgjandi kvöldfrétt. Elka Mist Káradóttir, sem býr á Láglandi þar sem júlímetið féll, segir hitann sláandi fyrir Danmörku. „Svo eru krakkarnir núna úti bara bugaðir að leika í sundlauginni með úðara og vatnið er á fullu. Systir mín liggur úti í sólbaði og er með þrjár viftur á sér, því það er eiginlega bara of heitt til að liggja í sólbaði.“ Ólíft utandyra Og Martha Sif Jónsdóttir, nýflutt til Silkeborgar, segir hafa verið ólíft í borginni í dag. „Ég hef búið á Ítalíu áður og það var aldrei svona heitt þar, allavega ekki á meðan ég bjó þar.“ Þá séu götur borgarinnar nær tómar. „Maðurinn minn fór áðan niður á göngugötu sem er vanalega alveg full af fólki og það var bara ekki sála þar. því það er eiginlega ekkert hægt að vera úti.“ Þannig að þið kannski hugsið hlýtt til 12 stiganna hérna heima? „Já, maður væri alveg til í að vera heima í dag!“ segir Martha.
Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira