Hinn fjölhæfi Viktor Örlygur er einnig fimur á saumavélinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 09:30 Viktor Örlygur í einum af fjórum Evrópuleikjum Víkings til þessa á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Undirbúningur leikmanna er misjafn fyrir stóran Evrópuleik. Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu er Íslands- og bikarmeistararnir mæta The New Saints frá Wales í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Undirbúningur hans er töluvert frábrugðinn öðrum leikmönnum liðsins. Leikmaðurinn fjölhæfi hannar og saumar snyrtitöskur og kortaveski úr leðri sem kemur úr bóndabæ langafa hans. Áður hefur verið fjallað um fjölhæfni Viktors Örlygs í tölvuleiknum Football Manager en þar getur hann leikið að því virðist allar stöður nema í marki þó hann hafi einnig spilað þar á sínum tíma. „Þetta byrjaði fyrir alvöru fyrir svona einu og hálfu ári. Þá byrjaði ég að gera kortaveski og svo í janúar fékk í Covid-19 og fór aðeins að pæla í þessu, horfði á nokkur myndbönd og eftir það fór ég að gera snyrtitöskur. Fór til bólstrara, fékk afgangsleður þar og þá fór þetta að rúlla,“ sagði Viktor Örlygur um iðn sína. „Þetta er mest bara Youtube, einhver myndbönd þar ásamt Instagram og Google, fullt af upplýsingum þar. Það eru ekkert rosalega margir í þessu á Íslandi,“ sagði Viktor Örlygur aðspurður hvar hann hefði lært fag sitt. Leðrið hefur lengi verið í fjölskyldunni. „Þetta er frá kindunum sem langafi átti, sem bróðir mömmu lét súta. Það var eitthvað til af því sem hafði ekki verið notað svo ég fékk það frá mömmu.“ „Það er smá biðlisti og ég for vonandi að vinna í honum bráðum. Það eru einhverjar pantanir komnar. Svo þegar ég er búinn að hanna betur töskurnar og fullkomna þær þá fer kannski alvöru framleiðsla í gang.“ Einn þeirra sem hefur fengið tösku er nýjasti leikmaður norska stórliðsins Rosenborg. „Hún er geggjuð,“ sagði Kristall Máni Ingason um töskuna sem hann fékk frá samherja sínum. „Það er alveg hægt að segja það. Að hafa eitthvað annað að gera en fótboltann þegar hann er í smá pásu yfir daginn. Þá er fínt að fara í þetta,“ sagði Viktor Örlygur að endingu í viðtali sem sjá má hér að neðan. Leikur Víkings og The New Saints frá Wales hefst klukkan 19.30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 19.20. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leikmaðurinn fjölhæfi hannar og saumar snyrtitöskur og kortaveski úr leðri sem kemur úr bóndabæ langafa hans. Áður hefur verið fjallað um fjölhæfni Viktors Örlygs í tölvuleiknum Football Manager en þar getur hann leikið að því virðist allar stöður nema í marki þó hann hafi einnig spilað þar á sínum tíma. „Þetta byrjaði fyrir alvöru fyrir svona einu og hálfu ári. Þá byrjaði ég að gera kortaveski og svo í janúar fékk í Covid-19 og fór aðeins að pæla í þessu, horfði á nokkur myndbönd og eftir það fór ég að gera snyrtitöskur. Fór til bólstrara, fékk afgangsleður þar og þá fór þetta að rúlla,“ sagði Viktor Örlygur um iðn sína. „Þetta er mest bara Youtube, einhver myndbönd þar ásamt Instagram og Google, fullt af upplýsingum þar. Það eru ekkert rosalega margir í þessu á Íslandi,“ sagði Viktor Örlygur aðspurður hvar hann hefði lært fag sitt. Leðrið hefur lengi verið í fjölskyldunni. „Þetta er frá kindunum sem langafi átti, sem bróðir mömmu lét súta. Það var eitthvað til af því sem hafði ekki verið notað svo ég fékk það frá mömmu.“ „Það er smá biðlisti og ég for vonandi að vinna í honum bráðum. Það eru einhverjar pantanir komnar. Svo þegar ég er búinn að hanna betur töskurnar og fullkomna þær þá fer kannski alvöru framleiðsla í gang.“ Einn þeirra sem hefur fengið tösku er nýjasti leikmaður norska stórliðsins Rosenborg. „Hún er geggjuð,“ sagði Kristall Máni Ingason um töskuna sem hann fékk frá samherja sínum. „Það er alveg hægt að segja það. Að hafa eitthvað annað að gera en fótboltann þegar hann er í smá pásu yfir daginn. Þá er fínt að fara í þetta,“ sagði Viktor Örlygur að endingu í viðtali sem sjá má hér að neðan. Leikur Víkings og The New Saints frá Wales hefst klukkan 19.30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 19.20.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn