Biden boðar áframhaldandi ofsóknir og morð Hjálmtýr Heiðdal skrifar 21. júlí 2022 11:01 Biden forseti Bandaríkjanna heimsótti fyrir skömmu Ísrael og Palestínu. Í tvo daga ræddi hann við stjórnvöld í Ísrael og dagpart skrapp hann yfir á Vesturbakkann og hitti Abbas forseta Palestínu. Í viðræðunum við Abbas ítrekaði Biden að Bandaríkjastjórn styddi friðarsamkomulag sem binda á enda á hernám Ísraela á landi Palestínumanna - og tveggja ríkja lausnina sem á að leiða til stofnunar sjálstæðs Palestínuríkis. En raunveruleg stefna Bandaríkjaforseta í málefnum Ísraels og Palestínu opinberaðist í örfáum orðum sem forsetinn muldraði við komuna til Tel Aviv: „Við munum ræða áframhaldandi stuðning minn – jafnvel þó ég viti að það sé ekki á næstunni – við tveggja ríkja lausnina. Það er enn, að mínu mati, besta leiðin til að tryggja framtíð jafnt frelsis, velmegunar og lýðræðis fyrir Ísraela og Palestínumenn“. Biden veit vel að stjórnvöld í Ísrael munu aldrei samþykkja tilveru sjálfstæðrar Palestínu. Þessi málefni hafa fulltrúar BNA rætt í áratugi og niðurstaðan alltaf sú sama - Ísrael heldur áfram að ræna landi og myrða Palestínumenn án viðurlaga - með fullum stuðningi Bandaríkjanna óháð því hver situr í Hvíta húsinu. Það sem Biden ræddi ekki í ávörpum sínum er þó töluvert áhugaverðara: Hann ræddi ekki um morð Ísraelshers á blaðakonunni Abu Akleh sem er bandarískur ríkisborgari. Þar fylgir hann stefnu forvera sinna í embætti - sem aldrei ræddu morð Ísraelshers á bandarísku baráttukonunni Rachel Corrie. Biden ræddi ekki nýlegar skýrslur fjölda mannréttindasamtaka um aðskilnaðarstefnu Ísraels - stefna sem er ólögleg skv. samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Allar ræður Bidens um mannréttindi, hvort sem er í Úkraínu eða Palestínu, eru blekking Boðskapur Bidens er hinn sami og aðrir forsetar BNA hafa flutt Palestínumönnum í áratugi: Ísrael hefur allan rétt en þið engan. Heildarniðurstaðan er endurtekin réttlæting Bandaríkjastjórnar á glæpum Ísraels og staðfesting á þeirri stefnu Bandaríkjanna að styðja ofbeldið með vopnum og fjárframlögum auk stuðnings á vettvangi alþjóðasamtaka þegar Ísrael brýtur reglur og lög sem krafist er að öll ríki framfylgi. Rúsínan í pylsuendanum var svo yfirlýsing Bidens um að hann væri sjálfur síonisti: „Ég sagði og ég segi aftur, þú þarft ekki að vera gyðingur til að vera síonisti“. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Joe Biden Bandaríkin Ísrael Palestína Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Biden forseti Bandaríkjanna heimsótti fyrir skömmu Ísrael og Palestínu. Í tvo daga ræddi hann við stjórnvöld í Ísrael og dagpart skrapp hann yfir á Vesturbakkann og hitti Abbas forseta Palestínu. Í viðræðunum við Abbas ítrekaði Biden að Bandaríkjastjórn styddi friðarsamkomulag sem binda á enda á hernám Ísraela á landi Palestínumanna - og tveggja ríkja lausnina sem á að leiða til stofnunar sjálstæðs Palestínuríkis. En raunveruleg stefna Bandaríkjaforseta í málefnum Ísraels og Palestínu opinberaðist í örfáum orðum sem forsetinn muldraði við komuna til Tel Aviv: „Við munum ræða áframhaldandi stuðning minn – jafnvel þó ég viti að það sé ekki á næstunni – við tveggja ríkja lausnina. Það er enn, að mínu mati, besta leiðin til að tryggja framtíð jafnt frelsis, velmegunar og lýðræðis fyrir Ísraela og Palestínumenn“. Biden veit vel að stjórnvöld í Ísrael munu aldrei samþykkja tilveru sjálfstæðrar Palestínu. Þessi málefni hafa fulltrúar BNA rætt í áratugi og niðurstaðan alltaf sú sama - Ísrael heldur áfram að ræna landi og myrða Palestínumenn án viðurlaga - með fullum stuðningi Bandaríkjanna óháð því hver situr í Hvíta húsinu. Það sem Biden ræddi ekki í ávörpum sínum er þó töluvert áhugaverðara: Hann ræddi ekki um morð Ísraelshers á blaðakonunni Abu Akleh sem er bandarískur ríkisborgari. Þar fylgir hann stefnu forvera sinna í embætti - sem aldrei ræddu morð Ísraelshers á bandarísku baráttukonunni Rachel Corrie. Biden ræddi ekki nýlegar skýrslur fjölda mannréttindasamtaka um aðskilnaðarstefnu Ísraels - stefna sem er ólögleg skv. samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Allar ræður Bidens um mannréttindi, hvort sem er í Úkraínu eða Palestínu, eru blekking Boðskapur Bidens er hinn sami og aðrir forsetar BNA hafa flutt Palestínumönnum í áratugi: Ísrael hefur allan rétt en þið engan. Heildarniðurstaðan er endurtekin réttlæting Bandaríkjastjórnar á glæpum Ísraels og staðfesting á þeirri stefnu Bandaríkjanna að styðja ofbeldið með vopnum og fjárframlögum auk stuðnings á vettvangi alþjóðasamtaka þegar Ísrael brýtur reglur og lög sem krafist er að öll ríki framfylgi. Rúsínan í pylsuendanum var svo yfirlýsing Bidens um að hann væri sjálfur síonisti: „Ég sagði og ég segi aftur, þú þarft ekki að vera gyðingur til að vera síonisti“. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun